Dec 16, 2003
ÞAÐ er runnið af mér! Helginn var mjög strembinn við vorum að æfa leikritið bæði á laugardag og sunnudag frá 10 til 16. og svo spilaði ég á Laugarveginum á laugardaginn. Framundan eru strembnar æfingar og smá jólafrí og áramótafrí.
Við vorum að spila áðan í Mál og menningu á Laugarvegi og fengum gefins bókina um meistaran og margarítuna. Nokkuð gott svo nú er bara málið að byrja að lesa...kannski ég klári vörnina fyrst en hún er á fimmtudaginn. Sem sagt góðir dagar framundan...
Við vorum að spila áðan í Mál og menningu á Laugarvegi og fengum gefins bókina um meistaran og margarítuna. Nokkuð gott svo nú er bara málið að byrja að lesa...kannski ég klári vörnina fyrst en hún er á fimmtudaginn. Sem sagt góðir dagar framundan...
Dec 13, 2003
DAGUR dauðans...nei reyndar ekki það er kominn nýr dagur! en dagurinn, sem sagt gær dagurinn var sófadagur. Horfði meira segja á útsendingu frá Alþingi. Þetta var sem sagt ein sú versta þynka sem ég hef upplifað sem er afleiðingar fimmtudagskvöldsins...þá var djammað með bekknum helv...mikið fjör. Ég, Jói og Hákon tókum Gleðibankann við mikinn fögnuð, æsispennandi kosningar um um ýmsa lykilmenn í bekknum og mikið drukkið af fríum bjór og víni frá dyggum stuðninsfyrirtækjum bekkjarins. Skemmti mér hið besta og fór heim á skikkanlegum tíma, vaknaður klukkan 9 en komst ekki lengra en í sófan = þynka dauðans!
Á MORGUN eða í DAG fer dagurinn í æfingar með Hafnarfjarðarleikhúsinu og líka sunndagurinn. Jæja ætli það sé ekki best að koma sér í bólið...
Á MORGUN eða í DAG fer dagurinn í æfingar með Hafnarfjarðarleikhúsinu og líka sunndagurinn. Jæja ætli það sé ekki best að koma sér í bólið...
Dec 10, 2003
FURÐULEGT hvað maður getur verið þreyttur stundum! Borðið á bókhlöðunni er meirasegja orðinn spennandi svefnstaður - en það má víst ekki...Ég sem sagt svaf alltof lítið síðustu nótt er búinn að vera dauðþreyttur að rembast við að lesa í allan dag. Dagurinn er brátt á enda og þá kemst ég loksins í rúmið. Á morgun er síðasta prófið mitt og svo vörnin eftir viku. Þetta er allt að koma og já á morgun er líka bekkjarpartý sem vonandi hressir uppá sál og líkama:)
Dec 9, 2003
PRÓF III lokið og gekk bara glymrandi vel - þar til annað kemur í ljós! Ég afrekaði það í fyrsta skipti að vera fyrstur til að skila prófinu, veit ekki hvort það sé slæmt eða gott. þá er bara að hefja lesturinn fyrir næsta próf sem er á fimmtudaginn kl. 13. Mættur á þjóðarbókhlöðuna og er að fara að lesa...
Dec 8, 2003
MÁNUDAGUR en á ný og jón búinn að kúka á kerfið :) Ég er temmilega ánægður með árangur helgarinnar en hefði mátt standa mig betur. Það má eiginlega segja að ég hafi lært eftir opnunartímanum í þjóðarbókhlöðunni sem er skammarlega lítill um helgar.
FYRSTA skátablaðið í minni ritstjórn er að verða klárt, gott að vinna svona í prófunum. Þetta er nú ekkert stórblað fjórblöðungur með dagatalinu fyrir næsta ár inní. Nú það er bara að sjá hvernig fólkinu líkar hvort að það verða fleirri blöð í minni ritstjórn. Annars er þetta nú merkilegt nokk, blað sem hefur komið út í 70 ár alla vega og sá sem ritstýrði flestum blöðum ritstýrði 23. Mikið að stefna á...sérstaklega þegar það komu bara út 2 tbl á þessu ári.
ÆTLI það sé ekki best að fara að læra að stjórna sölumönnunum. Hvernig eigi að umbuna þeim og hvetja áfram í starfi. Ég hef lesið skemmtilegri bækur og er farinn að skilja afhverju kennarinn hafði ekki meiri áhuga á þessu. jæja farinn að lesa...
FYRSTA skátablaðið í minni ritstjórn er að verða klárt, gott að vinna svona í prófunum. Þetta er nú ekkert stórblað fjórblöðungur með dagatalinu fyrir næsta ár inní. Nú það er bara að sjá hvernig fólkinu líkar hvort að það verða fleirri blöð í minni ritstjórn. Annars er þetta nú merkilegt nokk, blað sem hefur komið út í 70 ár alla vega og sá sem ritstýrði flestum blöðum ritstýrði 23. Mikið að stefna á...sérstaklega þegar það komu bara út 2 tbl á þessu ári.
ÆTLI það sé ekki best að fara að læra að stjórna sölumönnunum. Hvernig eigi að umbuna þeim og hvetja áfram í starfi. Ég hef lesið skemmtilegri bækur og er farinn að skilja afhverju kennarinn hafði ekki meiri áhuga á þessu. jæja farinn að lesa...
Dec 5, 2003
PRÓF II búið sem sagt háfnaður jibbý! Gengið þokkalega hingað til svo nú er það bara að taka restina með trompi. mættur á bókhlöðuna á nýjan leik...
FLUTNINGARNIR hefjast sem sagt eftir áramót og ef allt gengur upp munum við flytjast uppí Furugrund. Fyrir þá sem vita það ekki að þá er það ca 5 mín frá því sem við búum núna. Þannig að ef þið eruð að koma í heimsókn að þá getiði komið (þ.e. eftir að við erum flutt) í Birkigrundina og labbað þaðan á nýja staðinn.
HELGIN er víst framundan! Það verður tekið frí í kvöld og horft á IDIOT og svo tekið á því á morgun.
FLUTNINGARNIR hefjast sem sagt eftir áramót og ef allt gengur upp munum við flytjast uppí Furugrund. Fyrir þá sem vita það ekki að þá er það ca 5 mín frá því sem við búum núna. Þannig að ef þið eruð að koma í heimsókn að þá getiði komið (þ.e. eftir að við erum flutt) í Birkigrundina og labbað þaðan á nýja staðinn.
HELGIN er víst framundan! Það verður tekið frí í kvöld og horft á IDIOT og svo tekið á því á morgun.
Dec 4, 2003
Dec 3, 2003
FYRSTA prófið er búið og það næsta á föstudaginn! Þetta gekk ágætlega held ég bara. Ég á nú von á einföldu prófi næsta föstudag og á þriðjudaginn en síðasta prófið verður stembið.
VIÐ flytjum væntanlega í janúar allavega lítur allt út fyrir það. Það er komið tilboð í húsið sem verður nokkuð örugglega tekið og það þarf að rýma það fyrir 15. febrúar. Sem sagt Jón er að flytja í fyrsta skipti á æfi sinni spáið í því...
VIÐ flytjum væntanlega í janúar allavega lítur allt út fyrir það. Það er komið tilboð í húsið sem verður nokkuð örugglega tekið og það þarf að rýma það fyrir 15. febrúar. Sem sagt Jón er að flytja í fyrsta skipti á æfi sinni spáið í því...
Dec 1, 2003
Nov 28, 2003
LÍTIL rök að HÍ borgi til Þjóðarbókhlöðunnar og eigi þessvegna að fá forgang í sæti. OK nemendurnir fá bókasafnsskyrteini osfrv. EN vitir menn ég borga víst líka í Þjóðarbókhlöðuna með mínum sköttum, ég veit allavega ekki til þess að styrkur hí standi undir rekstrinum.
ER að lesa í dag á Bókhlöðunni og ætli það sé ekki bara þjóðráð að hætta í tölvunni og gera meira af því...
EITT að lokum Svanurinn á að spila á Vetrarhátíð í febrúar og við þurfum að koma með hugmyndir hvað við viljum gera. So far hef ég komið með tvær, 1. Spila í hólmanum á tjörninni með höfuðljós og blárri lýsingu og 2. Samið yrði verk fyrir sveitina sem flutt yrði í turninum hjá slökkviliðinu, sveitin myndi raða sér í turninn x fjöldi á hverja hæð, svona óður til Slökkviliðsins og björgunarsveitarmanna.
ER að lesa í dag á Bókhlöðunni og ætli það sé ekki bara þjóðráð að hætta í tölvunni og gera meira af því...
EITT að lokum Svanurinn á að spila á Vetrarhátíð í febrúar og við þurfum að koma með hugmyndir hvað við viljum gera. So far hef ég komið með tvær, 1. Spila í hólmanum á tjörninni með höfuðljós og blárri lýsingu og 2. Samið yrði verk fyrir sveitina sem flutt yrði í turninum hjá slökkviliðinu, sveitin myndi raða sér í turninn x fjöldi á hverja hæð, svona óður til Slökkviliðsins og björgunarsveitarmanna.
Nov 27, 2003
LÆRA maður gerir ekkert annað en að læra og fara á æfingar! Ég flutti á bókhlöðuna á þriðjudaginn og er búinn að lesa nokkuð stöðugt síðan þá, miðar vel áfram. maður verður víst að nota tækifærið og nýta sér aðstöðuna þar til að manni verður hent út öfugum þar sem maður er í einhverjum sérskóla, þ.e. ekki í fína Háskólanum. Mér finnst þetta ótrúlegt misræmi að einum skóla sé úthlutað sætum þar fremur en öðrum. Víst svo er afhverju er þá hinum skólunum ekki búin betri aðstaða?
