Oct 20, 2004

miðvikudagur mið vika 20 október...forvitnilegt! Ég er búinn að jafna mig eftir þrekraun helgarinnar - var reyndar fljótur að því. Ég er á fullu að undirbúa næsta áfanga sem er ferða á dróttskátamótið SAMAN á Gufuskálum um helgina. En maður verður sér ekki út um mikið úthald að sitja við tölvuna allan daginn, éta majones og drekka kók. Þetta er allt saman til batnaðar eins og maðurinn sagði. Ég er víst á leiðina í ræktina í næstu viku með Jóni Grétari, ég gerði díl við hann að ef ég mætti í sund alla daga þessarar viku að þá þyrfti ég ekki að fara í ræktina í næstu viku - ég þarf víst að fara í ræktina...

Oct 16, 2004

Skrapp í fjallgöngu áðan á Helgafellið með Gísla bróðir. Stoppuðum í fjallakofanum áður og ég keypti nýja gönguskó enda veitir ekki af fyrir fjallgögnurnar sem eru framundan. Stíft æfingarferli er nú hafið fyrir næsta sumar þegar stefnan er tekin á Laugarveginn á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Í næsta mánuði verður haldið á Esjuna eða Keili veltur á veðri og öðrum aðstæðum. Jæja best að fara að þrífa af sér skítalyktina...

Oct 15, 2004

það er svo skrítið að það er komin helgi en á ný! eftir nokkrar mjög strembnar vikur er komin fríhelgi - spáið í því! Ég veit ekki almennilega hvað ég eigi að gera af mér - ætli ég skelli mér ekki bara í fjallgöngu á morgun ef veðrið er gott.

Oct 4, 2004

ég fór á snildar tónleika í gær með Beefólk. Helgi Hrafn á básúnu ásamt nokkrum austurríkismönnum. Þeir voru betri en ég þorði að vona, frábært að sjá samsetninguna og frumleikan í bandinu. Hlakkar til að heyra meira frá þeim. Einnig spilaði Wolfgang nokkur á gítar algjör snillingur.
Fór á októberfest á föstudaginn í tjaldi við Háskólan. Það var stappað í tjaldinu og svaka stemming! einnig fór ég á jazzband Eyjólfs sem var ágætt hefði samt kosið að halda áfram í tjaldinu.
Á laugardaginn var farið á stofnfund sambands íslenskra æskulýðsfélaga og aðalfund SÍL. Nokkuð gott allt saman. Um kvöldið hittist Wiskey klúbburinn öðru sinni og svo var haldið í Svanspartý og sungið í singstar, buxur fuku og brjóstahaldarar brendir....segi ekki meir...
Góð helgi, nokkuð strembinn þó!