Nov 28, 2002

GEFUM BLÓÐ! ég tel það vera skyldu hvers og eins að leggja sitt af mörkum og þegar það berst neyðarkall frá blóðbankanum eigum við að bregðast við. GEFUM BLÓÐ!

Nov 22, 2002

Það er nú aldeilis...liðin mánuður síðan ég skrifaði eitthvað síðast! tja..á þessum mánuði hef ég afrekað það að mæta á afmæli skátahreifingarinnar, halda eitt námskeið í stykkishólmi, skila verkefnum og jú klára lokaverkefnið mitt (jibbý). Á mánudaginn byrja svo prófin en ég er búin í þeim 6 des og vörnin á lokaverkefninu er 10 des. Ég verð nú bara að segja það að það verður ljúft að slaka aðeins á. Ég lofa að verða duglegri héðan í frá!

Oct 25, 2002

jæja nú jæja...það er bara kominn föstudagur á nýjan leik! ég er svo sem steingeldur sem fyrridaginn...helgin á eftir að fara í lokaverkefni svo að það er ekkert spennandi sem liggur fyrir...jú...eftir rúmma viku munu skátar halda upp á 90 ára afmæli í Laugardalshöll. ég hvet alla til að mæta og eiga skemmtilegan dag þar.

Oct 22, 2002

Hvað er mesta skítapleysið á íslandi? kjósið um það á lágmenningu.is styðjum nú einusinni málstað JG. annars hef ég svo sem ekki frá neinu sérstöku að segja...álfheiður er veik svo ég var með annan fótinn í "lækna" hlutverkinu um helgina...við skruppum þó í eina útskriftaveislu hjá honum Inga. jæja best að læra lögfræði...ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar - ekki satt -

Oct 18, 2002

Í vikulok!
nú í vikulok að þá eru alltaf einhverjar vangavelltur sem renna í gegnum kollinn...ég var að spá hversu miklir sveitamenn við íslendingar erum! einungis eru liðin nokkrir áratugir síðan við skriðum úr torfkofanum en samt er hugsunin okkar eins...skírtið að íslend er uppfullt af smákongum sem er að verja sína hektara. En hvað getum við gert til að breyta þessu...ein af mörgum leiðum sem ég sé er innganga í ESB sem myndi neyða okkur til að breyta hugsunarganginum...smákongar sem eru að verja sína stöðu, völd eða hvað þá annað, myndu neyðast til að laga til í bakgarðinum...það var sagt við mig í morgun þessi fleyga settning: "er ekki betra að láta ESB taka sig í gegn heldur en einhver smákóng á íslandi". boðskapurinn er kannski...að við þurfum að hugsa fram á veginn...hætta að hugsa um hvernig við komumst í gegnum næstu mánaðarmót við þurfum að hugsa það hvernig og hvar við munum verða eftir ár, tvö ár, þrjú..fjögur...fimm..tíu ár...Hvaða vinnu ætlar þú að hafa árið 2006...ætlarðu að vera í skóla...forstjóri stórfyrirtækis...flugmaður...hvað villtu gera möguleikarnir eru endalausir...
En nóg af svona tali...framundan hjá mér er helgi lærdóms og jú eitthvað verður um jamm...en allt í rólegri kanntinum.

Oct 13, 2002

viðburðarík helgi í flesta staði...á föstudaginn fór ég í snildar vísindaferð til símans...SÍMINN veitir vel! þessi kynning var nokkuð fróðleg og sérstaklega í samanburði við vísindaferð sem við fórum í TAL á vordögum! sá stóri sparkar í litla manninn - er það ekki heilamálið. það verður nú að segjast að áhugi minn á að eiga í viðskiptum við síman hefur ekki verið minni, ég tel að fyrirtækið sé að gera margt gott en yfir því kvílir en ríkisgrílan (eigandinn) sem virkar eins og draugur og afturhald á fyrirtækinu...jæja nóg um það að sinni...eftir vísindaferðina að þá hitti ég betri helminginn á astro...og við fórum á bigó hjá LV góð skemmtun! þá var haldið á bjórkvöld á sportkaffi þar sem ég hitti skólafélagana og fullt af skotum...í heildina séð besta skemmtun....í gær laugardag var svanurinn með fína tónleika í ráðhúsinu og á eftir var haldinn aðalfundur og myndakvöld. aðalfundurinn gekk hið besta og var ég endurkjörinn formaður næsta starfsárið...það ánægjulegt að sjá að áhugi svansmanna á starfinu er að aukast og margt í pípunum sem sýnir að blásið verði til sóknar til að vekja athygli á sveitinni...jæja...já eitt var það skemmtilegt sem ég lenti í...eftir myndakvöldið fórum við á sólon...sem er kannski ekki frásögum færandi...en ég var á dansgólfinu umvafinn fögrum ***....heyrðu þá kom einn gaur upp að mér og benti á eina stelpuna "er þetta konan þín" ég sagði nei og gaurinn reyndi sitt besta...alltaf gaman þegar maður er spurður...greinilega verði tekið í hann einum of oft..hehe...

Oct 11, 2002

Endurskoðun Svansins fór fram í gær. Hún gekk stórslysalaust fyrir sig og endurskoðendur kvittuðu undir reikninga Svansins. Núna er ég að fara að gera mig kláran fyrir vísindaferð í Landsímann vonandi kemur eitthvað skemmtilegt fram þar og nóg af bjór fyrir Jón. jæja..nóg í bili

Oct 10, 2002

Próflok og æfing...í gær var síðasta prófið hjá mér! ég held að þetta hafi gengið bara þokkalega í þetta skiptið - krosslegg fingur og vona hið besta :-) Síðan í gærkvöld fór ég á Svansæfingu..nokkuð góð leit samt ekkert of vel út til að byrja með..fáir mættir en svo rættst úr. Á æfingunni voru nokkrar vangaveltur um aðalfundinn og ég ítrekaði að fólk mætti bjóða sig fram í hin og þessi embætti eins og Húsvörður, mætingastjóra eða skemmtinefnd - vitir menn haldið þið ekki að baritónleikarinn hafi spurt hvort að hann mætti ekki bjóða sig fram til formanns, ég sagði að það væri sjálfsagt ef hann myndi þora í mig...ég held að hann gugni á þessu...jæja það er best að fara að vinna og undirbúa sig fyrir nákvæma endurskoðun í kvöld....

Oct 9, 2002

PLÁSS...hvað er þetta með pláss á netinu? Loksins þegar maður setur eitthvað af myndum og dóti á netið að þá er PLÁSSIÐ búið! og hvað er þá til ráða? jú maður fer og talar við mann sem þekkir mann og spyr átt þú PLÁSS (do you have some space men) og þá er sagt um hæl "ha ég já við ættum að geta reddað því" og svo "tja þú verður bara að gera svona og svo eilítið annað og svo kannski hitt" ble...eitt stórt spurningarmerki...en nóg um þessar vangaveltur! ég fór í gær á æfingu hjá Svaninum, mikið fjör - við erum með tónleika, aðalfund og myndakvöld á laugardaginn - til að hita upp fyrir þetta að þá verður endurskoðun heima hjá mér á fimmtudaginn - s.s. nóg að gera á þeim vígstöðvum og já síðan er það skólinn - síðasta prófið á morgunn :-) og svo er vísindaferð í landsíman á föstudaginn. Svona til að súmmera þetta aðeins upp að þá er nóg að gera í félagslífinu næstu daga - enda eins gott því ég er orðin eins og úldin sveskja eftir síðustu vikur í verkefnum og prófum. Jæja..nóg í bili....

Oct 4, 2002

Próf..próf...próf...þrjú próf í næstu viku...þegar maður er nýbúinn að skila 3 skýrslu í lokaverkefninu að þá er komið að prófum...en verður maður ekki bara að líta á björtu hliðarnar...prófin eru búin á miðvikudag...væntanlega endurskoðun hjá Svaninum á fimmtudag...vísindaferð á föstudag...og tónleikar, aðalfundur og myndakvöld á laugardag. Gæti ekki verið betra :-)

Oct 1, 2002

Jæja...nú er kominn tími á að skrifa eitthvað inn. Frá því ég setti niður síðast eitthvað á þessa síðu hefur mög margt gerst. Í júlí var Landsmót skáta sem tókst frábærlega...ágúst fór í frágang eftir landsmótið...september þá fór ég til Bad-Orb með svaninum (www.nt.is/svanur)...og síðan er ég búinn að vera að vinna að Rannsókn fyrir Reykjanesbæ ásamt því að stunda mitt nám áfram. það má vel vera að ég fari núna að skrifa eitthvað á þessa síðu, allavega ég lofa engu en það er þó aldrei að vita.