LEIKRITIÐ gengur vel, það er að koma mynd á þetta. Við byrjum væntanlega að æfa með leikurunum um miðjan des, þangað til æfum við okkur og fá kennslu í leiklist - veitir ekki af!
BEST að fara að læra! Það þýðir ekkert hangs...
LEIKRITIÐ gengur vel, það er að koma mynd á þetta. Við byrjum væntanlega að æfa með leikurunum um miðjan des, þangað til æfum við okkur og fá kennslu í leiklist - veitir ekki af!
BEST að fara að læra! Það þýðir ekkert hangs...
Nov 23, 2003
HVAÐ á ég að gera? Síðan ég skilaði inn verkefninu mínu á fimmtudaginn hef ég lítið afrekað. Jú kannski smá mætti í vinnuna í gær og á föstudaginn, afrekaði tvo fundi og þar af einn símafund með 10 aðillum í þremur löndum. Í gær var svo tiltekt í 123 fyrir jólaamstrið og ég hélt fyrirlestur á námskeiði í Hafnarfirði. Að öðrileiti hin rólegasta helgi.
PLANIÐ er að fara að lesa í dag og frá og með þriðjudeginum verðru ekkert annað gert en að undirbúa sig fyrir prófin.
FRAMUNDAN er samt sem áður mjög margt! Svanurinn er að spila í leikriti sem heitir "meistarinn og magarítan" sem að mér skilst er mjög skemmtilegt og inniheldur mikla nekt. tja segi ekki orð meira um það! Leikritið verður sennilega frumsýnt 6 janúar.
PLANIÐ er að fara að lesa í dag og frá og með þriðjudeginum verðru ekkert annað gert en að undirbúa sig fyrir prófin.
FRAMUNDAN er samt sem áður mjög margt! Svanurinn er að spila í leikriti sem heitir "meistarinn og magarítan" sem að mér skilst er mjög skemmtilegt og inniheldur mikla nekt. tja segi ekki orð meira um það! Leikritið verður sennilega frumsýnt 6 janúar.
Nov 20, 2003
Nov 18, 2003
SKÓLINN er að verða búin, kennsla klárast á föstudaginn. Þá tekur við viku upplestrarfrí og svo próf próf próf og próf búin 11. des og vörnin er 17 eða 18 des. Eitt próf í jan og svo útskrift í lok jan. Þetta er allt að ganga upp og svo verður jón bara allmennt vinnudýr ásamt öllum hinum. þar til að hann fer aftur í skóla.
HELGIN var svo sem ekki neitt neitt eða hvað...jú ég fór í afmæli á laugardaginn og út að borða á sunnudagskvöldið. Mjög fínt allt saman.
NÚNA er ég að prenta út lokaverkefnið, síðustu lagfæringar og skila ársvinnu af mér. Mjög gott mál. Ótrúlegur tími sem fer í smáttírísfítterí...
HELGIN var svo sem ekki neitt neitt eða hvað...jú ég fór í afmæli á laugardaginn og út að borða á sunnudagskvöldið. Mjög fínt allt saman.
NÚNA er ég að prenta út lokaverkefnið, síðustu lagfæringar og skila ársvinnu af mér. Mjög gott mál. Ótrúlegur tími sem fer í smáttírísfítterí...
Nov 14, 2003
GLEÐI það er kominn föstudagur, vísindaferð og ég er að skila fullbúnu lokaverkefni til leiðbeinenda. Annars verður nú sennilega bara drukkið vatn að þessu sinni í vísindaferðinni ég þarf að vera hress á morgunn. Núna í dag er nákvæmlega ein vika eftir að kennslu, svo upplestrarfrí og próf. Skólagöngu minni er semsagt að ljúka í bili að hugsa sér.
ÁNÆGJULEGAR fréttir hafa verið að berast: Elfa og Reynir koma heim á þorláksmessu (að mig minnir), fjölskyldan frá Heinestrasse kemur á milli jóla og nýárs, Freysalingur kemur líka og fullt af öðru góðu fólki sem býr í útlöndum. Þetta stefnir bara í eitt...fyllerý dauðans...
WONDERBRASS eru snillingar, dr. dröfn ég á þrjá diska!...
ÁNÆGJULEGAR fréttir hafa verið að berast: Elfa og Reynir koma heim á þorláksmessu (að mig minnir), fjölskyldan frá Heinestrasse kemur á milli jóla og nýárs, Freysalingur kemur líka og fullt af öðru góðu fólki sem býr í útlöndum. Þetta stefnir bara í eitt...fyllerý dauðans...
WONDERBRASS eru snillingar, dr. dröfn ég á þrjá diska!...
Nov 12, 2003
Nov 11, 2003
ÍSLAND ég er kominn heim! Já ég er kominn heim úr ánægjulegri ferð til Svíþjóðar og Danmerkur þar sem ég ásamt Dagmar, Jóni Grétari og Sonju tók þátt í Nopolk. Mjög gaman og lærði fullt og nú get ég virkilega "reflegterat" eða hvernig sem það er nú skrifað. Það var sérstaklega fróðlegt að sjá hvað svíar þurfa að ofgera öllu endalaust að segja þér hvað þú átt að hafa upplifað af þessu og hinu...ég held nú bara að ég viti hvað ég upplifa sjálfur. FINNAR er snillingar! Við eigum furðulega margt sameiginlegt með þeim.
Nov 5, 2003
Nov 3, 2003
KOLKRABBINN er dauður! sorry sævar en andlát hans hófst um miðjan september og lauk formlega 9. október þegar nýjir stjórnendur tóku við Eimskip.
AF ÖÐRU að þá sit ég hér og reyni að læra, búin að vera nokkuð duglegur í dag þó ég segi sjálfur frá. Ég er að reyna að klára nokkur verkefni áður en ég hverf á bortt til Svíþjóðar um helgina. Heja sverge...og så skal man snakke dansk eller norsk eller svensk...as if!
AF ÖÐRU að þá sit ég hér og reyni að læra, búin að vera nokkuð duglegur í dag þó ég segi sjálfur frá. Ég er að reyna að klára nokkur verkefni áður en ég hverf á bortt til Svíþjóðar um helgina. Heja sverge...og så skal man snakke dansk eller norsk eller svensk...as if!
Nov 2, 2003
ÉG tek hatt minn ofan fyrir Björgólfi Guðmundsyni, þetta er tekið af mbl...Eimskipafélagið þá sæju hins vegar 280 þúsund hræður því fyrir tekjum. „Það þarf að breyta hugsunargangi og menn þurfa að vera djarfari," sagði Björgólfur...og meira...félagið yrði að hafa skýr markmið og það væri ekki hægt að hlaupa á milli landshluta og bjarga þessu í dag og hinu á morgun...SKAMMSÝNI er það sem hefur gilt í Íslenskum viðskiptum, pólitík og á fleirri vígstöðvum. Við þurfum að horfa fram á veginn og vera djarfari. AFTURHALDSSEMI er ekki góð - sýnum frumkvæði og djörfung.
Oct 29, 2003
ÁSKORANIR hafa borist! Hér eru myndirnar frá tónleikaferð svansins óritskoðaðar. Annars er þetta snildar dæmi að setja myndirnar þarna inn...nota þetta örugglega meira.
Oct 28, 2003
Oct 26, 2003
ÞUNNUR JON...en þetta er að koma til! Ég er nýkomin heim úr velheppaðri Tónleikaferð hjá Svaninum til Þorlákshafnar. Við spiluðum fyrir 15 manns og héldum svo gott partý á eftir, já á leiðinni til Þorlákshafnar var smá óvissuferð en í henni komum við við á Nesjavöllum og skoðuðum virkjunina.
Ég er búin að eyða kvöldinu í að vinna það upp sem ég átti að gera um helgina ég held að þetta sé komið þrátt fyrir að maður vilji alltaf gera meira. Farinn heim að sofa...
Ég er búin að eyða kvöldinu í að vinna það upp sem ég átti að gera um helgina ég held að þetta sé komið þrátt fyrir að maður vilji alltaf gera meira. Farinn heim að sofa...
Oct 20, 2003
Mánudagur til mæðu...mætti tímanlega í tíma í morgun og svo var enginn tími djö...þráðlausa netið lyggur niðri svo ég þarf að tengjast í gegnum línu djö...en verður maður ekki að líta á björtu hliðarnar ég næ þá að klára vefkönnunina sem ég byrjaði á í gær.
Um helgina gerði ég nú ekki mikið annað en að vinna í lokaverkefninu - miðar vel, og fór í heimsókn til Ásgeirs Ól. og jú leigði leiðinlegustumyndinaseméghefséð í langan tíma með Adam Sandler hún var svo leiðinleg að ég man ekki hvað hún heitir. Hún var svo leiðinleg að það tók okkur tvær atrennur að horfa á hana.
En nóg af leiðindum áhugaverð vika framundan, strembin en endar væntanlega í miklum gleðskap...
Um helgina gerði ég nú ekki mikið annað en að vinna í lokaverkefninu - miðar vel, og fór í heimsókn til Ásgeirs Ól. og jú leigði leiðinlegustumyndinaseméghefséð í langan tíma með Adam Sandler hún var svo leiðinleg að ég man ekki hvað hún heitir. Hún var svo leiðinleg að það tók okkur tvær atrennur að horfa á hana.
En nóg af leiðindum áhugaverð vika framundan, strembin en endar væntanlega í miklum gleðskap...
Oct 18, 2003
Skúra skrúbba bóna...takið af ykkur skóna! Ég er orðin skúrka í dag - er reyndar að fara að hætta því maður þarf víst að læra eitthvað.
