Sep 30, 2004

startaði jazzhátíð í gær með glæsibrag - ég matti og finnur fórum á Kaffi Reykjavík að tvenna tónleika, sá fyrri var með Cold Front sem Björn Thor. leiðir, fanta góðir og seinni með Atlanthafsbandalaginu sem voru einnig mjög góður, svolítið fyndið að bassaleikarinn samdi nokkur lög sem báru heitin, n og p og t hann er sem sagt að vinna sig niður eftir stafrófinu :-) Sem sagt ótrúlega gott kvöld og hlakka til að fara á tónleika á föstudagskvöldið!

Sep 29, 2004

úti er rigning og rok...það er gott að vera inni :-) Jazzhátíð er sett í kvöld :-) og ég er að fara á fullt af tónleikum :-)

Jazzhátíð byrjar í dag og stendur fram á sunnnudagskvöld. Ég er ákveðinn í að fara á tónleika í kvöld, á föstudag og sunnudagskvöld á Broadway. Þessi Jazzhátíð er snildarframtak og ég hvet fólk til að kynna sér dagskrána á www.reykjavikjazz.com

Á föstudaginn verður haldið októberfest í tjaldi einhverstaðar við Hí. Þeir eru búnir að flytja inn Agustiner bjór frá Munchen...ég held að ég kíki þangað á undan jazzinum...októberfest er einhver sú mesta snild sem til er...ég þangað...

Annars er þessi færsla hjá mér afskaplega samhengislaus...ówell svona er þetta bara í...

Sep 22, 2004

í grámyglunni er stundum gott að sjá ljósið! í næstu viku hefst Jazzhátíð í Reykjavík og ég er búinn að kaupa miða á tónleika á föstudagskvöldið og sunnudagskvöldið. Bara snilld!
En meira af grámyglunni sem ásækir okkur þessa dagana, út er rigning - maður veit ekki hvort það sé heitt eða kallt eða bara yfir höfuð hvað er í gangi. svei mér þá! En það er svo sem ekkert slæmt við þetta í sjálfum sér, svona er þetta bara.
Hversu mikið á maður að vellta sér annars uppúr hversdagsleikanum? Yrði maður ekki bara geðveikur á því? sennilega...brostu fram í heiminn og hann brosir framan í þig...piff ekki veit ég hvaða snillingur fann þetta upp!
Ég er að spá i að fara á stórsveitartónleikana í kvöld - humm vonandi verð ég búinn að fundi í tíma...Jæja nóg komið að bulli...

Sep 20, 2004

góðri helgi lokið! Fór austur á Úlfljótsvatn á laugardaginn og fundaði stíft með Fræðsluráði BÍS, gekk vonum framar og við fengum frábæran mat. Á sunndudaginn var farið á námstefnu vegna Vest Norden námskeiðs sem ég skipulagði og kvöldið endaði á Fjörukránni með vestnorden liðinu í Víkinga máltíð.
Framundan er nokkuð stíf vika með miklum fundahöldum. Ég næ vonandi eitthvað kíkja heim til mín, þetta gengur ekki. Á föstudaginn er Endurskoðun hjá Svaninum sem er ágætis viðburður og helgin er svo framundan aftur...jej

Sep 17, 2004

helgin er að renna upp, súr og fögur. Það er ekkert sérlega spennandi spá held ég þannig að ég ætla að taka því rólega í kvöld og fram eftir degi á morgun. Seinnipartin verður haldið á Úlfljótsvatn á smá fundarhöld. Annars er ég búin að láta myndirnar mínar frá því í Bad-Orb inná þessa síðu.

Sep 16, 2004

hvernig er þetta eiginlega...þriðjungur þeirra sem fóru til Bad-Orb liggja veikir heima. Svei mér þá. Vissulega var vessum dreyft þannig að kannski er þetta ekkert skrítið! Ég er búin að vera frekar slappur síðustu tvo daga en ekki getað leyft mér það að leggjast í bælið, það er nóg að gera í vinnunni. En ég þarf víst að fara að drífa mig uppí Vindáshlíð svo ég komist nú einhverntíman heim í kvöld...bis dan...

