Mar 31, 2003

Flott árshátíð hjá Svaninum á föstudaginn, ég segi bara húrra fyrir skemmtinefnd. Dixiebandið Öndin kom sá og sigraði að vanda, þó ég segi sjálfur frá, og einnig var skemmtinefndin með óvætt skemmtiatriði stuttmynd sem þau höfðu gert. Mjög vel að verki staðið. Ég held að allir hafi bara skemmt sér hið besta.

Mar 27, 2003

Það er aldeilis nóg að gera þessa dagana. Við erum á fullu að plana tónleika Svansins sem verða 9. apríl nk í Loftkastalanum. Einnig er Svanurinn að ganga frá ráðningu nýs stjórnanda sem tekur til starfa næsta haust en það er Rúnar Óskarsson.

Það var stjórnarfundur í gær hjá svaninum og raddæfing á eftir. Á meðan æfingunni stóð skrappi ég með Villa trompet og sýndi honum salinn sem ég útvegaði honum, eftir æfinguna fór ég með nokkrum svönsurum á pöbb þar sem við fengum okkur ölkollu og spjölluðum heilmikið. Þetta ætti að vera regla eftir æfingu að skella sér og fá sér einn öl eða svo.

Það hefur verið heldur rólegt í skólanum þessa önnina. En við þurfum þó að klára nokkur verkefni fyrir páska sem ganga þokkalega. Á morgun er ég síðan að fara á morgunverðafund hjá VR og um kvöldið verður stórglæsileg árshátíð hjá Svaninum þar sem Öndin mun að sjálfsögðu troða upp ásamt leynigesti.

Mar 26, 2003

Hafið þið spáð í þessari veðráttu? í dag er snjór en á morgun er rigning???hvað þýðir þetta allt??? mikið af spurningum ósvarað! annars hef ég í sjálfum sér ekkert markvert fram að færa í dag...ég er bara í skólanum að klára verkefni svo staðan er að verða nokkuð góð...og jú árshátíð svansins á föstudaginn! jæja farinn að læra...

Mar 23, 2003

Búinn að vera veikur - þetta tók alltof langan tíma og núna þarf ég að vinna upp heil mikið af skólaverkefnum púff...

En af öðru ég tók þátt í skátaþingi um helgina, nokkuð gott þing. Ég var kosinn formaður fræðsluráðs, þannig að ég held að ég þurfi að fara að hætta í skóla og vinnu til að sinna félagsstöfum ;) nei annars er þetta nú bara létt spaug. Ég fór nokkrar ferðir á milli Selfoss og Kópavogs m.a. til að fara á útskrifatónleika hjá Ellu Völu. Til hamingju Ella Vala með frábæra tónleika, ég skemmti mér hið besta og sé ekki eftir þessu ferðalagi mínu. Jæja það er best að koma sér heim að eta og læra svo meira....

Mar 19, 2003

Jæja...það var aldeilis fjör um síðustu helgi. En sá gamli er aðeins farin að láta á sjá. Ég er búin að vera hálfslappur frá því á mánudaginn og núna er svo komið að ég er að fara heim í bælið. Það er víst best að reyna að ná þessu úr sér áður en það verður eitthvað meira. Enda hef ég engan tíma til að leggjast í einhver veikindi! Það er skátaþing umhelgina sem ég verð að mæta á, svo eru tónleikar hjá Ellu Völu sem ég verð að mæta á og síðan er 5 ára afmæli hjá mér og Álfheiði :-)

Jæja...best að fara að leggjast í veikindi...vonandi samt ekki meira heldur en dagurinn í dag! ég hef ekki efni á meiru.

Mar 14, 2003

ég fór á árshátíð THÍ í gær. mjög gaman þar, þið ættuð að geta séð myndir af kallinum á heimasíðu Technis fljótlega. í kvöld er whisky kvöld hjá Ásgeiri, en við ætlum að opna eitthvað voða fínt whisky sem hann á. jæja nóg í bili...farinn að halda áfram að vera þunnur.

Mar 11, 2003

Ég verð nú að segjað að ég er andlaus með eindæmum. Síðustu dagar hafa verið frekar strembnir. Álfheiður klessti bílinn á föstudaginn, hún meiddist sem betur fer ekki en bílinn fékk smá útreið, þannig að ég missti af frábærri vísindaferð í Vífilfell en mætti þó í partýið um kvöldið. Á sunnudaginn stóð ég svo mína plikt á háskóladeginum og kynnti skólan fyrir upprennandi ***. Síðustu tvo daga hef ég verið að berjast við að klára skýrslu landsmótsstjórnar fyrir skátaþing. Þetta ætlar engan enda að taka en maður verður víst að klára það sem hafið er. Framundan er svo að árshátíð á fimmtudaginn og að ræða við væntanlegan nýjan stjórnanda hjá Svaninum. nánar síðar, best að halda áfram að vinna.

Mar 4, 2003

Branding prófið gekk ekkert of vel...það var kannski bara sárabót að við fengum Intel casið aftur í dag (það er í Branding líka) og minn hópur fékk 9,5 ég er vel sáttur við það. En til að bæta úr lélegri frammistöðu minni í morgun hef ég ákveðið að setja inn fróðleiksmola hér fyrir næsta próf en það er í International Marketing.

Fróðleiksmoli dagsins: Vissuð þið að 14% jarðarbúa nota 70% af öllum vörum heims og að 86% jarðarbúa (100-14=86) fylgja þeim eftir í hegðun. En hver skildu þessi 14% vera, jú m.a. við á þessu litla skeri hér (Íslandi) og svo er það vestur evrópa, Bandaríkin, Kanada og Japan. Þessi markaður kallast Triad Market.

Er þetta ekki fróðlegt?

Mar 3, 2003

Góð helgi! Svanurinn fór í æfingabúðir um helgina í Þorlákshöfn, og ég verð að segja að helgin var mjög skemmtileg. Á laugardagskvöldið var haldið í Grill heima hjá þeim öðlingshjónum Jóni Óskari og Heiðu og ég held að það hafi aldrei áður í svansferð verið búið að draga upp söngbók og tvo gítara áður en fyrsti bjór var opnaður, #"frábært afrek". Já og eftir grillið var haldið á bæjar pöbbinn "Duggan" við áttum staðinn.

Ég komst að því hverju ég missti af með því að vera ekki í vinnunni á föstudaginn - takk Anna fyrir að bjóða mér með :-) ótrúlegur anskoti, en þau hafa notið þess.

Á morgun er ég að fara í próf í Branding...púff ég er ekkert búin að lesa svo að það er eins gott að bretta upp ermarnar.