Oct 28, 2005

og þá kom vetur...

Vetur konungur hóf innreið sýna á skerið með stórum hvelli í dag. Flughált á götunum og eitthvað eilítið af snó kyndi niður. Furðulegt nokk að ég ákvað í fyrra dag að setja nagladekkin undir bílinn, sem ég hafði verið með í skottinu í tvær vikur :-) !!!

Af íbúðakaupum er það að frétta að við erum búinn að fá samþykki á öllum stöðum og nú er bara verið að útbúa kaupsamning og afsalið. Það verður gengið frá þessu öllu í næstu viku og þá verðum við orðin stolltir íbúðaeigandendur.

Ég fór á fyrsta námskeiðið mitt hjá Endurmenntun HÍ. Fjölmiðlanámskeið, bara nokkuð gott en furðu mikið hafði ég þó lært í Tækniháskólanum. Ég lærði kannski einna helst að skrifa góðan texta, það er nú víst þarfaþing.

Faramundan er róleg helgi, skoða innréttingar fyrir nýtt baðherbergi osfrv. Annars bara meinhægt!!!

Oct 21, 2005

Íbúðakaup

Við skrifuðum undir kaup á íbúðinni sem við búum í síðastliðin mánudag. Við erum búinn að eyða vikunni í að skoða fjármögnunarmöguleika, sækja um eitt lán hætta við það og sækja um annað. Ljóta hringavitleysan allt saman. Við tökum lán hjá Landsbankanum og erum aðskoða hvað lengi osfrv. Mér sýnist það stefna í að við tökum 25 ára lán og 15 ára viðbótarlán, þá er greiðslubyrgðin ásættanleg. Annars er þetta ljóti hausverkurinn að standa í þessum málum og ég vona að þetta gangi yfir fljót og vel.

Ég fór í viðtal síðasta föstudag í Genf. Viðtalið gekk ágætlega en ég fékk ekki vinnu, góður skóli þó að sækja þetta viðtal.

Oct 9, 2005

Skammt stórra högga á milli

Já það er aldeilis mikið sem hefur gerst í mínu lífi síðustu tvær vikur. Fyrir tveimur vikum lá þetta nokkuð ljóst fyrir, en í dag er þetta allt breytt.

Ég fór á skátafund í Genf fyrir viku um nýjan ramma fyrir Róverstarf í Evrópu. Sá meðal annars alheimsskrifstofur skáta og auðvitað evrópuskrifstofuna. Sá reyndar lítið af Genf en það sem ég sá lofar mjög góðu. Daginn áður en ég fór út sendi ég umsókn um starf á evrópuskrifstofunni, átti nú ekkert sérstaklega von á að það kæmi eitthvað út úr því. En síðasta mánudag fékk ég tölvupóst þar sem ég er boðaður í viðtal 14. október kl. 14:30 í Genf. Þar á ég að flytja erindi um: "The importance of expanding a culture of volunteering in Scouting - actions to help achieve this goal". er að hefjast handa við að undirbúa það núna. Ég er að reyna að halda mig á jörðinni og tel svona 50% líkur á að ég fái þetta starf.

Ég lagðist í bælið með kvefpest í síðustu viku. Sennilega hef ég verið orðin veikur útí Genf því ég var frekar slappur þar. Þannig að síðasta vika var í algjöru messi hjá mér.

Á föstudaginn hringdi leigusalinn í mig og tilkynnti að það væri verið að setja íbúðina á sölu. Við áttum reyndar von á því að þetta myndi gerast og erum að spá í að kaupa íbúðina.

Sem sagt...það sem framundan er...er á fimmtudaginn flýg ég til Genfar, viðtal á föstudaginn, flýg til London á laugardaginn, heimsæki tengdó í Nottingham og kem heim seint á sunnudagskvöldið.