Mar 11, 2003
Ég verð nú að segjað að ég er andlaus með eindæmum. Síðustu dagar hafa verið frekar strembnir. Álfheiður klessti bílinn á föstudaginn, hún meiddist sem betur fer ekki en bílinn fékk smá útreið, þannig að ég missti af frábærri vísindaferð í Vífilfell en mætti þó í partýið um kvöldið. Á sunnudaginn stóð ég svo mína plikt á háskóladeginum og kynnti skólan fyrir upprennandi ***. Síðustu tvo daga hef ég verið að berjast við að klára skýrslu landsmótsstjórnar fyrir skátaþing. Þetta ætlar engan enda að taka en maður verður víst að klára það sem hafið er. Framundan er svo að árshátíð á fimmtudaginn og að ræða við væntanlegan nýjan stjórnanda hjá Svaninum. nánar síðar, best að halda áfram að vinna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment