Sep 30, 2005

Genf hear I come

Jæja ég er að gera mig kláran í að skreppa til Genfar. Ég stoppa reyndar í nokkra klukkutíma í Köben á morgun og mun hitta hana Fríði vinnkonu mína, hún ætlar að sýna mér íbúðina sína og svo kíkjum við eflaust bara á kaffihús. Ég er að fara á fund með Rover Task Force, skemmtilegt nafn, skátadæmi sem sagt.

úti er stormur svo ég mun ekkert sakna hans þegar ég flýg seglum þöndum af skerinu á morgun, ætli hann bíði mín ekki bara þegar ég kem heim...piff

Sep 22, 2005

Vetur konungur

Vetur konungur hefur hafið innreiðs sína á skerið! Ég þrufti að skafa af bílnum í gær, slapp við það í morgun þar sem Álfheiður fékk náðsamlega að vera á bílnum. Samkvæmt mínu dagatali er ennþá sumar og þá á Esjan ekki að vera hvít...hvað finnst ykkur.

Helgarplanið er að fara í Þórsmörk á dróttskátamótið SAMAN. Það eru 130 manns að fara svo þetta ætti að verða mikið stuð. Ferðasagan kemur eftir helgi.

Ég er byrjaður á Þýskunámskeiði með Álfheiði. Hún vildi gera eitthvað svona saman í vetur, fara í dans eða eitthvað. Ég vildi nú ekki heyra á það minnst og lagði til að við færum á þýskunámskeið. Þetta námskeið er náttúrulega tær snild maður lærir tungumál bjórsins og pylsnanna, ekki slæmt það ha!!! Ég verð altalandi á þýsku áður en þið vitið af :-)

Sep 13, 2005

IMWe reunion og annað helst...

Jæja ég hef verið frekar latur við að skrifa uppá síðkastið, ætla að reyna að gera bragabót þar á núna :-)

Ég var að koma frá Þýskalandi þar sem ég tók þátt í 50 afmælisfagnaði á IMWe. Þarna mætti um 50 manns, flestir hafa unnið að skipulagningu IMWe í gegnum árinn en nokkrir bara komið sem þátttakendur. Það var mjög gaman að sjá að við erum greinilega að gera góða hluti í dag og einnig að þróuninn hefur verið mjög jákvæð síðustu ár. Fyrir þá sem þekkja IMWe var þetta ekki eins og venjulegt IMWe þar sem þetta var frekar í rólegri kanntinum, mjög gaman þó.

Næsta utanlandsferð er á fund í Genf í enda mánaðarins. Enn í millitíðinni fer ég á Úlfljótsvatn og í Þórsmörk.