Mar 26, 2004

Ég sat stórskemmtilega námstefnu í gær - þínar ákvarðanir þinn árangur - marg hafði ég heyrt áður en marg nýtt líka. Ég ætla nú ekkert að fara nánar út í þessa sálma hér.
Netið er að komast í gang - við erum búinn að fá samþykki frá RHÍ veldinu þannig að það hlítur að ganga í kvöld. Jæja best að fara að gera sig kláran fyrir leikhúsið í kvöld...

Mar 24, 2004

Ný björt vika er nú hálfnuð án þess að jón hafi lagt sitt mál á vogaskálarnar. Um helgina var magnþrungið skátaþing og á mánudag og þriðjudag var ég fram á kvöld að vinna í skátablaðinu. Já ritstjórinn Jón stígur fram á ritvöllinn og gefur út sitt annað skátablað. Að þessu sinni er um að ræða 24 síðan blað. Vonum það besta :-)
Þráðlausa netið er ekki en komið í gang. Ég er kominn með búnaðinn en hef ekki haft tíma til að mixa dæmið þannig að þetta virki. Klára það í kvöld.
Á morgun er ég að fara á námstefnu á vegum sau og thí. Mjög spenntur það er að koma fyrirlesarar frá Bandaríkjunum og m.a. Keller sem samdi bókina stratetic brand management. MJÖG góð bók og en betri fyrirlesari...vonandi. jæja best að undirbúa sig fyrir fund sem hefst eftir hálftíma...

Mar 16, 2004

Það styttist óðum í skátaþing 2004, þar sem kosið er í helstu embætti skátahreyfingarinnar. Þar sem það styttist í þingið að þá er eðlilega allt vitlaust að gera, klára skýrslur og undirbúa þingið. Þetta fer að minna á skóladaga þegar maður var á fullu frá morgni til kvölds, mínus viðkomurnar í kaffipásum. Tja jú við fáum einhverjar en ekki eins og í skólanum. Ég segi allavega eitt að ég verð þess fegnastur þegar næsta helgi er afstaðin og maður getur farið að snúa sér að öðrum málum.
Við pöntuðum um daginn þráðlaust net hjá Ogvodafone með tengingu í gegnum Hí netið sem þyðir að við borgum 2500 kall á mánuði og ótakmarkað gagnamagn og 1mb tengingu. nokkuð gott nema að ég er ekki enþá búinn að fá búnaðinn sem átti að vera til á föstudaginn, mánudaginn, þriðjudaginn...kannski á morgun. Ég er enþá temmilega þolinmóður en sú þolinmæði endist ekki mikið lengur.

Mar 15, 2004

Sodavatnsglas...það er ekki til...bjór...það er ekki til...hvað áttu þá..svona byrjar þetta víst. Hitt hljómaði bara miklu betur enda skiptir þetta engu máli.
ég er svolítið þreyttur...þurfti að mæta á fund kl. 8 í morgun í Hallgrímskirkju. En ég fékk að skoða turninn í fyrsta skiptið...nánar síðar

Mar 13, 2004

Skrýtin saga gerðist hér við rætur patríentafjallsins...svona byrjar hið frábæra leikrit Meistarinn og Margarríta. Ef þú átt eftir að sjá það að þá eru einungis eftir 5 sýningar. Kíktu á www.hhh.is og pantaðu miða!
Ég er búin að vera í dag að leiðrétta árskýslu BÍS en hún á að fara í prentun á mánudag. Vika í fjörugt skátaþing.
Jæja ætli þetta sé ekki að verða gott í dag.

Mar 11, 2004

EIN skemmtisaga! Það heyrðist af dreng...sem er "bróðir"...fór í hús í Hafnarfirði og bankar (bank bank) og enginn kemur til dyra. Hann tekur þá upp símann og hringir í viðkomandi og hann segist vera heima og segir honum að koma inn. Eftir smá stund ferð "viðkomandi" að lengja eftir "bróður" og fer út að kanna hvort hann sé á staðnum. jú bíllinn er þarna en enginn "bróðir" ef smá stund sér hann hvar "bróðir" kemur út úr næsta húsi....

