Jun 27, 2003

Lélegi bloggarinn
Hvaða hvaða ég hef ekki skrifað hér inn í rúman mánuð. Ég fór til Þýskalands um miðjan júní og skemmti mér hið best, um síðustu helgi var ættarmót og um næstu er líka ættarmót hjá Álfheiðu og líka um þar næstu helgi. Fyrr má nú vera.

Jun 6, 2003

Sumarið er tíminn
Eða svo er sagt! Ég er búin í skólanum, það gekk ekki allt sem skildi en ég tek það upp um áramótin þannig að það kemur væntanlega ekki að sök. Ég er byrjaður að vinna á fullu hér fyrir þá sem ekki vita það. Framundan er löng helgi...jibbý...ég er að fara í veislu hjá Freysa á morgun. En annars já ég er að fara til Þýskalands næsta föstudag...mér var boðið frítt flug og uppihald...en ég er að fara í kastalan í Rineck sem ég fór í um páskana og svo hef ég fengið gistingu hjá Christounum síðustu nóttina. Jæja best að halda áfram að vinna.