Ég fór á Úlfljótsvatn í gær og aðstoðaði við hópeflisferð hjá Marel, mjög gaman tilbreyting að fá að eyða degi utandyra í stað þess að þeyast á milli skólans og vinnunnar. Í dag er svo meiningin að læra og fara í heimsókn til Ásgeirs í kvöld.
Í dag rakaði ég mig! Orðin fínn og góður samfélagsþegn. Sorry Reynir ég held að það verði ekkert af hormottunni en ég skal setja upp gulu derhúfuna ef þú kaupir hana. Það sem í dag er í dag og það sem á morgun er á morgun...jæja ætli það sé ekki best að hald áfram að læra.
Ég fór á Úlfljótsvatn í gær og aðstoðaði við hópeflisferð hjá Marel, mjög gaman tilbreyting að fá að eyða degi utandyra í stað þess að þeyast á milli skólans og vinnunnar. Í dag er svo meiningin að læra og fara í heimsókn til Ásgeirs í kvöld.
Í dag rakaði ég mig! Orðin fínn og góður samfélagsþegn. Sorry Reynir ég held að það verði ekkert af hormottunni en ég skal setja upp gulu derhúfuna ef þú kaupir hana. Það sem í dag er í dag og það sem á morgun er á morgun...jæja ætli það sé ekki best að hald áfram að læra.
Oct 16, 2003
Til hamingju Íris og Sævar! hætt að lifa í synd :-) Ég er frekar lélegur maður í svona kveðjum og senda kort og gjafir - en hugurinn var hjá ykkur á laugardaginn!
Annars er ég búin að vera frekar upptekinn síðustu daga - það að stofna einn klúbb er erfitt viðfangsefni sérstaklega að berja af sér fólk sem er að reyna komast í klúbbinn með k-aðild. Hún er ekki í boði ég hef hugsað mér að útbúa c-aðild en það er samt orðið nokkuð íþróttatengt. næsti fundur klúbbsins verður flótlega ég boða hann formlega hér á blogginu.
Vinna, skóli og allt hitt er að fara með mig í gröfina, stundum veit ég ekki hvað ég heiti. En þetta er líka gaman og vonandi verður uppskeran góð í janúar þegar þetta er allt búið...
Annars er ég búin að vera frekar upptekinn síðustu daga - það að stofna einn klúbb er erfitt viðfangsefni sérstaklega að berja af sér fólk sem er að reyna komast í klúbbinn með k-aðild. Hún er ekki í boði ég hef hugsað mér að útbúa c-aðild en það er samt orðið nokkuð íþróttatengt. næsti fundur klúbbsins verður flótlega ég boða hann formlega hér á blogginu.
Vinna, skóli og allt hitt er að fara með mig í gröfina, stundum veit ég ekki hvað ég heiti. En þetta er líka gaman og vonandi verður uppskeran góð í janúar þegar þetta er allt búið...
Oct 11, 2003
Áður en legra er haldið er rétt að taka frá að Saxafónleikarinn heitir víst Óskar Guðjónsson og er mjög góður. Mér fannst hins vegar húfan hans ljót og stælarnir óþarfir. og já varðandi No-sprots-fan-club að þá eru reglurnar eftirfarandi fyrir aðild:
a-aðild: Stunda engar keppnisíþróttir, horfa ekki á íþróttir nema botsía. Leyfilegt að mæta í ræktina. Ekki ræða íþróttir við neinn nema verið sé að draga úr gildi þeirra.
b-aðild: Stunda engar keppnisíþróttir, leyfilegt að horfa á einstaka landsleik og mæta í ræktina.
Aðalfundur klúbbsins er núna kl. 14:50 og stendur í 90 min. Ég geri ráð fyrir að ég verði eini stofnmeðlimur en ég býð Dröfn og Matta að vera með í gegnum b-aðild til að byrja með. Ég hvet meðlimi til að stunda holla hreyfingu eins og gönguferðir sér og öðrum til ánægju og yndisauka.
a-aðild: Stunda engar keppnisíþróttir, horfa ekki á íþróttir nema botsía. Leyfilegt að mæta í ræktina. Ekki ræða íþróttir við neinn nema verið sé að draga úr gildi þeirra.
b-aðild: Stunda engar keppnisíþróttir, leyfilegt að horfa á einstaka landsleik og mæta í ræktina.
Aðalfundur klúbbsins er núna kl. 14:50 og stendur í 90 min. Ég geri ráð fyrir að ég verði eini stofnmeðlimur en ég býð Dröfn og Matta að vera með í gegnum b-aðild til að byrja með. Ég hvet meðlimi til að stunda holla hreyfingu eins og gönguferðir sér og öðrum til ánægju og yndisauka.
Oct 9, 2003
Ég fór á flotta tónleika í gær með Stórsveit Reykjavíkur - endurnærandi að fara á góða tónleika. Eitt fór þó í taugarnar á mér það var einn af Söxunum sem var með "semi" sítt að aftan og GULA derhúfu...hver er með GULA derhúfu á tónleikum. Að öðru leiti var ég ánægður með tónleikana og hlakka til í mars þegar sænski básúnuleikarinn Nils Lundgren kemur hann er geðveikur.
Annars er ég að verða nett geðveikur á þessari fótbolta umræðu. Ég stefni hér með non-sports fan saman til skrafs og ráðagerða hvernig við eigum að breyta þessum þjóðar"stolti" hver segir að við séum frábær útaf því að við stöndum okkur í fótbolta. Ég finn ekki til neins sérstaks stolts með það ég er mun stoltari að eiga Sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða. Ówell ætli jón hafi ekki farið yfir strikið...
Annars er ég að verða nett geðveikur á þessari fótbolta umræðu. Ég stefni hér með non-sports fan saman til skrafs og ráðagerða hvernig við eigum að breyta þessum þjóðar"stolti" hver segir að við séum frábær útaf því að við stöndum okkur í fótbolta. Ég finn ekki til neins sérstaks stolts með það ég er mun stoltari að eiga Sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða. Ówell ætli jón hafi ekki farið yfir strikið...
Oct 8, 2003
En er runninn upp fagur dagur...ble...það er eitt öruggt í þessu lífi að ekkert er öruggt - ef ég má vera svona háfleygur. Ég sit hérna uppí skóla og er að hamast í lokaverkefninu, við sjáum fyrir endan á þessu en samt ekki þar sem að við þyrftum helst að hringja í 100 útgerðarmenn í Noregi - fun. Smá brandar...vissuð þið að ef þið segið No(r)way, þ.e. No way og það er mottóið mitt í dag gagnavar Noregi eða Noway...ekki það að ég sé að verða eitthvað þunglindur yfir þessu.
Oct 7, 2003
Hvernig stendur á því að fólk telur það öruggt að maður fylgist með landsleikjum eða þá hvaða íþrótt sem er? Ég fæ litla sem enga ánægju út úr því að horfa á 22 fullfríska karlmenn eða konur sprikla eftir grasvelli og hvað gera þau þegar þau ná boltanum...sparka honum frá sér...sveiattann! Ég lýsi hér með frati á þessa íþrótt og er ekki að sjá að hún sé að skila okkur meira heldur en nokkuð annað.
Ég ræddi þessi mál eitt sinn við íþróttafræðing há menntaðan mann og hann gat ekki sannfært mig um ágæti keppnisíþrótta. Yfirleitt er fólk að bjóða líkamanum uppá of mikið álag og eftir að þessir menn hafa keppt í þessu í ca 20 ár að þá eru þeir löggilt gamalmenni, ónýttir til alls annars en að lýsa leikjum. Það ber þó að taka fram að hér er átt við flesta en ekki alla.
Þetta eru mínar hugleiðingar um íþróttir...
Ég ræddi þessi mál eitt sinn við íþróttafræðing há menntaðan mann og hann gat ekki sannfært mig um ágæti keppnisíþrótta. Yfirleitt er fólk að bjóða líkamanum uppá of mikið álag og eftir að þessir menn hafa keppt í þessu í ca 20 ár að þá eru þeir löggilt gamalmenni, ónýttir til alls annars en að lýsa leikjum. Það ber þó að taka fram að hér er átt við flesta en ekki alla.
Þetta eru mínar hugleiðingar um íþróttir...
Oct 6, 2003
mánudagur til mæðu sagði einhver...var það ekki Garfield :-)
Helgin var róleg ég hef ekki átt svona rólega helgi síðan í ágúst...þetta var mjög fínt! Á föstudaginn bauð skólinn þeim sem kepptu í MSB út að borða á Ruby og svo bauð Tengdó mér út að borða um kvöldið og í leikhús á Putilla bónda og Matta vinnumann, ágætis sýning.
Helsta afrek helgarinnar var að læra og kaupa nýtt tæki, VHS og DVD í einu tæki geðveikt...á eftir að koma að góðum notum :-)
Í þessari viku eru fáir tímar þannig að ég er að reyna að lesa og vinna í lokaverkefninu! Vonandi vondandi vonandi náum við að klára greiningarvinnuna í þessari viku.
Helgin var róleg ég hef ekki átt svona rólega helgi síðan í ágúst...þetta var mjög fínt! Á föstudaginn bauð skólinn þeim sem kepptu í MSB út að borða á Ruby og svo bauð Tengdó mér út að borða um kvöldið og í leikhús á Putilla bónda og Matta vinnumann, ágætis sýning.
Helsta afrek helgarinnar var að læra og kaupa nýtt tæki, VHS og DVD í einu tæki geðveikt...á eftir að koma að góðum notum :-)
Í þessari viku eru fáir tímar þannig að ég er að reyna að lesa og vinna í lokaverkefninu! Vonandi vondandi vonandi náum við að klára greiningarvinnuna í þessari viku.
