Dec 24, 2005

Gleðileg jól

Það eru jól að hefjast í dag. Síðustu viku er ég búinn að fara víða. Um síðustu helgi var ég í London á fundi, góður fundur, og núna er ég kominn til Akureyrar þar sem jólin verða haldin hátíðlega. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.

Dec 14, 2005

það er miðvikudagur

Skrýtið með það hvernig þessir dagar fljúga einn af öðrum. Áður en þú viest af (eftir 10 daga) eru kominn jól, fólk treður sig út af mat og rífur utan af pökkunum. Smá hlé á stressi og aftur í hversdagsleikan eftir að allt hefur verið brotið upp...én hvað ætla ég að gera á þessum tíu dögum...London Yee baby...fer á föstudaginn til London á fund og fæ víst líka að fara í London Eye. Ekki leiðinlegt það að sleppa aðeins frá stressinu og chilla í london.

Dec 11, 2005

Reykingar

Aldrei þessu vant var ég glaðvaknuður í fyrrafallinu á sunnudagsmorgni og ákvað að horfa á Sunnudagsþáttinn á skjá einum (Álfheiður lá uppí rúmmi). Svo sem ekki frásögu færandi að maður horfi á einn umræðuþátt á sunnudagsmorgni nema hvað umræðuefnið vakti athygli mína, frumvarp um bann við reykningum á veitingahúsum og skemmtistöðum. Þetta er mál sem ég er búinn að bíða lengi eftir og styð heilshugar, ég hef aldrei skilið það hvernig 15% þjóðarinnar getur ráðið andrúmsloftinu á skemmtistöðum, þú kemur heim eftir að hafa farið á skemmtistaði og þarf að passa þig á að setja fötin í poka og loka honum til að þú lifir af daginn eftir. Ef maður fer edrú á skemmtistaði að þá er það samt ávísun á hausverk daginn eftir út af reykningum. Í þættinum komu fram þær fullyrðingar að engar rannsóknir sýndu fram á skaðsemi óbeinna reykninga (bull bull bull) það var eins og einn af þáttarstjórnendunum væri að halda í síðasta halmstráið þar sem ein rannsókn sem gerð var gat ekki sýnt fram á tengslin þarna á milli!!! Að banna reykingar á skemmtistöðum er ekki skerðing á persónufrelsi, að sama skapi gæti ég sagt það að leyfa það sé skreðing á mínu persónufrelsi.

Til ykkar sem reykið - sá á kvölina sem á völina!

Dec 7, 2005

Íbúðalán...dráttavextir og svínarí...frábærir tónleikar

Íbúðalánið kom í gegn í dag eða réttara sagt við þurftum að byrja að borga af því. Þetta er búið að taka næstum því mánuð að ganga frá öllu sem hvíldi á íbúðinni svo að við gætum greitt þetta út. Það besta er að lánið byrjaði að telja 15. nóv. eins og um var samið við bankann en ég hafði ekki áttað mig á því að frá þeim tíma átti ég að fara að borga af því, enda fékk ég enga meldingu um það frá bankanum. Þannig að þegar að greiðsluseðillinn kom inn í dag voru vextir og dráttarvextir farnir að tikka. Það á ekki vel við mann sem er ferlega illa við að skulda vexti, blóðpeningar, svo ég hringdi í bankann og reifst og skammaðist og á endanum féllust hann á að endurgreiða mér vextina þar sem þetta var ekki mín sök. Þá er bara að safna upp í lokagreiðslu sem er 2. janúar og þá fáum við afhent afsalið af íbúðinni.

Svanstónleikarnir voru á sunnudaginn. Þeir heppnuðust frábærlega vel, sjá á www.svanur.org. Þetta er ekkert smávegins flott band orðið verð ég nú bara að segja :-)

Nov 29, 2005

af nóvember er það helst að frétta...

