Mar 3, 2003

Góð helgi! Svanurinn fór í æfingabúðir um helgina í Þorlákshöfn, og ég verð að segja að helgin var mjög skemmtileg. Á laugardagskvöldið var haldið í Grill heima hjá þeim öðlingshjónum Jóni Óskari og Heiðu og ég held að það hafi aldrei áður í svansferð verið búið að draga upp söngbók og tvo gítara áður en fyrsti bjór var opnaður, #"frábært afrek". Já og eftir grillið var haldið á bæjar pöbbinn "Duggan" við áttum staðinn.

Ég komst að því hverju ég missti af með því að vera ekki í vinnunni á föstudaginn - takk Anna fyrir að bjóða mér með :-) ótrúlegur anskoti, en þau hafa notið þess.

Á morgun er ég að fara í próf í Branding...púff ég er ekkert búin að lesa svo að það er eins gott að bretta upp ermarnar.

No comments: