Aug 29, 2003

ég er á fullu að vinna að vígslu nýrrar skátamiðstöðvar og hef í raun ekki tíma til að skrifa neitt að viti...frekar en fyrri daginn hugsar einhver! Ég er annars ferlegur gleymdi mikilvægum Dixie fundi í gær en ég held að strákarnir fyrirgefi mér það í þetta skiptið...jæja best að halda áfram

Aug 26, 2003

púff...mikið að gera síðustu daga! Síðan ég skrifaði síðast hefur eftirfarandi gerst:
16. ágúst menningarnót - öndin troðfyllti Kaffi Vín að venju geggjað stuð, Hljóðdæmi.
Síðan hefur hann Christopher frá Þýskalandi verið í heimsókn hjá mér og við erum búnir að fara víða. Við fórum í þriggja og hálfsdags hringferð um landið um síðustu helgi. Keyrðum fyrst á Kirkjubæjarklaustur, síðan fórum við í Skaftafell, Siglingu á Jökulsárlóni, gistum hjá Örvari í sveitinni, fórum á Mývatn, að Goðafossi og á Akureyri. Heim til Reykjavíkur, skildum bílinn eftir bilaðan á Blönduósi og þess vegna er ég þessa dagana á Toyota Turing kagga.
Síðan byrjaði skólinn í gær...fjör fjör fjör...

Aug 11, 2003

Nordjamb lokið þannig að ég get farið að láta í mér heyra aftur. Ég sem sagt var framkvæmdastjóri yfir hundrað manna skátamóti. Það sem er framundan er að sjálfsögðu Öndin á menningarnótt...nánar um það síðar!