Vá maður heill mánuður nánast liðinn. úff hvert fór hann...alveg fór þetta fram hjá mér...þetta gerðist eftir síðustu færslu

Lúðrasveitin Svanur, sem ég er formaður í, hélt uppá 75 ára afmæli þann 19. nóvember með heljareinarveislu eins og sæmir. Það mættu um 80 manns sem var bara þokkalega dreift eftir aldri. Álfheiður sá um að gera pinnamat en ég um áfengið og annað dót. Heppnaðist bara nokkuð vel.

Um síðustu helgi var síðan íbúðin tekin í gegn. Farið í gegnum skólaglósur og miklu hent. Allt annað líf eftir það.

Annars er mikið að gera í vinnunni þessa dagana. Endalaus fundahöld kvöld eftir kvöld og mikil framleiðini þar á milli. Í næstu viku er stefnan á að gefa út skátablað um helgina fer ég norður á Akureyri á fund og á sunnudaginn eru Svanstónleikar. Allir að mæti byrja kl. 20.

Nov 10, 2005

Solltur íbúðaeigandi

Þá er það frágengið við erum búinn að skrifa undir alla pappíra og greiða fyrstu afborgun af íbúðinni. Þannig að við erum orðin stollir íbúðaeigendur. Við göngum frá afsali og slíku 2. janúar og þá er þetta komið!

Nov 8, 2005

Vestmannaeyjar úff

Síðustu tvær vikur hafa verið ótrúlegar, yfirdrifið mikið að gera. Ég þurfti að hlaupa í skarðið um síðustu helgi og halda námskeið í Vestmannaeyjum. Aðra eins sjóferð hef ég aldrei farið og afrekaði það að verða sjóveikur í fyrsta sinn. þetta byrjaði ágætlega, kom um borð í Herjólf og pantaði hefðbundna sóða borgarann hjá henni Siggu, en eftir tveggja tíma hopp í Herjólfi og allir lágu orðið ælandi brast stíflan hjá kallinum og hann steinlá. Maður er eiginlega ennþá að jafna sig. Námskeiðið gekk ágætlega og heimferðin. En þetta þýddi það að dagskráin þessa vikuna hefur verið frekar stíf, fundir, fundir, fundir og annar fundur. Á föstudaginn er ég síðan að fara á vinnufund í bústað í Grímsnesi. kem heim á laugardag.

Oct 28, 2005

og þá kom vetur...

Vetur konungur hóf innreið sýna á skerið með stórum hvelli í dag. Flughált á götunum og eitthvað eilítið af snó kyndi niður. Furðulegt nokk að ég ákvað í fyrra dag að setja nagladekkin undir bílinn, sem ég hafði verið með í skottinu í tvær vikur :-) !!!

Af íbúðakaupum er það að frétta að við erum búinn að fá samþykki á öllum stöðum og nú er bara verið að útbúa kaupsamning og afsalið. Það verður gengið frá þessu öllu í næstu viku og þá verðum við orðin stolltir íbúðaeigandendur.

Ég fór á fyrsta námskeiðið mitt hjá Endurmenntun HÍ. Fjölmiðlanámskeið, bara nokkuð gott en furðu mikið hafði ég þó lært í Tækniháskólanum. Ég lærði kannski einna helst að skrifa góðan texta, það er nú víst þarfaþing.

Faramundan er róleg helgi, skoða innréttingar fyrir nýtt baðherbergi osfrv. Annars bara meinhægt!!!

Oct 21, 2005

Íbúðakaup

Við skrifuðum undir kaup á íbúðinni sem við búum í síðastliðin mánudag. Við erum búinn að eyða vikunni í að skoða fjármögnunarmöguleika, sækja um eitt lán hætta við það og sækja um annað. Ljóta hringavitleysan allt saman. Við tökum lán hjá Landsbankanum og erum aðskoða hvað lengi osfrv. Mér sýnist það stefna í að við tökum 25 ára lán og 15 ára viðbótarlán, þá er greiðslubyrgðin ásættanleg. Annars er þetta ljóti hausverkurinn að standa í þessum málum og ég vona að þetta gangi yfir fljót og vel.

Ég fór í viðtal síðasta föstudag í Genf. Viðtalið gekk ágætlega en ég fékk ekki vinnu, góður skóli þó að sækja þetta viðtal.

