Apr 19, 2005
Það er ekkert talað um neitt annað þessa dagana en að selja síman. Mikið af fólki segir að þetta sé mesta vitleysa þar sem við séum að græða svo mikið á símanum. EN stöldrum nú aðeins við: Ef þú rekur fyrirtæki er þá ekki einmitt besti tíminn til að selja það þegar vel gengur því þá færðu besta verðið? ég bara spyr. Er með einhverju móti hægt að réttlæta það að ríkissjóður bindi allt þetta fé í símafyrirtæki? Er ekki meira vit í að selja fyrirtækið, greiða niður skuldir, byggja sjúkrahús og eitthvað þess háttar? Mér finnst þessi umræða vera á algjörum villigötum, nærtækast er að benda á að einkavæðing bankana var sennilega eitthvað mesta gæfuspor sem við höfum stigið. Þeir sækja nú ótrauðir fram og skila miklu meiri arði til þjóðarbúsins heldur en þeir gerðu í ríkiseigu. Ég segi bara hættum þessari djö...rómantík og seljum kompanýið sem hélt okkur í gíslingu í áraraðir. Það var ekki fyrr en 1998 þegar að samkeppni komst á símamarkaðinn að við fórum að njóta ávaxtana. Niðurstaðan er, seljum símann hæstbjóðenda öllum til hagsbóta.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment