Feb 28, 2003

ÉG er búin að versla mat fyrir heilan lúðraher í dag...tvö læri..13 kótilettur og 10 pylsur...en um helgina eru æfingabúðir hjá Svaninum og maður þarf víst að gefa liðinu eitthvað að éta! En síðan eins og fyrr sagði að þá er ég að fara í próf á þriðjudag og fimmtudag svo að það er eins gott að fara að lesa e-h...þetta kæruleysi gegnur ekki. Ég segi bara góða helgi...

Feb 26, 2003

Jæja þá er þessi próftörn hálfnuð, tvö próf í næstu viku. Ég held að þetta hafi barasta gengið ágætlega. Ég hef verið að dunda mér í því undanfarnar vikur að útbúa nýja heimasíðu, ég geri fastlega ráð fyrir að ég muni festa mér .com lén og síðan biðla til einhvers um að hýsa hana. Sennilega verður það samt ekki alveg á næstunni en það fer að koma að því. Jæja best að fara að gera eitthvað að viti.

Feb 23, 2003

Takk fyrir æðislega afmælisveislu á föstudaginn. Ég vissi að ég ætti góða vini. En það er skemmst frá því að segja að veislan tókst með ágætum, Boðsmiði kom sá og sigraði. Gær dagurinn var hins vegar ekki jafn góður, en þetta lagaðist með kvöldinu. Ég er núna að undirbúa mig fyrir próf í CRM á morgun.

Feb 21, 2003

Jæja nú er ég orðin gamall maður - 25 ára hugsið ykkur. Ég minni bara alla á afmælisveisluna á Kaffi Vín í kvöld.

Feb 17, 2003

Öndin kom sá og sigraði í mósaik! að öðru leyti gekk síðasta vika mjög vel og endaði með leikhúsferð á laugardaginn. Ég fór að sjá Með fullri Reisn nokkuð gott, ég mæli með því. En annars minni ég bara á afmælið mitt á kaffi vín nk. föstudag.

Feb 11, 2003

ÞREYTTUR - ég fór á góða tónleika með Blásarasveitinni í gær. Þar var m.a. frumflutt verk eftir Inga Garðar Básúnuleikara og mér finnst hann lofa góðu. Einnig spilaði hún Sveinhildur verk eftir Tryggva Bald. verk fyrir klarinett og blásarasveit og ég varð stórhrifin af því. Mjög gott verk og vel spilað. Ég minni á Öndina í Mósaik í kvöld á RÚV kl. 20:50!

Feb 10, 2003

Dixieband allra Landsmanna ÖNDIN verður í Mósaík á RÚV annaðkvöld. Allir að stilla sér fyrir framan skjáinn og horfa á smá dixie!

Feb 7, 2003

Enginn smá dugnaður í blaðri! Í tilefni þess að það er kominn föstudagur er kominn tími á að skrifa eitthvað vitrænt og upplýsa leyndarmálið. Síðustu vikur hef ég verið að skjóta inn umræður í kaffitímum víðsvegar um borgina til að fá smá líf í þær. Oft hefur mér tekist ætlunarverk mitt og náð upp fjörugum umræðum eins og um sívinnsælt málefni Kára - hnjúka - virkjun. í því tilfelli var einhver að tala um að reysa Server farm (kíkið hér til að sjá skemmtilega útfærslu), en ég held að það virki ekki af ýmsum ástæðum s.s. flutningsgetu til og frá landinu, landfræðilegar, fjarlægð ofl.
En af öðru: hversu oft spáum við í því sem við erum að gera, erum við að gera réttu hlutina eða er einhver annar klárari. Spurning, það er mjög algengt að þegar maður byrjar að ræða viðkvæm mál og kemur með tillögur að þá er það kaffært með þessum orðum - þetta hefur verið reynt áður, þetta er of kostnaðarsamt, þú veist nú bara ekkert hvað þú ert að tala um, þú ert uppfullur af gagnslausum fræðum. - ég spyr á móti HVAÐ ER ÞAÐ SEM FÓLK HRÆÐIST?

Feb 6, 2003

Fyrir þá skáta sem skoða síðuna að þá er þetta staðurinn sem ég stefni á að fara á næsta ári! http://www.jamborette.org.uk/

Feb 5, 2003

ÉG er á leiðinni á IMWe í ár - jibbý - IMWe verður haldið rétt hjá Hannover í Þýskalandi. Mér finnst frábært að það sé komin smá samkeppni í flugið, þessi ferð verður allavega 16 þús ódýrari heldur en þegar ég fór fyrir tveimur árum og það bara út af fluginu.
En af öðru...svakalegt - síðastliðna nótt var þremur skjávörpum stolið úr skólanum!