Rok, rigning, sól og snjór er eitthvað sem ég hef upplifað hér á Úlfljótsvatni síðustu tvo daga. ÉG kom hingað í gær til að aðstoða við skólabúðir og fer heim seinnipartinn í dag. Þetta er ágætt að geta brotið vinnuna upp annað slagið og farið á Úlfljótsvatn að leika sér. Annars hefur verið lítið um leik, ég var settur í eldhúsið og hef lítið sem ekki neitt farið út fyrir hússins dyr.
Það er margt á dagskrá næstu vikurnar:
Hvítasunnuhelgin - Akureyri
20.-22. maí - IMWeTeam fundur í Þýskalandi
22.-29. maí - Sumarfrí með Álfheiði í Þýskalandi, förum til Stuttgart og Heidelberg. Annað hefur ekki verið ákveðið.
29.maí til 5. júní - 4youth forum á vegum WOSM. í Lúxemborg.
5.-7. júní - Slæpast einhverstaðar í þýskalandi. Ákveðið síðar.
May 10, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment