Jun 14, 2005

Það er víst rétt að fylgja tilmælum Möggu og skrifa eitthvað hér í staðinn fyrir að ráðast á blásaklausar konur á öðrum vefsíðum...hehemm...

Ég er kominn heim, reyndar er nákvæmlega vika síðan. Ráðstefnan í Lux var tær snild og margt gott að gerast í skátaheiminum. Maður kemur uppfullur af nýjum ferskum hugmyndum og tilbúin í bardagan sem framundan er. Ég held reyndar að ég þurfi að fara að einbeita mér meira að landsmótinu og láta framtíðina bíða aðeins, frá og með næstu viku kemst maður víst ekki upp með annað.

Það lítur ekki vel út með laugarvegsgönguna mína, sem var eina markmiðið mitt í sumar. Kannski að maður láti fimmvörðuhálsinn nægja í ár og taki laugarveginn með trompi næsta sumar þegar meiri tími er til staðar. Málið er að allur júlí er frátekinn fyrir Landsmót skáta, í ágúst taka síðan við námskeið og æfingar fyrir menningarnótt þannig að það er erfitt að bregða sér frá. Ég er reyndar ekki búinn að gefa upp alla von, sjáum til....aldrei að segja aldrei.