Oct 1, 2003
Það er furðulegt hvað þarf lítið til að koma ímyndunaraflinu af stað hjá fólki :)
Ekkert smá duglegur í dag, búin að lesa heilan kafla í Pricing - gerið betur! Það er róleg vika í skólanum þessa vikuna og næstu þannig að ég er að reyna að vinna upp eitthvað af því sem eftir var aðlesa og gera verkefnin tímanlega. Veitir ekki af þessi önn er óendanlega stutt...
Ekkert smá duglegur í dag, búin að lesa heilan kafla í Pricing - gerið betur! Það er róleg vika í skólanum þessa vikuna og næstu þannig að ég er að reyna að vinna upp eitthvað af því sem eftir var aðlesa og gera verkefnin tímanlega. Veitir ekki af þessi önn er óendanlega stutt...
Sep 30, 2003
ég átti aldeilis viðburðaríka helgi! eins og áður hefur komið fram tók ég þátt í MSB 2003 á Bifröst - helv...gaman. Mitt lið var í 5 sæti fyrir helgi í riðlinum, við sigruðum óvænt riðilinn, fengum 10 fyrir stefnumótunarskýrsluna og kynninguna og komumst þannig við mikinn fögnuð í fjögra liða úrslit. Við enduðum í fjórða sæti en sigurinn var samt sætur. Í úrslitum kynntum við fyrir 9 dómurum úr atvinnulífinu sem spurðu okkur erfiðra spurninga. Mjög góður skóli!
Sep 24, 2003
en ætli maður þurfi ekki að skrifa einhverja hugleiðingu! Það er furðulegt að úti í heimi, hér á íslandi og í Færeyjum er virkilega fólk sem hefur gaman af því að búa til Vírusa sem ráðast á netkerfi í gegnum tölvur hjá saklausum semítölvukunnáttumönnum...hvað er að...hefur þetta fólk ekkert við tíman að gera? ég bara spyr. Ég eyddi tveimur tímum í gær í skólanum í að láta yfirfara tölvuna mína svo að ég fengi náðsamlegt leyfi til að nota þráðlausa netið...pælið í því...ég notaði bara "old fashion" snúru leiðina á meðan þráðlausa virkaði ekki...rebel!
Í gær fór ég á tvo fundi og vann til miðnættis! í dag fór ég á engan fund en samt sit ég en í vinnunni klukkan níu að kveldi, reyndar að skrifa á bloggið oh well...ég er á leiðinni að hitta endurskoðanda SÍL þar sem ég er gjaldkeri...fróðlegt að sjá hvað hann hefur að segja.
Furðulegir þessir dagar...VONANDI skánar þetta um áramótin þegar maður getur farið að einbeita sér meira að hlutunum þegar skólinn er búin.
Í gær fór ég á tvo fundi og vann til miðnættis! í dag fór ég á engan fund en samt sit ég en í vinnunni klukkan níu að kveldi, reyndar að skrifa á bloggið oh well...ég er á leiðinni að hitta endurskoðanda SÍL þar sem ég er gjaldkeri...fróðlegt að sjá hvað hann hefur að segja.
Furðulegir þessir dagar...VONANDI skánar þetta um áramótin þegar maður getur farið að einbeita sér meira að hlutunum þegar skólinn er búin.
Það hefur fjölmargt drifið á dagana síðustu daga. Ég hef verið að frá morgni til kvölds, í skólanum snýst allt um MSB keppnina en við klárum hana á Bifröst um næstu helgi. Í skátunum er verið að undirbúa SAMAN í Þórsmörk og námskeiðstíminn er hafinn, nóg að gera þar. Í Svaninum er líka nóg að gera - það var endurskoðun í síðustu viku og aðalfundur um helgina þar sem ég var kosinn rúsneskri kosningu sem formaður. Aðalfundurinn var ágætur en mér finnst stundum vanta meiri umræðu og grósku, þetta kemur.
Jæja best að fara að koma sér heim það nálgast miðnætti...
Jæja best að fara að koma sér heim það nálgast miðnætti...
Sep 23, 2003
Sep 12, 2003
Til hamingju með afmælið Sævar, Sævar er reyndar úti í þýskalandi þannig að ég get ekki poppað inn í kaffi og kökur :-( En af öðru ég er að fara á tónleika í kvöld með Tríó Jørgen Svare og Björn Thoroddsens, örugglega helv...góðir! Að örðu leiti er strembin helgi framundan, í fyrramálið er Örstefna og leiðbeinendanámskeið. Ég á eftir að gera fullt af hlutum fyrir það - best að fara ð gera þetta klárt!
Sep 11, 2003
smá viðbót við stefnumótun fyrir þá sem ekki þekkja...fyrirtæki gera stefnumótun 3-5 ára og það er sýn á hvert fyrirtækið muni stefna. síðan er útbúið 1-3 ára aðgerðaplan hvernig við ætlum að vinna úr stefnunni og það þarf að vera í stöðugri stefnu. Ég átti ekki við í gær að maður ætti sífellt að vera að breyta stenunni heldur að maður á að vera meðvitaður um hana og gera viðbætur þegar við á. Mjög mikilvægt er að halda sig við stefnuna sem maður setur en stefnan getur ekki verið góð þegar maður útbýr eitthvað plagg og setur upp í hillu, þá verður það verðlaus pappír.
Sep 10, 2003
pistill dagsins...það er svo margt skrýtið að maður hefði ekki getað ímyndað sér það! Stefnumótun er eitthvað plagg sem þú gerir einu sinni og setur svo upp í hillu...well...döö...hvaða helvitamaður heldur slíku fram...Stefnumótun er tæki til að horfa fram á veginn mikil vinna er lögð í það í upphafi og svo er því haldið við með því að fylgjast með framkvæmdinni nokkrum sinnum á ári og er þannig í stöðugri endurskoðun.
En af öðru að þá legg ég til að það verði hafin söfnun handa Írisi! hún sagðist muna bjóða mér til þýskalands ef hún ætti milljón kall...ég legg fram fyrstu krónuna :-)
En af öðru að þá legg ég til að það verði hafin söfnun handa Írisi! hún sagðist muna bjóða mér til þýskalands ef hún ætti milljón kall...ég legg fram fyrstu krónuna :-)
Sep 9, 2003
Betri dagur í dag en í gær! reyndar endaði gær dagurinn mjög vel...Svans æfingin var mjög góð þrátt fyrir að færri hefðu mætt en á fyrstu æfinguna, en er það ekki bara eðlilegt. Okkur vantar en fleiri klarinett og saxafóna. Við Álfheiður höfum verið að skoða hvort við ætlum að fara til Þýskalands í október en mér sýnist ekki vera miklar líkur á því eins og staðan er í dag. Við skoðum þetta betur í vikunni.
Þessi törn fram að áramótum verður skelfilega erfið...reyna að halda dampi í skólanum og í vinnunni. Ég sé fram á að vera að fram á kvöld ALLA daga vikunnar! Púff...best að læra meira...
Þessi törn fram að áramótum verður skelfilega erfið...reyna að halda dampi í skólanum og í vinnunni. Ég sé fram á að vera að fram á kvöld ALLA daga vikunnar! Púff...best að læra meira...
Sep 8, 2003
Þar sem sólin skín...er gott veður og þar sem tvö tré eru saman komin þar er skógur! Ég er komin í hring af vitleysu í dag - svaf yfir mig, mætti í vinnuna og svo í skólan og er að fara aftur í vinnuna...hausinn á mér er komin í hring um sjálfan sig og veit ekkert í hvorn fótinn hann eigi að stíga. ble...En annars er það að frétta að hún Íris sagði mér í dag (ég vona að það sé ekkert leyndarmál) að hún og Sævar ætla að pússa sig saman 11 október! Við álfheiður erum að spá í að skella okkur gæti orðið mikið fjör - enda vanur maður ég...kann leiðina heim til þeirra...við erum sem sagt að skoða flug og annað þetta virðist kosta um 60 þús fyrir okkur tvö...bara nokkuð vel sloppið.
Annars þakka ég bara fyrir góð komment - haldið því endilega áfram.
Annars þakka ég bara fyrir góð komment - haldið því endilega áfram.
Sep 7, 2003
Arrrrrg...það stemmir ekki hjá mér bókhaldið...ég hélt að það væri búið að banna það! Ég er búin að eyða þremur tímum í það að gera upp SíL og loksins þegar ég er búin að þá stemmir ekki. ówell ætli maður verði þá bara ekki að setjast yfir þetta aftur.
Það er nú ekki margt á afrekaskránni eftir gærdaginn nema vera þunnur, keypti föt og horfði á The pianist. Góð mynd mæli með henni. jæja best að halda áfram við lærdóminn...ójá Kata mig langar ekki að vita hvernig skjárinn á tölvunni þinni lítur út eftir allar þessar píringar...
Það er nú ekki margt á afrekaskránni eftir gærdaginn nema vera þunnur, keypti föt og horfði á The pianist. Góð mynd mæli með henni. jæja best að halda áfram við lærdóminn...ójá Kata mig langar ekki að vita hvernig skjárinn á tölvunni þinni lítur út eftir allar þessar píringar...
Sep 6, 2003
Góðir hálsar...það er risinn nýr dagur! Það er einn búin að commenta á bloggið mitt. Freysi ég skal vera duglegri að blogga :) Ég var að spila í gær með Hóp úr Svaninum fyrir ATV eða ÁTVR eins og Dröfn myndi segja. Gekk vel smá flash back frá Bad-Orb þar sem þeir voru með þýska stemmignu. Þaðan fórum við og hlustuðum á Danna og Dixielanddvergana þeir eru bara nokkuð góðir þrátt fyrir að spila allt annað en dixie tónlist, tónlistin minnir svolítið á tónlistina á pöbbnum í myndinni "so I married a exmurder" eða hvernig sem það er skrifað. 'I dag er lærdómsdagur, reyndar á morgun líka nóg að gera. jæja best að halda áfram þannig að maður klári þetta einhverntíman...kannski maður kíki á Ljósanótt í RNB í kvöld...humm...sjáum til!