Oct 9, 2005

Skammt stórra högga á milli

Já það er aldeilis mikið sem hefur gerst í mínu lífi síðustu tvær vikur. Fyrir tveimur vikum lá þetta nokkuð ljóst fyrir, en í dag er þetta allt breytt.

Ég fór á skátafund í Genf fyrir viku um nýjan ramma fyrir Róverstarf í Evrópu. Sá meðal annars alheimsskrifstofur skáta og auðvitað evrópuskrifstofuna. Sá reyndar lítið af Genf en það sem ég sá lofar mjög góðu. Daginn áður en ég fór út sendi ég umsókn um starf á evrópuskrifstofunni, átti nú ekkert sérstaklega von á að það kæmi eitthvað út úr því. En síðasta mánudag fékk ég tölvupóst þar sem ég er boðaður í viðtal 14. október kl. 14:30 í Genf. Þar á ég að flytja erindi um: "The importance of expanding a culture of volunteering in Scouting - actions to help achieve this goal". er að hefjast handa við að undirbúa það núna. Ég er að reyna að halda mig á jörðinni og tel svona 50% líkur á að ég fái þetta starf.

Ég lagðist í bælið með kvefpest í síðustu viku. Sennilega hef ég verið orðin veikur útí Genf því ég var frekar slappur þar. Þannig að síðasta vika var í algjöru messi hjá mér.

Á föstudaginn hringdi leigusalinn í mig og tilkynnti að það væri verið að setja íbúðina á sölu. Við áttum reyndar von á því að þetta myndi gerast og erum að spá í að kaupa íbúðina.

Sem sagt...það sem framundan er...er á fimmtudaginn flýg ég til Genfar, viðtal á föstudaginn, flýg til London á laugardaginn, heimsæki tengdó í Nottingham og kem heim seint á sunnudagskvöldið.

Sep 30, 2005

Genf hear I come

Jæja ég er að gera mig kláran í að skreppa til Genfar. Ég stoppa reyndar í nokkra klukkutíma í Köben á morgun og mun hitta hana Fríði vinnkonu mína, hún ætlar að sýna mér íbúðina sína og svo kíkjum við eflaust bara á kaffihús. Ég er að fara á fund með Rover Task Force, skemmtilegt nafn, skátadæmi sem sagt.

úti er stormur svo ég mun ekkert sakna hans þegar ég flýg seglum þöndum af skerinu á morgun, ætli hann bíði mín ekki bara þegar ég kem heim...piff

Sep 22, 2005

Vetur konungur

Vetur konungur hefur hafið innreiðs sína á skerið! Ég þrufti að skafa af bílnum í gær, slapp við það í morgun þar sem Álfheiður fékk náðsamlega að vera á bílnum. Samkvæmt mínu dagatali er ennþá sumar og þá á Esjan ekki að vera hvít...hvað finnst ykkur.

Helgarplanið er að fara í Þórsmörk á dróttskátamótið SAMAN. Það eru 130 manns að fara svo þetta ætti að verða mikið stuð. Ferðasagan kemur eftir helgi.

Ég er byrjaður á Þýskunámskeiði með Álfheiði. Hún vildi gera eitthvað svona saman í vetur, fara í dans eða eitthvað. Ég vildi nú ekki heyra á það minnst og lagði til að við færum á þýskunámskeið. Þetta námskeið er náttúrulega tær snild maður lærir tungumál bjórsins og pylsnanna, ekki slæmt það ha!!! Ég verð altalandi á þýsku áður en þið vitið af :-)

Sep 13, 2005

IMWe reunion og annað helst...

Jæja ég hef verið frekar latur við að skrifa uppá síðkastið, ætla að reyna að gera bragabót þar á núna :-)

Ég var að koma frá Þýskalandi þar sem ég tók þátt í 50 afmælisfagnaði á IMWe. Þarna mætti um 50 manns, flestir hafa unnið að skipulagningu IMWe í gegnum árinn en nokkrir bara komið sem þátttakendur. Það var mjög gaman að sjá að við erum greinilega að gera góða hluti í dag og einnig að þróuninn hefur verið mjög jákvæð síðustu ár. Fyrir þá sem þekkja IMWe var þetta ekki eins og venjulegt IMWe þar sem þetta var frekar í rólegri kanntinum, mjög gaman þó.

