Oct 27, 2006

þá lítur út fyrir rólegri tíð

Jæja...það er kominn helgi á nýjan leik. Ég ákvað að taka helgina snemma og tók frí mér frí frá vinnu í dag. Það var nú bara til að geta unnið í málum sem hafa frestast síðustu vikur hjá mér. Skrifa styrkumsókn fyrir svaninn og sinna IMWe og Rovernet.eu. Maður þarf víst að hafa sín mál á hreinu áður en nýr mánuður rennur upp.

Ég hef verið eins og margur annar svolítið vellt fyrir mér þessu hvalveiðimáli. Ég veit ekki alveg í hvorn fótinn maður á að stíga í þessu máli. Að vissuleyti má færa rök fyrir því að nóg er af hvali í hafinu og við eigum rétt á að nýta hafsins auðlindir. En ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þess virði. Er það þess virði að íslendingar sé úthrópaðir um allan heim sem villimenn, reyndar eru við það hvort sem er. Ég bíð spenntur eftir hvort ég fái einhver viðbrögð á næsta fundi sem ég fer á í Amsterdam um miðjan nóv.

En ég þarf víst að halda skriftum áfram...

Oct 15, 2006

Hvað er þetta með veðrið þessa helgina? Rok og rigning, það kallast víst haust á íslandi og svo hefst veturinn á morgun skv. venju. Allt gott og blessað...En það þýðir víst ekkert að vera að bísnast yfir þessu maður velur sér viðfangsefnin nýtir raforkuna í botn og heldur á sér hita. Og já ætli maður skreppi ekki líka til annara landa til að fá smá uppliftingu á andanum :-)

En ég held ég fari nú að blogga oftar, lofa samt engu. Síðan ég skrifaði síðast hef ég farið á Gufuskála á dróttskátamót, farið norður, spilað tvisvar með Öndinni og í gær fór ég í brúðkaup. Ég held að þetta sé nokkuð gott að afreka þetta á einum mánuði eða svo.

Framundan er öllu rólegri tími. Ég sé fram á að klára baðherbergið í vikunni og svo ætti ég að geta unnið í nokkrum öðrum verkefnum sem hafa setið á hakanum sökum anna í vinnu.

Í gær fór ég í brúðkaup hjá Einari Jóni og Ezter. Þetta var fallegt brúðkaup og óvenjulegt að mörgu leiti. Að lokinni veislunni héldum við Álfheiður í smá partý hjá Steinunni frænku álfheiðar og ákváðu svo að labba heim. Þvílegt afrek, tók um 50 mín í góðu veðri. Enda vaknaði maður eiturhress í dag :-)