Sep 5, 2003
Nú er jón kominn með Comment system á vefinn...geðveikt klár! Þá er bara spurninginn hvort einhver commenti...humm það er fróðlegt að sjá! Þetta tók nú ekki nema mánuð fyrir snillinginn mig að gera þetta...en það er skemmst frá því að segja að ég hef verið útnefndur gestgjafi ársins - eins og alþjóð veit að þá hýsti ég þjóðverja í þrjár vikur í ágúst, ekki nóg með það heldur fór ég með hann hringinn á þremur og hálfum degi, sýndi honum Gullfoss og geysi og Þingvelli og fór í Bláa Lónið með stoppi í Strandakirkju og Krísuvík. Ég útnefni mig, og mína, sem gestgjafa ársins og en um leið get ég ekki lofað því að vera jafn góður við aðra gesti. Standardinn er orðinn nokkuð hár!
Í gær setti ég met í fundarsetu, að ég held. Ég var á þremur fundum frá kl. 15:00 til 20:30 út af vinnunni minni. Frekar gott eða hvað og já endaði svo daginn á æfingu. En hópur úr svaninum er að fara að spila á eftir fyrir AcoTæknival, það verður stuð.
Í gær setti ég met í fundarsetu, að ég held. Ég var á þremur fundum frá kl. 15:00 til 20:30 út af vinnunni minni. Frekar gott eða hvað og já endaði svo daginn á æfingu. En hópur úr svaninum er að fara að spila á eftir fyrir AcoTæknival, það verður stuð.
Sep 1, 2003
Ný vika hafinn! Ég er byrjaður í "nýju" starfi sem Fræðslustjóri Bandalags íslenskra skáta. Nokkuð spennandi starf en það verða strembnir mánuðir fram að áramótum meðan ég er að klára skólann. Þessa dagana er allt að byrja...það er eins og þjóðfélagið sé að vakna úr löngum dvala og fólk að átta sig á því að sumarið er búið. Ég byrjaði í skólanum síðasta mánudag, róleg byrjun en samt nóg að gera eins og áður. Lúðrasveitarstarfið byrjar í kvöld með æfingu, ætti að vera skemmtilegur vetur þar, og svo var ég að byrja í nýju starfi.
Aug 29, 2003
Aug 26, 2003
púff...mikið að gera síðustu daga! Síðan ég skrifaði síðast hefur eftirfarandi gerst:
16. ágúst menningarnót - öndin troðfyllti Kaffi Vín að venju geggjað stuð, Hljóðdæmi.
Síðan hefur hann Christopher frá Þýskalandi verið í heimsókn hjá mér og við erum búnir að fara víða. Við fórum í þriggja og hálfsdags hringferð um landið um síðustu helgi. Keyrðum fyrst á Kirkjubæjarklaustur, síðan fórum við í Skaftafell, Siglingu á Jökulsárlóni, gistum hjá Örvari í sveitinni, fórum á Mývatn, að Goðafossi og á Akureyri. Heim til Reykjavíkur, skildum bílinn eftir bilaðan á Blönduósi og þess vegna er ég þessa dagana á Toyota Turing kagga.
Síðan byrjaði skólinn í gær...fjör fjör fjör...
16. ágúst menningarnót - öndin troðfyllti Kaffi Vín að venju geggjað stuð, Hljóðdæmi.
Síðan hefur hann Christopher frá Þýskalandi verið í heimsókn hjá mér og við erum búnir að fara víða. Við fórum í þriggja og hálfsdags hringferð um landið um síðustu helgi. Keyrðum fyrst á Kirkjubæjarklaustur, síðan fórum við í Skaftafell, Siglingu á Jökulsárlóni, gistum hjá Örvari í sveitinni, fórum á Mývatn, að Goðafossi og á Akureyri. Heim til Reykjavíkur, skildum bílinn eftir bilaðan á Blönduósi og þess vegna er ég þessa dagana á Toyota Turing kagga.
Síðan byrjaði skólinn í gær...fjör fjör fjör...
Aug 11, 2003
Jul 10, 2003
jæja...það var nú það...nei segi bara svona...ég er að fara í útilegu með Svönsurum um helgina í Þrastarskóg, ég á von á fínu stuði þar. Mér skilst að Elli sé búin að læra ný lög, spáið í því. Við fórum í útilegu um síðustu heli (þ.e. ég og álfheiður) Norður að Hólavatni, mjög vel heppnað.
Í kvöld er kveðjustund, ég er að fara að kveðja Brasílísku systur mína en hún er að fara heim. Hvrt sem þið trúið því eða ekki að þá lifði hún af ársdvöl hjá okkur.
Í kvöld er kveðjustund, ég er að fara að kveðja Brasílísku systur mína en hún er að fara heim. Hvrt sem þið trúið því eða ekki að þá lifði hún af ársdvöl hjá okkur.
Jul 2, 2003
Ég fékk þrjár hringingar um kvöldmatarleitið í gær - ekker óvenjulegt svo sem nema að ein var frá einhverjum verðbréfamiðlara í NewYork sem var að reyna að fá mig í viðskipti við sig. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að ég hefði ekki áhuga og að á endanum varð ég að segja að ég væri ekki að versla með verðbréf eða hlutabréf. Ekkert smá aðgangsharður gaur. Síðan hringdi hann Össur í mig og núna á eftir er ég að fara að spila með Skólahljómsveit kópavogs í jarðaför Björns Guðjónssonar.
Framundan er að fara í fjölskylduútilegu hjá Álfheiði norður að Hólavatni í Eyjafirði.
Já ég lofaði henni Elfu Dröfn að setja link á síðuna hennar og það er hægt að finna hann hér til hliðar. Hún var eitthvað að kvarta yfir að ég væri ekki með svona comment...ég ætti kannski að íhuga það...tja...sjáum til...best að fara að koma sér heim í betri fötin.
Framundan er að fara í fjölskylduútilegu hjá Álfheiði norður að Hólavatni í Eyjafirði.
Já ég lofaði henni Elfu Dröfn að setja link á síðuna hennar og það er hægt að finna hann hér til hliðar. Hún var eitthvað að kvarta yfir að ég væri ekki með svona comment...ég ætti kannski að íhuga það...tja...sjáum til...best að fara að koma sér heim í betri fötin.
Jun 27, 2003
Jun 6, 2003
Sumarið er tíminn
Eða svo er sagt! Ég er búin í skólanum, það gekk ekki allt sem skildi en ég tek það upp um áramótin þannig að það kemur væntanlega ekki að sök. Ég er byrjaður að vinna á fullu hér fyrir þá sem ekki vita það. Framundan er löng helgi...jibbý...ég er að fara í veislu hjá Freysa á morgun. En annars já ég er að fara til Þýskalands næsta föstudag...mér var boðið frítt flug og uppihald...en ég er að fara í kastalan í Rineck sem ég fór í um páskana og svo hef ég fengið gistingu hjá Christounum síðustu nóttina. Jæja best að halda áfram að vinna.
Eða svo er sagt! Ég er búin í skólanum, það gekk ekki allt sem skildi en ég tek það upp um áramótin þannig að það kemur væntanlega ekki að sök. Ég er byrjaður að vinna á fullu hér fyrir þá sem ekki vita það. Framundan er löng helgi...jibbý...ég er að fara í veislu hjá Freysa á morgun. En annars já ég er að fara til Þýskalands næsta föstudag...mér var boðið frítt flug og uppihald...en ég er að fara í kastalan í Rineck sem ég fór í um páskana og svo hef ég fengið gistingu hjá Christounum síðustu nóttina. Jæja best að halda áfram að vinna.
May 14, 2003
May 2, 2003
1. maí
Ég held að ég hafi aldrei upplifað jafn kaldan 1. maí og í gær. Þvílíkur kuldi ég var að sjálfsögðu að spila með Svaninum í skrúðgöngunni og við vorum að drepast úr kulda. Það hefði vel átt við að spila Nú er frost á fróni við það tækifæri. En annars er ég að lesa fyrir próf í Relationship management sem verður á morgun...svo að það er best að halda því áfram...gott að vera inni í kuldanum.
Ég held að ég hafi aldrei upplifað jafn kaldan 1. maí og í gær. Þvílíkur kuldi ég var að sjálfsögðu að spila með Svaninum í skrúðgöngunni og við vorum að drepast úr kulda. Það hefði vel átt við að spila Nú er frost á fróni við það tækifæri. En annars er ég að lesa fyrir próf í Relationship management sem verður á morgun...svo að það er best að halda því áfram...gott að vera inni í kuldanum.
Apr 27, 2003
Kosningar
Það eru allir að fara yfirum enda styttist í kosningar. Ég er búin að gera upp hug minn hvað þetta varðar sem kemur kannski ekki svo mikið á óvart. Það er misjafnt hvað fólk er að setja fyrir sig þegar það ákveður hvaða flokk það eigi að kjósa, eitt mál hefur reynst mér erfitt að það er að ég tel að við eigum að ganga í ESB því að við munum fá meira út úr því heldur en við töpum. Eitt mál finnst mér vera leiðinlegt í þessari kosningabaráttu, það er kvótamálið. Það er mér fyrirmunað að skilja hvað fólk getur rifist um aðferðir við að ná fiski úr sjónum. Ég held að það skipti ekki neinu máli hvað fiskveiðistjórnunarkerfið heitir eða hvernig við beitum því helsta málið er að það sé sanngjarnt. Kannski er það ekki sanngjarnt í dag en það hefur skilað okkur heilmiklu, allavega fyrir mína parta að þá er mér slétt sama hvort palli græði meira á því heldur en siggi. Annað mál sem kvabbað er um er aðskilnaður ríkis og kirkju, gott mál. En ég spyr - á meðan 85% þjóðarinnar tilheyrir sömu trú afhverju eigum við þá ekki að hafa þjóðkirkju? Þrátt fyrir að ég sé fylgjandi þessum aðskilnaði að þá sé ég ekki ástæðu fyrir því að það gerist strax, ég tel að það gerist með árunum eftir því sem vægi annara trúa eykst.