Næsta utanlandsferð er á fund í Genf í enda mánaðarins. Enn í millitíðinni fer ég á Úlfljótsvatn og í Þórsmörk.

Aug 26, 2005

Menningarnótt

Jæja þá er enn einni menningarnóttinni lokið. Við spiluðum og spiluðum og spiluðum aðeins meira alveg til tvö. Það leit reyndar út fyrir að við myndum hætta um hálf eitt en þar sem við vorum stoppaðir af af staffinu á kaffi vín, sem betur fer var þetta misskilningur og þau báðust afsökunar og við héldum áfram að spila. Afrakstur kvöldsins er að finna síðunni hjá fjalari. Í held sinni er ég mjög ánægður með kvöldið og hlakka til að takast á við næstu Andar verkefni:-) Myndir koma væntanlega eftir helgi á myndasíðuna.

Aug 14, 2005

Menningarnótt er handan við hornið...

Það styttist óðum í menningarnótt, við í Öndinni erum búnir að æfa mjög reglulega síðustu vikur til að vera til í slaginn. Við höfum bætt 10 nýjum lögum á prógrammið okkar, tvö frumsaminn lög eftir Matta og tvær syrpur eftir hann líka. Þetta lítur allt mjög vel út :-) Allir að mæta á Kaffi Vín á menningarnótt, talið í um klukkan 21:30 og spilað fram á rauðan morgunn...

Af öðrum málum er það að frétta að ég er ekki ennþá búinn að taka neitt frí að ráði, þrátt fyrir að það hafi verið planið. Það er víst svo að ekki geta allir tekið sér frí á sama tíma og þar sem ég er búinn að taka hluta af mínu fríi ákvað ég að láta eftir og vinna síðustu viku. Næ væntanlega að taka einn eða tvo daga í næstu viku síðan tekur maður eitthvað frí í haust.

Þar sem það er svo langt síðan ég hef eitthvað látið út úr mér varðandi pólitík að þá get ég ekki látið hjá líðast að minnast á að loksins er R-listinn að liðaðst í sundur. Sem er að sjálfsögðu mikil gleði tíðindi að eitthvað vitrænt stjórnunarform komist á borgina á nýjan leik með nýjum meirihluta í vor...nóg um það í bili...

Aug 1, 2005

Fyrsti frídagurinn í mánuð

ÉG á frí í dag - jibbý...síðustu vikur hafa verið vinna allan sólarhringinn! Í dag losna ég við megnið af útlendingunum og eftir er örfáir sem ætla að ferðast á eigin vegum, maður verður eitthvað fram eftir vikunni að ganga frá Landsmótinu og undirbúa startið næsta haust. Síðan fer maður vonandi í svona eins og viku frí til að safna kröftum fyrir næsta bardaga ;-)

Landsmót skáta gekk mjög vel, það kom ekki dropi úr lofti alla vikuna. Æfingar fyrir menningarnótt eru hafnar og það verður æft stíft næstu vikur, Öndin er að undirbúa nýtt prógram sem á eftir að koma skemmtilega á óvart ;-) Meira um það síðar...

Jul 8, 2005

Vinna

Það er brjálað að gera þessa dagana, Landsmót skáta er einungis eftir 10 daga. Fyrstu útlendingarnir koma í kvöld, en þetta verður nú samt rólegt (í komum) fram á mánudag. Á næstu 10 dögum á ég von á um 800 erlendum skátum. Þannig að næsta vika verður brjáluð...eins og maðurinn sagði. Það verður allavega ekki rólegt aftur fyrr en um verslunarmannahelgina. Nóg að sinni...

Jul 2, 2005

Duran Duran

Ég skellti mér á Duran Duran í fyrradag, snildar tónleikar. Mér leyst nú ekkert svakalega vel á þetta því að þegar ég gekk inn að þá var Simon ramm falskur og þetta einhvernveginn virkaði ekki. En í þriðjalaginni klikkaði þetta allt saman og fór að hljóma þokkalega. Þetta er náttúrulega stemmingsband en ekki bestu tónlistarmenn í heimi. Í hnotskurn er hægt að segja að þetta hafi staðið vel undir væntingum og var hin besta skemmtun.

Duran Duran kvöldið byrjaði reyndar ekkert svakalega vel. Hún Anna María vann í einhverjum leik ferð með limmu á tónleikana og út að borða á Rossopomodoro (eða hvernig sem það er nú sagt). Limman kom klukkutíma of seint svo það var étið í miklu hasti. Svo til að kóróna allt mætti ljósmyndari frá séð og heyrt og tók myndir af okkur í matnum og limmunni. Mættum á tónleikana þegar það var verið að spila fyrsta lagið...just in time ;-)

Svona rétt í lokinn er rétt að minnast á flotta jazz tónleika sem ég fór á með Finni og Matta. Nenni ekki að skrifa um þá, það er hægt að lesa allt um þá á www.finnurmagnusson.com Hljómsveitin heitri Tyft...

Jun 14, 2005

Það er víst rétt að fylgja tilmælum Möggu og skrifa eitthvað hér í staðinn fyrir að ráðast á blásaklausar konur á öðrum vefsíðum...hehemm...

Ég er kominn heim, reyndar er nákvæmlega vika síðan. Ráðstefnan í Lux var tær snild og margt gott að gerast í skátaheiminum. Maður kemur uppfullur af nýjum ferskum hugmyndum og tilbúin í bardagan sem framundan er. Ég held reyndar að ég þurfi að fara að einbeita mér meira að landsmótinu og láta framtíðina bíða aðeins, frá og með næstu viku kemst maður víst ekki upp með annað.

Það lítur ekki vel út með laugarvegsgönguna mína, sem var eina markmiðið mitt í sumar. Kannski að maður láti fimmvörðuhálsinn nægja í ár og taki laugarveginn með trompi næsta sumar þegar meiri tími er til staðar. Málið er að allur júlí er frátekinn fyrir Landsmót skáta, í ágúst taka síðan við námskeið og æfingar fyrir menningarnótt þannig að það er erfitt að bregða sér frá. Ég er reyndar ekki búinn að gefa upp alla von, sjáum til....aldrei að segja aldrei.

May 30, 2005

jæja þá er ég kominn til Luxemborgar eftir viku frí í Þýskalandi. Við Álfheiður hófum ferðina hjá Írisi og Sævari í Stuttgart sem voru frábærir gestgjafar eins og ávallt, þá var haldið til Heidelberg á mánudaginn fram á föstudag. Við fundum frábært gistiheimili hjá gamalli konu, 30 stiga hiti og flott veður. Við skoðuðum helling, segi betur frá því seinna. Helginni eyddum við svo í rólegheitum í Frankfurt. Álfheiður flaug svo heim í gær og ég tók lestina til Lúx. Er sem sagt mættur á ráðstefnu með fullt af skátum og verð hér fram á sunnudag. Ég er ekki alveg viss hvað tekur við þá...

May 10, 2005

Rok, rigning, sól og snjór er eitthvað sem ég hef upplifað hér á Úlfljótsvatni síðustu tvo daga. ÉG kom hingað í gær til að aðstoða við skólabúðir og fer heim seinnipartinn í dag. Þetta er ágætt að geta brotið vinnuna upp annað slagið og farið á Úlfljótsvatn að leika sér. Annars hefur verið lítið um leik, ég var settur í eldhúsið og hef lítið sem ekki neitt farið út fyrir hússins dyr.
Það er margt á dagskrá næstu vikurnar:
Hvítasunnuhelgin - Akureyri
20.-22. maí - IMWeTeam fundur í Þýskalandi
22.-29. maí - Sumarfrí með Álfheiði í Þýskalandi, förum til Stuttgart og Heidelberg. Annað hefur ekki verið ákveðið.
29.maí til 5. júní - 4youth forum á vegum WOSM. í Lúxemborg.
5.-7. júní - Slæpast einhverstaðar í þýskalandi. Ákveðið síðar.

