Apr 19, 2005

Það er ekkert talað um neitt annað þessa dagana en að selja síman. Mikið af fólki segir að þetta sé mesta vitleysa þar sem við séum að græða svo mikið á símanum. EN stöldrum nú aðeins við: Ef þú rekur fyrirtæki er þá ekki einmitt besti tíminn til að selja það þegar vel gengur því þá færðu besta verðið? ég bara spyr. Er með einhverju móti hægt að réttlæta það að ríkissjóður bindi allt þetta fé í símafyrirtæki? Er ekki meira vit í að selja fyrirtækið, greiða niður skuldir, byggja sjúkrahús og eitthvað þess háttar? Mér finnst þessi umræða vera á algjörum villigötum, nærtækast er að benda á að einkavæðing bankana var sennilega eitthvað mesta gæfuspor sem við höfum stigið. Þeir sækja nú ótrauðir fram og skila miklu meiri arði til þjóðarbúsins heldur en þeir gerðu í ríkiseigu. Ég segi bara hættum þessari djö...rómantík og seljum kompanýið sem hélt okkur í gíslingu í áraraðir. Það var ekki fyrr en 1998 þegar að samkeppni komst á símamarkaðinn að við fórum að njóta ávaxtana. Niðurstaðan er, seljum símann hæstbjóðenda öllum til hagsbóta.

Apr 18, 2005

Internetið bíður uppá marga möguleika - Álfheiður benti mér á þessa snildarsíðu áðan "rent a German". Á þessari síðu getur þú leigt Þjóðverja með ýmsum hætti:
  • Business packed - þú tekur þjóðverjan með í vinnuna. Hann vinnur fyrir þig, bætir mórallinn og allt.
  • Frí pakkinn - fáðu Þjóðverja með þér í fríið.
  • Helgarfríið - Njóttu þýskrar helgar hvar sem þú villt!
  • Suprice - komdu vinum og ættingjum á óvart og mættu með þjóðverja í veisluna.

Sem sagt algjör snild!!!

Apr 5, 2005

Það er komin apríl og hálfur mánuður síðan ég lét í mér heyra síðast. Það er nú bara eins og það er. Frekar mikið að gera þessa dagana, ég skrapp í tíu daga til þýskalands og tók þátt í IMWe sem er náttúrulega tær snild. Algjörlega ný upplifun að hafa heimsótt hjarta austur þýskalands og sjá hversu ólík menningin er frá öðrum pörtum landsins sem ég hef heimsótt.
En núna er frekar mikið stress í gangi. Svanstónleikar næsta mánudag og skátaþing um aðra helgi...later...

Apr 1, 2005

Jæja þá er ég komin á skerið á nýjan leik eftir frábæra páskaviku í Þýskalandi. Ég fór á IMWe sem var haldið í Mandsfeld í austur Þýskalandi. Tær snild eins og venjulega. Þrátt fyrir ýmsar athugasemdir við þýskukunnáttu mína að þá dugaði hún mér nokkuð vel þegar ég fór að versla í fyrir IMWe en ég bar ábyrgð á fara að kaupa inn að þessu sinni og kynntist þar af leiðandi svæðinu aðeins meira heldur en flestir aðrir. Svakalegasti verslunartúrinn sem við fórum í tók fimm tíma. Þá fórum við í IKEA í Leipzig sem átti einugis að taka þrjátíma en sökum "non-existing autobahn" að þá tók þetta örlítið lengri tíma. En sem sagt mikið stuð...

Næsta ferð er ekki fyrirhuguð fyrr en 20. maí til Þýskalands...