Ég held ég ætti bara að stofna flokk. Mín stefnumál er: Göngum í ESB, ríkið hætti að selja áfengi þ.e. leggjum niður ÁTVR, Leggjum niður Lín og gefum bönkunum tækifæri á að lána námsmönnum, lækkum skatta, leggjum niður íbúðalánasjóð...ofl.
Nóg af þessu í bili...
Það eru allir að fara yfirum enda styttist í kosningar. Ég er búin að gera upp hug minn hvað þetta varðar sem kemur kannski ekki svo mikið á óvart. Það er misjafnt hvað fólk er að setja fyrir sig þegar það ákveður hvaða flokk það eigi að kjósa, eitt mál hefur reynst mér erfitt að það er að ég tel að við eigum að ganga í ESB því að við munum fá meira út úr því heldur en við töpum. Eitt mál finnst mér vera leiðinlegt í þessari kosningabaráttu, það er kvótamálið. Það er mér fyrirmunað að skilja hvað fólk getur rifist um aðferðir við að ná fiski úr sjónum. Ég held að það skipti ekki neinu máli hvað fiskveiðistjórnunarkerfið heitir eða hvernig við beitum því helsta málið er að það sé sanngjarnt. Kannski er það ekki sanngjarnt í dag en það hefur skilað okkur heilmiklu, allavega fyrir mína parta að þá er mér slétt sama hvort palli græði meira á því heldur en siggi. Annað mál sem kvabbað er um er aðskilnaður ríkis og kirkju, gott mál. En ég spyr - á meðan 85% þjóðarinnar tilheyrir sömu trú afhverju eigum við þá ekki að hafa þjóðkirkju? Þrátt fyrir að ég sé fylgjandi þessum aðskilnaði að þá sé ég ekki ástæðu fyrir því að það gerist strax, ég tel að það gerist með árunum eftir því sem vægi annara trúa eykst.
Ég held ég ætti bara að stofna flokk. Mín stefnumál er: Göngum í ESB, ríkið hætti að selja áfengi þ.e. leggjum niður ÁTVR, Leggjum niður Lín og gefum bönkunum tækifæri á að lána námsmönnum, lækkum skatta, leggjum niður íbúðalánasjóð...ofl.
Nóg af þessu í bili...
Apr 25, 2003
Gleðilegt sumar
Sumarið gekk víst í garð í gær. Eins og góðri sumarbyrjun sæmir spilaði ég í skrúðgöngu með Svaninum í Vesturbænum, sem gekk bara mjög vel. Maður er óneitanlega farinn að telja dagana þar til að skóla lýkur og maður getur farið að hella sér í vinnu af fullum krafti. Þetta er búið að vera langur vetur og ágætt að fá smá frí frá skólabókum og verkefnum og hella sér í vinnu. Prófin byrja 3. maí og ég er búin 13. maí.
Sumarið gekk víst í garð í gær. Eins og góðri sumarbyrjun sæmir spilaði ég í skrúðgöngu með Svaninum í Vesturbænum, sem gekk bara mjög vel. Maður er óneitanlega farinn að telja dagana þar til að skóla lýkur og maður getur farið að hella sér í vinnu af fullum krafti. Þetta er búið að vera langur vetur og ágætt að fá smá frí frá skólabókum og verkefnum og hella sér í vinnu. Prófin byrja 3. maí og ég er búin 13. maí.
Apr 22, 2003
Þýskalandsferð
Jæja þá er ég komin heim á frónið eftir vel heppnaða ferð til Þýskalands. hér á eftir kemur ferðasagan:
Ferðin hófst með því að ég og Gísli bróðir tókum flugið eldsnemma til Frankfurt. Þaðan tókum við lestina til Wurtsburg og að lokum til Bad Kissingen, þar sem dvalið var næstu daga. Ein versta lífreysla mín var að labba frá lestarstöðinni að gistiskálanum, í 25 stiga hita með bakpoka gengum við niður hlíð yfir dal og upp bratta hlíð uppí 380m hæð með mikilli hækkun. Þessi göngutúr tók okkur ekki nema klukkutíma en ég held að ég sé ekki byggður fyrir svona labb, ég var allavega "aðfram kominn" þegar við loksins komumst upp helv. brekkuna. í Bad Kissingen tóku á móti okkur Chris, Wendy, Gregor og Birgitt. Síðan kom Jostein og Guðrún kom svo á mánudeginum.
Ég sagði skilið við liðið á fimmtudeginum og fór í langa lestarferð til þeirra heiðurshjóna Írisar og Sævars í Stuttgart en þau eru nýflutt þangað ásamt honum Hlyni. Ég fékk höfðinglegar móttökur og við var notaður sem tilraunadýr í skoðunarferðum um borgina. Við skoðuðum sjónvarpsturninn, hallargarðinn og melluhverfið. Á miðvikudagskvöldinu fórum við Sævar í Óperuna að sjá Il travatroi eftir Verdi, mjög gaman og rosalega flott óperuhús.
On the road again á fimmtudaginum en þá fór ég til Bad Orb og heimsótti Cristoana sem tóku á móti Svaninum síðasta haust. Þar fékk ég mjög góðar mótttökur og átti þar góðan seinnipart ásamt öðru hommapari, indverskri stúlku og Astrid. Mjög skemmtilegt í allastaði að loknum góðum kveldverði og spjalli skutlaði Christof mér svo til Rieneck, þar sem ég hitti liðið á nýjan leik.
Í Rieneck komst ég að því að Gísli hafði fengið nýtt nafn "Grisli Bear" og lék á alls oddi. Við eyddum helginni í Rieneck við að spiskruppum til Frankfurt og hittum hana Sólrúnu á laugardeginum.
Og nú er ég komin heim á frónið og byrjaður að vinna og læra fyrir próf...ekki veitir af!
Jæja þá er ég komin heim á frónið eftir vel heppnaða ferð til Þýskalands. hér á eftir kemur ferðasagan:
Ferðin hófst með því að ég og Gísli bróðir tókum flugið eldsnemma til Frankfurt. Þaðan tókum við lestina til Wurtsburg og að lokum til Bad Kissingen, þar sem dvalið var næstu daga. Ein versta lífreysla mín var að labba frá lestarstöðinni að gistiskálanum, í 25 stiga hita með bakpoka gengum við niður hlíð yfir dal og upp bratta hlíð uppí 380m hæð með mikilli hækkun. Þessi göngutúr tók okkur ekki nema klukkutíma en ég held að ég sé ekki byggður fyrir svona labb, ég var allavega "aðfram kominn" þegar við loksins komumst upp helv. brekkuna. í Bad Kissingen tóku á móti okkur Chris, Wendy, Gregor og Birgitt. Síðan kom Jostein og Guðrún kom svo á mánudeginum.
Ég sagði skilið við liðið á fimmtudeginum og fór í langa lestarferð til þeirra heiðurshjóna Írisar og Sævars í Stuttgart en þau eru nýflutt þangað ásamt honum Hlyni. Ég fékk höfðinglegar móttökur og við var notaður sem tilraunadýr í skoðunarferðum um borgina. Við skoðuðum sjónvarpsturninn, hallargarðinn og melluhverfið. Á miðvikudagskvöldinu fórum við Sævar í Óperuna að sjá Il travatroi eftir Verdi, mjög gaman og rosalega flott óperuhús.
On the road again á fimmtudaginum en þá fór ég til Bad Orb og heimsótti Cristoana sem tóku á móti Svaninum síðasta haust. Þar fékk ég mjög góðar mótttökur og átti þar góðan seinnipart ásamt öðru hommapari, indverskri stúlku og Astrid. Mjög skemmtilegt í allastaði að loknum góðum kveldverði og spjalli skutlaði Christof mér svo til Rieneck, þar sem ég hitti liðið á nýjan leik.
Í Rieneck komst ég að því að Gísli hafði fengið nýtt nafn "Grisli Bear" og lék á alls oddi. Við eyddum helginni í Rieneck við að spiskruppum til Frankfurt og hittum hana Sólrúnu á laugardeginum.
Og nú er ég komin heim á frónið og byrjaður að vinna og læra fyrir próf...ekki veitir af!
Apr 17, 2003
Apr 13, 2003
Ég er farinn til Þýskalands og kem aftur mánudaginn 21. april. Ef þið þurfið að ná í mig að þá er síminn 6993642 og einnig er best að senda tölvupóst á jib@islandia.is ég mun reyndar ekki skoða póstin mjög mikið. Ég ætla að drekka þýskan páskabjór, fara helst á tónleika, hitta gamla vini en mottóið með þessari ferð er að æða út í óvissuna.
Ég fór í vísindaferð í gær til Framsóknarflokksins. Alveg ágæt en ég er svo sannarlega ekki framsóknarmaður það get ég sagt. En ég og Svenni ákváðum að mæta til að reyna að réttlæta tilvist flokksins. Ég held að það hafi gengið bærilega því ekki stoppaði bjórflæðið. En þrátt fyrir mikin bjór að þá fundum við ekki réttlætinguna, það gengur bara betur næst.
Ég fór í vísindaferð í gær til Framsóknarflokksins. Alveg ágæt en ég er svo sannarlega ekki framsóknarmaður það get ég sagt. En ég og Svenni ákváðum að mæta til að reyna að réttlæta tilvist flokksins. Ég held að það hafi gengið bærilega því ekki stoppaði bjórflæðið. En þrátt fyrir mikin bjór að þá fundum við ekki réttlætinguna, það gengur bara betur næst.