Apr 19, 2005

Það er ekkert talað um neitt annað þessa dagana en að selja síman. Mikið af fólki segir að þetta sé mesta vitleysa þar sem við séum að græða svo mikið á símanum. EN stöldrum nú aðeins við: Ef þú rekur fyrirtæki er þá ekki einmitt besti tíminn til að selja það þegar vel gengur því þá færðu besta verðið? ég bara spyr. Er með einhverju móti hægt að réttlæta það að ríkissjóður bindi allt þetta fé í símafyrirtæki? Er ekki meira vit í að selja fyrirtækið, greiða niður skuldir, byggja sjúkrahús og eitthvað þess háttar? Mér finnst þessi umræða vera á algjörum villigötum, nærtækast er að benda á að einkavæðing bankana var sennilega eitthvað mesta gæfuspor sem við höfum stigið. Þeir sækja nú ótrauðir fram og skila miklu meiri arði til þjóðarbúsins heldur en þeir gerðu í ríkiseigu. Ég segi bara hættum þessari djö...rómantík og seljum kompanýið sem hélt okkur í gíslingu í áraraðir. Það var ekki fyrr en 1998 þegar að samkeppni komst á símamarkaðinn að við fórum að njóta ávaxtana. Niðurstaðan er, seljum símann hæstbjóðenda öllum til hagsbóta.

Apr 18, 2005

Internetið bíður uppá marga möguleika - Álfheiður benti mér á þessa snildarsíðu áðan "rent a German". Á þessari síðu getur þú leigt Þjóðverja með ýmsum hætti:
  • Business packed - þú tekur þjóðverjan með í vinnuna. Hann vinnur fyrir þig, bætir mórallinn og allt.
  • Frí pakkinn - fáðu Þjóðverja með þér í fríið.
  • Helgarfríið - Njóttu þýskrar helgar hvar sem þú villt!
  • Suprice - komdu vinum og ættingjum á óvart og mættu með þjóðverja í veisluna.

Sem sagt algjör snild!!!

Apr 5, 2005

Það er komin apríl og hálfur mánuður síðan ég lét í mér heyra síðast. Það er nú bara eins og það er. Frekar mikið að gera þessa dagana, ég skrapp í tíu daga til þýskalands og tók þátt í IMWe sem er náttúrulega tær snild. Algjörlega ný upplifun að hafa heimsótt hjarta austur þýskalands og sjá hversu ólík menningin er frá öðrum pörtum landsins sem ég hef heimsótt.
En núna er frekar mikið stress í gangi. Svanstónleikar næsta mánudag og skátaþing um aðra helgi...later...

Apr 1, 2005

Jæja þá er ég komin á skerið á nýjan leik eftir frábæra páskaviku í Þýskalandi. Ég fór á IMWe sem var haldið í Mandsfeld í austur Þýskalandi. Tær snild eins og venjulega. Þrátt fyrir ýmsar athugasemdir við þýskukunnáttu mína að þá dugaði hún mér nokkuð vel þegar ég fór að versla í fyrir IMWe en ég bar ábyrgð á fara að kaupa inn að þessu sinni og kynntist þar af leiðandi svæðinu aðeins meira heldur en flestir aðrir. Svakalegasti verslunartúrinn sem við fórum í tók fimm tíma. Þá fórum við í IKEA í Leipzig sem átti einugis að taka þrjátíma en sökum "non-existing autobahn" að þá tók þetta örlítið lengri tíma. En sem sagt mikið stuð...

Næsta ferð er ekki fyrirhuguð fyrr en 20. maí til Þýskalands...

Mar 18, 2005

Það segir sitt lítið af hverju þegar það líður mánuður á milli færslna hjá manni. Síðasti mánuður hvarf eiginlega bara ég veit eiginlega ekki hvernig...jú kannski. Síðustu helgina í febrúar voru æfingabúðir hjá Svaninum á Laugalandi og ég fór norður á Akureyri á sunnudeginum á skátamálþing. Helgina eftir það var Gilwell, þar sem ég og Jón Grétar héldum næturleik og glymrandi fyrirlestur. og svo um síðustu helgi var haldið til Frakklands nánar tiltekið Jambville.