Sep 15, 2004

Komin heim frá Þýskalandi. Þetta var bara snild...við komum út á fimmtudegi, flugið gekk að óskum nema að ein taska rifnaði og engir simbalar fundust! Hófst þá mikil leit og um síðir fundust þeir á íslandi. Á fimmtudagskvöldið var spilað á stað sem bruggar sinn eigin bjór og framreiðir snildar snitzel.
Föstudagurinn rann um hreinn og fagur! Fórum í náttúrulega laug og spiluðum. Þar hittum við fyrst Króatana sem áttu eftir að koma mikið við sögu síðar í ferðinni. Eftir góðan sundsprett var haldið í Pizzaveislu og þar komu einnig Elfa, Reynir og Rúnar stjórnandi við mikin fögnuð. Um kvöldið var haldið í tjaldið og borðað - þá komu Sævar, íris, Fjalar og Freysi. Freysi kom alla leiðinna frá Bandaríkjunum og var hvað óvæntasti meðlimur svansins um helgina. Þá kom röðin að okkur að ganga uppá svið. Við spiluðum Öxar við ána og El cumbacero uppá sviði. Lýðurinn æstist svo mikið að það var öskrað "meira, meira meira á þýsku". Ekki smá gaman að þessu æðislegt "Kikk".
Laugardagurinn var frekar þunnur! Spiluðum kl. 11 á solplatz og fengum svo pásu. Kl. 16 voru tónleikar í Konzerthalle og ég hélt eftir þá í cokteilboð hjá borgarstjóranum, frekar aumt boð. Um kvöldið voru rosatónleikar með concertina, frábært gamalt rokk popp band. Ella Vala mætti í sínu fínasta pússi og tók þátt í fjörinu með okkur.
Sunnudagurinn var frekar hress, spiluðum í konserthalle um morguninn og svo í stjörnu og göngu eftir hádegi. Dagurinn endaði með spilamennsku á gömlu brautarstöðinni þar sem við slógum en og aftur í gegn. Eftir spilamennskuna var borðað og drukkið, gáfum gjafir og þökkuðum vel fyrir okkur. Eftir það hélt hluti af hópnum á annan stað þar sem fyrir var pólska sveitin og einhverjir þjóðverjar! Einn þjóðverjinn bað okkur um að spila og hann sagðist þá borga bjórinn...sem við að sjálfsögðu þáðum. Tær snild Rúnar og Finnur spiluðu í tvo klukkutíma mikið stuð.
Aftur að tveim árum liðnum held ég að hafi verið samhljómur í restina...frábær ferð! Takk allir sem komu og gerðu þetta að þessari snild.

Sep 8, 2004

þá er komið að því! Á morgun held ég af stað ásamt Svönsurum til Bad-Orb í Þýskalandi á lúðrasveitarmót, kem heim á mánudag. Aldeilis fjörug vika síðan síðasta færsla var skrifuð...fór á laugardaginn á 10 ára endurfundi úr Snælandsskóla, mikið fjör með tecila boðhlaupi uppistandi og myndasýningu. En spáið í því hvað maður er gamall 10 ár frá því maður var í grunnskóla úff! En síðan tók við lestur fór í próf á mánudag og þriðjudag aftur í vinnuna í dag og á morgun sem sagt farinn til Þýskalands í sólina :-)

Sep 2, 2004

Mikið er hef ég verið lélegur að setja inn hér einhverja þankaganga síðustu vikur, en á því eru svo sem ýmsar skýringar. Ætli maður fari ekki að bæta sig í þessu! Það má eiginlega segja að síðan ég kom úr sumarfríi hafi verið nóg um að vera í vinnunni enda starfið allt að komast á fullan skrið auk þess sem maður var á fullu í menningarnótt og undirbúa utanlandsferð með Svaninum. Já svanurinn fer efnir nákvæmlega viku til Bad-Orb í þýskalandi á festival...verður mikið stuð. En jæja hættur í bili og farinn heim enda komin tími til.