Apr 8, 2003
Ég fór á fína tónleika hjá Villa trompetleikara á laugardaginn. Þetta gat hann! Á morgun verða síðan aðrir góðir tónleikar hjá Svaninum ég held bara að þetta sé allt að smella, eins og venjulega. Af öðru að þá er ég á fullu að undirbúa þýskalandsferðina mína, ég fer út á sunnudaginn og kem aftur seinna. Jæja hættur þessu bulli, próf á morgun í channels
Apr 4, 2003
Ég verð víst að biðja Jón Grétar afsökunar, hann hefur tjáð sig skellegglega á www.lagmenning.is síðastliðin ár, og gerir en.
furðulegt! Það er svo oft föstudagur þegar ég ákveð að skirfa eitthvað...það er kannski eitthvað tengt helginni. Það eru bara allir að koma sér upp bloggsíðu Jón Grétar, Ásgeir Ó, Anna María...og listinn heldur áfram. Það er ágætt að fólk finnur að þetta er leið þar sem maður getur sagt sína meiningu og allavega eins og ég hugsa þetta að þá er ég að reyna að setja það niður hvað ég er að dunda mér við - einskonar dagbók.
Það sem ég er að gera núna er að klára heimapróf í Relationship management. Frekar leiðinlegt próf en maður verður að klára það. Ég er náttúrulega meiri bjáninn hefði ég byrjað fyrr að þá hefði ég getað skipst á spurningum við aðra. En nei...ekki jón hann er svo heiðarlegur að hann drösslast í geggnum þetta sjálfur...tja..fyrri utan einaspurningu sem ég fann á google. (vondur maður Jón).
Helgin er framundan, í fyrramálið er Örstefna hjá BÍS um fjölgun í hreifingunni. Eitthvað þarf að gera í því máli. Kl. 14 er tónleikar hjá Villa, hann rúllar því upp. Kl. 16 er svanurinn að spila og svo er væntanlega partý um kvöldið hjá Villa. Á sunnudaginn er fundur hjá SIL og SISL. þar svo við tæklum dag lúðrasveitanna og svo er kannski æfing hjá Svaninum. púff. strembin helgi. Og síðan þarf ég að læra líka, case á þriðjudaginn, prof á miðvikudaginn og project á fimmtudaginn.
Ég held ég fari bara og leggi mig...
Það sem ég er að gera núna er að klára heimapróf í Relationship management. Frekar leiðinlegt próf en maður verður að klára það. Ég er náttúrulega meiri bjáninn hefði ég byrjað fyrr að þá hefði ég getað skipst á spurningum við aðra. En nei...ekki jón hann er svo heiðarlegur að hann drösslast í geggnum þetta sjálfur...tja..fyrri utan einaspurningu sem ég fann á google. (vondur maður Jón).
Helgin er framundan, í fyrramálið er Örstefna hjá BÍS um fjölgun í hreifingunni. Eitthvað þarf að gera í því máli. Kl. 14 er tónleikar hjá Villa, hann rúllar því upp. Kl. 16 er svanurinn að spila og svo er væntanlega partý um kvöldið hjá Villa. Á sunnudaginn er fundur hjá SIL og SISL. þar svo við tæklum dag lúðrasveitanna og svo er kannski æfing hjá Svaninum. púff. strembin helgi. Og síðan þarf ég að læra líka, case á þriðjudaginn, prof á miðvikudaginn og project á fimmtudaginn.
Ég held ég fari bara og leggi mig...
Mar 31, 2003
Flott árshátíð hjá Svaninum á föstudaginn, ég segi bara húrra fyrir skemmtinefnd. Dixiebandið Öndin kom sá og sigraði að vanda, þó ég segi sjálfur frá, og einnig var skemmtinefndin með óvætt skemmtiatriði stuttmynd sem þau höfðu gert. Mjög vel að verki staðið. Ég held að allir hafi bara skemmt sér hið besta.
Mar 27, 2003
Það er aldeilis nóg að gera þessa dagana. Við erum á fullu að plana tónleika Svansins sem verða 9. apríl nk í Loftkastalanum. Einnig er Svanurinn að ganga frá ráðningu nýs stjórnanda sem tekur til starfa næsta haust en það er Rúnar Óskarsson.
Það var stjórnarfundur í gær hjá svaninum og raddæfing á eftir. Á meðan æfingunni stóð skrappi ég með Villa trompet og sýndi honum salinn sem ég útvegaði honum, eftir æfinguna fór ég með nokkrum svönsurum á pöbb þar sem við fengum okkur ölkollu og spjölluðum heilmikið. Þetta ætti að vera regla eftir æfingu að skella sér og fá sér einn öl eða svo.
Það hefur verið heldur rólegt í skólanum þessa önnina. En við þurfum þó að klára nokkur verkefni fyrir páska sem ganga þokkalega. Á morgun er ég síðan að fara á morgunverðafund hjá VR og um kvöldið verður stórglæsileg árshátíð hjá Svaninum þar sem Öndin mun að sjálfsögðu troða upp ásamt leynigesti.
Það var stjórnarfundur í gær hjá svaninum og raddæfing á eftir. Á meðan æfingunni stóð skrappi ég með Villa trompet og sýndi honum salinn sem ég útvegaði honum, eftir æfinguna fór ég með nokkrum svönsurum á pöbb þar sem við fengum okkur ölkollu og spjölluðum heilmikið. Þetta ætti að vera regla eftir æfingu að skella sér og fá sér einn öl eða svo.
Það hefur verið heldur rólegt í skólanum þessa önnina. En við þurfum þó að klára nokkur verkefni fyrir páska sem ganga þokkalega. Á morgun er ég síðan að fara á morgunverðafund hjá VR og um kvöldið verður stórglæsileg árshátíð hjá Svaninum þar sem Öndin mun að sjálfsögðu troða upp ásamt leynigesti.
Mar 26, 2003
Hafið þið spáð í þessari veðráttu? í dag er snjór en á morgun er rigning???hvað þýðir þetta allt??? mikið af spurningum ósvarað! annars hef ég í sjálfum sér ekkert markvert fram að færa í dag...ég er bara í skólanum að klára verkefni svo staðan er að verða nokkuð góð...og jú árshátíð svansins á föstudaginn! jæja farinn að læra...
Mar 23, 2003
Búinn að vera veikur - þetta tók alltof langan tíma og núna þarf ég að vinna upp heil mikið af skólaverkefnum púff...
En af öðru ég tók þátt í skátaþingi um helgina, nokkuð gott þing. Ég var kosinn formaður fræðsluráðs, þannig að ég held að ég þurfi að fara að hætta í skóla og vinnu til að sinna félagsstöfum ;) nei annars er þetta nú bara létt spaug. Ég fór nokkrar ferðir á milli Selfoss og Kópavogs m.a. til að fara á útskrifatónleika hjá Ellu Völu. Til hamingju Ella Vala með frábæra tónleika, ég skemmti mér hið besta og sé ekki eftir þessu ferðalagi mínu. Jæja það er best að koma sér heim að eta og læra svo meira....
En af öðru ég tók þátt í skátaþingi um helgina, nokkuð gott þing. Ég var kosinn formaður fræðsluráðs, þannig að ég held að ég þurfi að fara að hætta í skóla og vinnu til að sinna félagsstöfum ;) nei annars er þetta nú bara létt spaug. Ég fór nokkrar ferðir á milli Selfoss og Kópavogs m.a. til að fara á útskrifatónleika hjá Ellu Völu. Til hamingju Ella Vala með frábæra tónleika, ég skemmti mér hið besta og sé ekki eftir þessu ferðalagi mínu. Jæja það er best að koma sér heim að eta og læra svo meira....
Mar 19, 2003
Jæja...það var aldeilis fjör um síðustu helgi. En sá gamli er aðeins farin að láta á sjá. Ég er búin að vera hálfslappur frá því á mánudaginn og núna er svo komið að ég er að fara heim í bælið. Það er víst best að reyna að ná þessu úr sér áður en það verður eitthvað meira. Enda hef ég engan tíma til að leggjast í einhver veikindi! Það er skátaþing umhelgina sem ég verð að mæta á, svo eru tónleikar hjá Ellu Völu sem ég verð að mæta á og síðan er 5 ára afmæli hjá mér og Álfheiði :-)
Jæja...best að fara að leggjast í veikindi...vonandi samt ekki meira heldur en dagurinn í dag! ég hef ekki efni á meiru.
Jæja...best að fara að leggjast í veikindi...vonandi samt ekki meira heldur en dagurinn í dag! ég hef ekki efni á meiru.
Mar 14, 2003
ég fór á árshátíð THÍ í gær. mjög gaman þar, þið ættuð að geta séð myndir af kallinum á heimasíðu Technis fljótlega. í kvöld er whisky kvöld hjá Ásgeiri, en við ætlum að opna eitthvað voða fínt whisky sem hann á. jæja nóg í bili...farinn að halda áfram að vera þunnur.
Mar 11, 2003
Ég verð nú að segjað að ég er andlaus með eindæmum. Síðustu dagar hafa verið frekar strembnir. Álfheiður klessti bílinn á föstudaginn, hún meiddist sem betur fer ekki en bílinn fékk smá útreið, þannig að ég missti af frábærri vísindaferð í Vífilfell en mætti þó í partýið um kvöldið. Á sunnudaginn stóð ég svo mína plikt á háskóladeginum og kynnti skólan fyrir upprennandi ***. Síðustu tvo daga hef ég verið að berjast við að klára skýrslu landsmótsstjórnar fyrir skátaþing. Þetta ætlar engan enda að taka en maður verður víst að klára það sem hafið er. Framundan er svo að árshátíð á fimmtudaginn og að ræða við væntanlegan nýjan stjórnanda hjá Svaninum. nánar síðar, best að halda áfram að vinna.
