Oct 20, 2004

miðvikudagur mið vika 20 október...forvitnilegt! Ég er búinn að jafna mig eftir þrekraun helgarinnar - var reyndar fljótur að því. Ég er á fullu að undirbúa næsta áfanga sem er ferða á dróttskátamótið SAMAN á Gufuskálum um helgina. En maður verður sér ekki út um mikið úthald að sitja við tölvuna allan daginn, éta majones og drekka kók. Þetta er allt saman til batnaðar eins og maðurinn sagði. Ég er víst á leiðina í ræktina í næstu viku með Jóni Grétari, ég gerði díl við hann að ef ég mætti í sund alla daga þessarar viku að þá þyrfti ég ekki að fara í ræktina í næstu viku - ég þarf víst að fara í ræktina...

1 comment:

Anonymous said...

passaðu þig á að verða ekki feitur Jón minn. -og fáðu þér nú almennilegt kommentakerfi.

kv,
S