Sep 17, 2006

Viðburðarríkur mánuður

Það hefur gengið á ýmsu það sem af er september. Hæst ber þó ferðinn með svaninum til Bad Orb um síðustu helgi. Við flugum út 7. sept til Frankfurt og þar tóku að sjálfsögðu hinir heimsfrægu gestgjafar okkar á móti okkur Christof og Christoph. Við spiluðum sem aldrei fyrr, var fagnað meira en áður, fengum meira af fríum bjór og nóg af snitzel og currywurst og frönskum. Hitinn var ekki nema um 30 stig, blóð sviti og tár. Mikið fjör mikið gaman, myndir komast væntanlega á netið í næstu viku.

Það er nú kannski rétt að færa þetta aðeins í stílinn, Sko...hvar eigum við að byrja...Guðný pissaði á skónna, Möggu samdi illa við klósettsetuna en Hornin náðu samhljómi. Brynjar bróðir Rúnars stjórnanda fékk rosalegan sektarmiða.

Annars hef ég ákveðið að setja mér ný viðmið í básúnuleik...