Mar 4, 2003
Branding prófið gekk ekkert of vel...það var kannski bara sárabót að við fengum Intel casið aftur í dag (það er í Branding líka) og minn hópur fékk 9,5 ég er vel sáttur við það. En til að bæta úr lélegri frammistöðu minni í morgun hef ég ákveðið að setja inn fróðleiksmola hér fyrir næsta próf en það er í International Marketing.
Fróðleiksmoli dagsins: Vissuð þið að 14% jarðarbúa nota 70% af öllum vörum heims og að 86% jarðarbúa (100-14=86) fylgja þeim eftir í hegðun. En hver skildu þessi 14% vera, jú m.a. við á þessu litla skeri hér (Íslandi) og svo er það vestur evrópa, Bandaríkin, Kanada og Japan. Þessi markaður kallast Triad Market.
Er þetta ekki fróðlegt?
Fróðleiksmoli dagsins: Vissuð þið að 14% jarðarbúa nota 70% af öllum vörum heims og að 86% jarðarbúa (100-14=86) fylgja þeim eftir í hegðun. En hver skildu þessi 14% vera, jú m.a. við á þessu litla skeri hér (Íslandi) og svo er það vestur evrópa, Bandaríkin, Kanada og Japan. Þessi markaður kallast Triad Market.
Er þetta ekki fróðlegt?
Mar 3, 2003
Góð helgi! Svanurinn fór í æfingabúðir um helgina í Þorlákshöfn, og ég verð að segja að helgin var mjög skemmtileg. Á laugardagskvöldið var haldið í Grill heima hjá þeim öðlingshjónum Jóni Óskari og Heiðu og ég held að það hafi aldrei áður í svansferð verið búið að draga upp söngbók og tvo gítara áður en fyrsti bjór var opnaður, #"frábært afrek". Já og eftir grillið var haldið á bæjar pöbbinn "Duggan" við áttum staðinn.
Ég komst að því hverju ég missti af með því að vera ekki í vinnunni á föstudaginn - takk Anna fyrir að bjóða mér með :-) ótrúlegur anskoti, en þau hafa notið þess.
Á morgun er ég að fara í próf í Branding...púff ég er ekkert búin að lesa svo að það er eins gott að bretta upp ermarnar.
Ég komst að því hverju ég missti af með því að vera ekki í vinnunni á föstudaginn - takk Anna fyrir að bjóða mér með :-) ótrúlegur anskoti, en þau hafa notið þess.
Á morgun er ég að fara í próf í Branding...púff ég er ekkert búin að lesa svo að það er eins gott að bretta upp ermarnar.
Feb 28, 2003
ÉG er búin að versla mat fyrir heilan lúðraher í dag...tvö læri..13 kótilettur og 10 pylsur...en um helgina eru æfingabúðir hjá Svaninum og maður þarf víst að gefa liðinu eitthvað að éta! En síðan eins og fyrr sagði að þá er ég að fara í próf á þriðjudag og fimmtudag svo að það er eins gott að fara að lesa e-h...þetta kæruleysi gegnur ekki. Ég segi bara góða helgi...
Feb 26, 2003
Jæja þá er þessi próftörn hálfnuð, tvö próf í næstu viku. Ég held að þetta hafi barasta gengið ágætlega. Ég hef verið að dunda mér í því undanfarnar vikur að útbúa nýja heimasíðu, ég geri fastlega ráð fyrir að ég muni festa mér .com lén og síðan biðla til einhvers um að hýsa hana. Sennilega verður það samt ekki alveg á næstunni en það fer að koma að því. Jæja best að fara að gera eitthvað að viti.
Feb 23, 2003
Takk fyrir æðislega afmælisveislu á föstudaginn. Ég vissi að ég ætti góða vini. En það er skemmst frá því að segja að veislan tókst með ágætum, Boðsmiði kom sá og sigraði. Gær dagurinn var hins vegar ekki jafn góður, en þetta lagaðist með kvöldinu. Ég er núna að undirbúa mig fyrir próf í CRM á morgun.
Feb 21, 2003
Feb 17, 2003
Feb 11, 2003
ÞREYTTUR - ég fór á góða tónleika með Blásarasveitinni í gær. Þar var m.a. frumflutt verk eftir Inga Garðar Básúnuleikara og mér finnst hann lofa góðu. Einnig spilaði hún Sveinhildur verk eftir Tryggva Bald. verk fyrir klarinett og blásarasveit og ég varð stórhrifin af því. Mjög gott verk og vel spilað. Ég minni á Öndina í Mósaik í kvöld á RÚV kl. 20:50!
Feb 10, 2003
Feb 7, 2003
Enginn smá dugnaður í blaðri! Í tilefni þess að það er kominn föstudagur er kominn tími á að skrifa eitthvað vitrænt og upplýsa leyndarmálið. Síðustu vikur hef ég verið að skjóta inn umræður í kaffitímum víðsvegar um borgina til að fá smá líf í þær. Oft hefur mér tekist ætlunarverk mitt og náð upp fjörugum umræðum eins og um sívinnsælt málefni Kára - hnjúka - virkjun. í því tilfelli var einhver að tala um að reysa Server farm (kíkið hér til að sjá skemmtilega útfærslu), en ég held að það virki ekki af ýmsum ástæðum s.s. flutningsgetu til og frá landinu, landfræðilegar, fjarlægð ofl.
En af öðru: hversu oft spáum við í því sem við erum að gera, erum við að gera réttu hlutina eða er einhver annar klárari. Spurning, það er mjög algengt að þegar maður byrjar að ræða viðkvæm mál og kemur með tillögur að þá er það kaffært með þessum orðum - þetta hefur verið reynt áður, þetta er of kostnaðarsamt, þú veist nú bara ekkert hvað þú ert að tala um, þú ert uppfullur af gagnslausum fræðum. - ég spyr á móti HVAÐ ER ÞAÐ SEM FÓLK HRÆÐIST?
En af öðru: hversu oft spáum við í því sem við erum að gera, erum við að gera réttu hlutina eða er einhver annar klárari. Spurning, það er mjög algengt að þegar maður byrjar að ræða viðkvæm mál og kemur með tillögur að þá er það kaffært með þessum orðum - þetta hefur verið reynt áður, þetta er of kostnaðarsamt, þú veist nú bara ekkert hvað þú ert að tala um, þú ert uppfullur af gagnslausum fræðum. - ég spyr á móti HVAÐ ER ÞAÐ SEM FÓLK HRÆÐIST?
Feb 6, 2003
Feb 5, 2003
ÉG er á leiðinni á IMWe í ár - jibbý - IMWe verður haldið rétt hjá Hannover í Þýskalandi. Mér finnst frábært að það sé komin smá samkeppni í flugið, þessi ferð verður allavega 16 þús ódýrari heldur en þegar ég fór fyrir tveimur árum og það bara út af fluginu.
En af öðru...svakalegt - síðastliðna nótt var þremur skjávörpum stolið úr skólanum!
En af öðru...svakalegt - síðastliðna nótt var þremur skjávörpum stolið úr skólanum!
Jan 30, 2003
í gær, í dag, á morgun eða hinn hvernig sem á það er litið að þá er maður alltaf að pæla í þessu. Í gær: hvað gerði ég í gær hummm góð spurning...hvað geri ég á morgunn...ble...en nóg af bulli.
Í kvöld er ég að fara á útskriftatónleika hjá Villa og Ellu Völu og á eftir verður massa partý jeee. ekki slæmt. En það sem ég var að spá í er hvar eða hvort ég eigi að halda upp á það að í næsta mánuði verð ég innsiglað gamalmenni og fæ leyfi til að bóka pláss á rugludallaelliheimilinu hjá Jóni Grétari og Elvu....pjúff lucky me!
Í kvöld er ég að fara á útskriftatónleika hjá Villa og Ellu Völu og á eftir verður massa partý jeee. ekki slæmt. En það sem ég var að spá í er hvar eða hvort ég eigi að halda upp á það að í næsta mánuði verð ég innsiglað gamalmenni og fæ leyfi til að bóka pláss á rugludallaelliheimilinu hjá Jóni Grétari og Elvu....pjúff lucky me!
Jan 24, 2003
Það er að vissuleiti skrítið hvað föstudagur læðist alltaf uppað manni! en hann er komin en á ný í öllu sýnu veldi. Núna um helgina útskrifast ég sem rekstrarfræðingur, þetta er eiginlega frekar skrítið að vera að útskrifast og halda svo áfram í sama skóla. En svona er þetta víst. Jú það var eitt að komast á hreint...ég er að vinna lokaverkefni fyrir ískerfi sem framleiðir vélar til að gera ís í fljótandi formi, nokkuð spennadi dæmi. Eitt að lokum ég rakst á þessa frábæru vefsíðu í vikunni fyrir þá sem eru staddir í Bretlandi. Hún er með fullt af bjór ofl til sölu, ég hvet alla til að gera samanburð á henni og heimasíðu ÁTVR.
Jan 17, 2003
Jan 9, 2003
Gleðilegt ár! sveimér þá að ég skuli ekki hafa skrifað í mánuð...svona er þetta. það er kannski helst í fréttum að lokaverkefnið gekk mjög vel við fengum 8,5 með það og ég held að maður geti verið sáttur við það. núna er ég að hefja nám í Alþjóðamarkaðsfræði, allt kennt á ensku, þetta lítur vel út svona eftir fyrsta tímann. ég lofa engu en það mun alla vega vera skrifað reglulegra á bloggið héðan í frá :-)
Subscribe to:
Posts (Atom)