Mar 9, 2004

LANGUR dagur á enda runninn! Ég er búinn að taka þrjá langa og stranga fundi í dag og er nú að aðstoða við að klára gögn fyrir skátaþing. Skátaþingið verður einmitt um aðra helgi og það verður nóg að gera fram að því. Þegar því líkur tekur svo strangur undirbúningur fyrir Evrópuþingið í apríl.
HELGIN var nokkuð róleg. Á föstudaginn féll niður sýning þannig að við áttum notarlega kvöldstund heima. Ég fór í vinnuna á laugardaginn og um kvöldið kíkti ég á jazztónleika á kaffi list, hitti þar finn og fjalar. Nokkuð gott. Á sunnudaginn var haldið í brjáluðu veðri austur fyrir fjall á Gilwell námskeið.
ÉG er orðin það þreyttur og lúinn núna að ég hef í sjálfum sér ekkert að segja. Morgundagurinn verður svipaður og þessi en samt styttir vonandi.
EITT gleymdist að segja frá...við skötuhjúin bókuðum flug til Hamborgar á laugardaginn. Farið verður út 6. júlí og komið heim 3. ágúst. Við ætlum að þvælast um Þýskaland, Sviss, Ítalíu, Slóveníu, Tékkland, Slóvakíu, Ungverjaland og Póland. Meira er ekki planað í bili. Við treystum á að fá gistingu hjá vinum og kunningum í flestum þessara landa...kemur í ljós síðar.

Mar 5, 2004

það er kominn föstudagur og ég hef ekkert skrifað síðan á þriðjudag...sveiattan jón! EN sá óvænti atburður átti sér stað að MM sýningin í kvöld féll niður og ég átti að spila. Hvað á jón að gera af sér þá? Sýningin í gær gekk mjög vel og það voru planaðar sex sýningar til viðbótar. Spurning hvað verður.
Jæja farinn að velta fyrir mér hvað ég eigi í ósköpunum að gera af mér...en ætli maður þurfi samt ekki að vinna á morgun og sunnudaginn verður farið á Úlfljótsvatn, sem er vinnudagur þá líka.

Mar 2, 2004

Einn vinnudagurinn að enda kominn! Sit hér í úrhellsrigningu að loknum fræðsluráðsfundi að ganga frá málum dagsins. Það er víst svo að sumir dagar eru lengri en aðrir. En þetta er svo sem að verða ágætt og gott að koma sér heim.
Þeir eru skrýtnir þessir dagar! Úrhellisrigning, eldingu laust niður í fokker, tja ekki vildi ég vera úti á sjái.
JÆJA....sagði maðurinn og fór

Mar 1, 2004

SVEIMÉR viðburðarík helgi. Á föstudaginn var sýning í MM sem var óvenju skemmtileg, það hefur aldrei áður veðið hlegið jafn mikið. Þegar hléið byrjaði og fólk týndist fram heyrðust þessir ógurlegu brestir og allir kíktu fram í sal furðulostnir...ein kona stóð þá hálf uppúr áhorfendapöllunum...hafði sem sagt farið í gegnum þá. En til allrar blessunar var hún heil og málinu var reddað í skyndi. Sýningin hélt svo áfram og gekk bara ljómandi vel.
LAUGARDAGURINN var vinnudagur. Við tókum til í geymslunum í 123, nokkuð gott afrek. Fríi um kvöldið en álfheiður var að spila. Lenti í gestgjafarhlutverki þar sem Sissi bróðir Álfheiðar kom í heimsókn.
SUNNUDAGURINN var tekinn rólega. fór í útskriftarveislu hjá JGS og á fund hjá SÍL og foringjakvöld um kvöldið. Framundan er vika funda, stra í dag, fra á morgun, gilwell í hádeginu á miðvikudag, svanur um kvöldið...sýning á fimmtudag. S.s. nóg að gera.