Nov 28, 2003

LÍTIL rök að HÍ borgi til Þjóðarbókhlöðunnar og eigi þessvegna að fá forgang í sæti. OK nemendurnir fá bókasafnsskyrteini osfrv. EN vitir menn ég borga víst líka í Þjóðarbókhlöðuna með mínum sköttum, ég veit allavega ekki til þess að styrkur hí standi undir rekstrinum.

ER að lesa í dag á Bókhlöðunni og ætli það sé ekki bara þjóðráð að hætta í tölvunni og gera meira af því...

EITT að lokum Svanurinn á að spila á Vetrarhátíð í febrúar og við þurfum að koma með hugmyndir hvað við viljum gera. So far hef ég komið með tvær, 1. Spila í hólmanum á tjörninni með höfuðljós og blárri lýsingu og 2. Samið yrði verk fyrir sveitina sem flutt yrði í turninum hjá slökkviliðinu, sveitin myndi raða sér í turninn x fjöldi á hverja hæð, svona óður til Slökkviliðsins og björgunarsveitarmanna.

Nov 27, 2003

LÆRA maður gerir ekkert annað en að læra og fara á æfingar! Ég flutti á bókhlöðuna á þriðjudaginn og er búinn að lesa nokkuð stöðugt síðan þá, miðar vel áfram. maður verður víst að nota tækifærið og nýta sér aðstöðuna þar til að manni verður hent út öfugum þar sem maður er í einhverjum sérskóla, þ.e. ekki í fína Háskólanum. Mér finnst þetta ótrúlegt misræmi að einum skóla sé úthlutað sætum þar fremur en öðrum. Víst svo er afhverju er þá hinum skólunum ekki búin betri aðstaða?

LEIKRITIÐ gengur vel, það er að koma mynd á þetta. Við byrjum væntanlega að æfa með leikurunum um miðjan des, þangað til æfum við okkur og fá kennslu í leiklist - veitir ekki af!

BEST að fara að læra! Það þýðir ekkert hangs...

Nov 23, 2003

HVAÐ á ég að gera? Síðan ég skilaði inn verkefninu mínu á fimmtudaginn hef ég lítið afrekað. Jú kannski smá mætti í vinnuna í gær og á föstudaginn, afrekaði tvo fundi og þar af einn símafund með 10 aðillum í þremur löndum. Í gær var svo tiltekt í 123 fyrir jólaamstrið og ég hélt fyrirlestur á námskeiði í Hafnarfirði. Að öðrileiti hin rólegasta helgi.

PLANIÐ er að fara að lesa í dag og frá og með þriðjudeginum verðru ekkert annað gert en að undirbúa sig fyrir prófin.

FRAMUNDAN er samt sem áður mjög margt! Svanurinn er að spila í leikriti sem heitir "meistarinn og magarítan" sem að mér skilst er mjög skemmtilegt og inniheldur mikla nekt. tja segi ekki orð meira um það! Leikritið verður sennilega frumsýnt 6 janúar.

Nov 20, 2003

BÚINN með lokaverkefnið. Eftir nokkrar vökunætur í skólanum er búið að skila verkefninu inn - með öllu endaði það í um 150 blaðsíðum - þ.e. greiningin, þriggja ára plan og árs plan ásamt viðaukum. S.s. ársvinnu lokið - HEPPINN!

SKRÝTIÐ að skólinn sé að verða búin!

Nov 18, 2003

SKÓLINN er að verða búin, kennsla klárast á föstudaginn. Þá tekur við viku upplestrarfrí og svo próf próf próf og próf búin 11. des og vörnin er 17 eða 18 des. Eitt próf í jan og svo útskrift í lok jan. Þetta er allt að ganga upp og svo verður jón bara allmennt vinnudýr ásamt öllum hinum. þar til að hann fer aftur í skóla.

HELGIN var svo sem ekki neitt neitt eða hvað...jú ég fór í afmæli á laugardaginn og út að borða á sunnudagskvöldið. Mjög fínt allt saman.

NÚNA er ég að prenta út lokaverkefnið, síðustu lagfæringar og skila ársvinnu af mér. Mjög gott mál. Ótrúlegur tími sem fer í smáttírísfítterí...

Nov 14, 2003

GLEÐI það er kominn föstudagur, vísindaferð og ég er að skila fullbúnu lokaverkefni til leiðbeinenda. Annars verður nú sennilega bara drukkið vatn að þessu sinni í vísindaferðinni ég þarf að vera hress á morgunn. Núna í dag er nákvæmlega ein vika eftir að kennslu, svo upplestrarfrí og próf. Skólagöngu minni er semsagt að ljúka í bili að hugsa sér.
ÁNÆGJULEGAR fréttir hafa verið að berast: Elfa og Reynir koma heim á þorláksmessu (að mig minnir), fjölskyldan frá Heinestrasse kemur á milli jóla og nýárs, Freysalingur kemur líka og fullt af öðru góðu fólki sem býr í útlöndum. Þetta stefnir bara í eitt...fyllerý dauðans...
WONDERBRASS eru snillingar, dr. dröfn ég á þrjá diska!...

Nov 12, 2003

WONDERBRAZZ eru snillingar! tékkið á www.wonderbrazz.com

Nov 11, 2003

ÍSLAND ég er kominn heim! Já ég er kominn heim úr ánægjulegri ferð til Svíþjóðar og Danmerkur þar sem ég ásamt Dagmar, Jóni Grétari og Sonju tók þátt í Nopolk. Mjög gaman og lærði fullt og nú get ég virkilega "reflegterat" eða hvernig sem það er nú skrifað. Það var sérstaklega fróðlegt að sjá hvað svíar þurfa að ofgera öllu endalaust að segja þér hvað þú átt að hafa upplifað af þessu og hinu...ég held nú bara að ég viti hvað ég upplifa sjálfur. FINNAR er snillingar! Við eigum furðulega margt sameiginlegt með þeim.

Nov 5, 2003

SVÍÞJóÐ here I come! Ég og föruneyti skáta verðum í Svíþjóð frá og með morgundeginum og fram á mánudag. Ég er að fara að taka þátt í Nopolk sem er fundur með norrænum skátum í fræðslu og dagskrármálum. Men jeg skal snakke dansk med mine nordiske venner! heyallahúbba...

Nov 3, 2003

KOLKRABBINN er dauður! sorry sævar en andlát hans hófst um miðjan september og lauk formlega 9. október þegar nýjir stjórnendur tóku við Eimskip.
AF ÖÐRU að þá sit ég hér og reyni að læra, búin að vera nokkuð duglegur í dag þó ég segi sjálfur frá. Ég er að reyna að klára nokkur verkefni áður en ég hverf á bortt til Svíþjóðar um helgina. Heja sverge...og så skal man snakke dansk eller norsk eller svensk...as if!

Nov 2, 2003

ÉG tek hatt minn ofan fyrir Björgólfi Guðmundsyni, þetta er tekið af mbl...Eimskipafélagið þá sæju hins vegar 280 þúsund hræður því fyrir tekjum. „Það þarf að breyta hugsunargangi og menn þurfa að vera djarfari," sagði Björgólfur...og meira...félagið yrði að hafa skýr markmið og það væri ekki hægt að hlaupa á milli landshluta og bjarga þessu í dag og hinu á morgun...SKAMMSÝNI er það sem hefur gilt í Íslenskum viðskiptum, pólitík og á fleirri vígstöðvum. Við þurfum að horfa fram á veginn og vera djarfari. AFTURHALDSSEMI er ekki góð - sýnum frumkvæði og djörfung.