Ég er sem sagt komin í verkefnahóp hjá Evrópuráði skáta sem á að fjalla um nýjan dagskrárramma fyrir aldurinn 18-25 ára. Við fengum til liðs við okkur um 50 skáta víða úr Evrópu um síðustu helgi til að hefja vinnuna og svo munum við fimm sem skipum hópinn vinna úr niðurstöðunum og kynna nýjan ramma á Evrópuþingi skáta 2007. Þetta þýðir með öðrum orðum að ég þarf að fara á fund í Lúxemborg í júní, Genf í okt, London í des og á ítalíu í mars á næsta ári. Meira hefur ekki verið ákveðið.

Á morgun held ég svo til Þýskalands á IMWe sem ég hef verið að skipuleggja núna í meira en ár. Búningurinn er klár og ég er að prenta síðustu skjölin áður en haldið verður í hann. Þetta verður fjör get ég lofað ykkur. Kem heim 29. mars.

Sá merki atburður varð á þriðjudaginn að Elva og Reynir eignuðust sína fyrstu dóttur :-) Sem betur fer fyrir þau var það ekki strákur því þá hefði hann nú þurft að heita Jón...hehe...segi bara svona. En ég óska þeim að vitaskuld til hamingju með erfingjan...

Auf widesen..ekki segja mér að þetta hafi verið vitlaust...sem það er örugglega...

Feb 23, 2005

Ég fór í Klifurhúsið áðan og það er skemmst frá því að segja að formið sem ég var komin í er horfið. Hva..þó maður taki sér frí í mánuð! Stefnan er að bæta þetta og mæta aftur á föstudag. Annars er nóg að gera þessa dagana í vinnu og frítímanum. Um næstu helgi verður haldið í æfingabúðir með Svaninum og svo norður á Akureyri á skátafund á sunnudag.

Feb 20, 2005

Ótrúleg tíðindi að ég hef verið á skerinu í heila viku. Ég vann fyrstu heilu vinnuvikuna á árinu í síðustu viku og átti afmæli á laugardaginn. já ég varð 27 ára gamall og fékk í afmælisgjöf óvænta afmælisveislu sem Álfheiður skipulagði í samráði við nokkra af vinum mínum. Ég var leiddur í gegnum ýmsar þrautir sem endaði í partýi hjá Önnu Maríu í Hafnarfirði.

Annars er mjög mikið að gera þessa dagana sem ætti að vera auðskilið þar sem ég hef ekki verið á landinu til að vinna fulla vinnuviku síðan á síðasta ári. Næsta ferð er skipulögð til Frakklands 9.-14. mars og svo á IMWe í Þýskalandi 18.-29. mars. Þó nokkur undirbúiningur sem ég þarf að sinna fyrir þessar ferðir.

Langþráð frumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum og opinberum stöðum hefur verið lagt fram á alþingi. Ég styð þetta heilshugar og þá verður kannski hægt að fara út að skemmtasér án þess að koma heim angandi eins og öskubakki og með dúndrandi hausverk af öllum þessum tóbaksreyk. Ég hreinlega skil ekki hvernig fólk getur mótmælt þessu eins og félagar mínir í sjálfstæðisflokknum hafa gert - það má ekki ganga á eignarétt veitingahúsaeigenda. Hvers konar bull er þetta, það er í almannahagsmunir sem mæla með því að banna þetta.

Feb 11, 2005

Ég er staddur í Tyskalandi hjá Christof og Christoph. Ég er ad fara á IMWe fund á Rieneck núna um helgina. Tad verdur mikid fjör ad venju vaenti ég. En ég kem heim á sunnudaginn og verd a skerinu naestu trjár vikurnar hvort sem tid trúid tví eda ekki...

Feb 5, 2005

Eg er staddur i slovakiu tessa helgi og kem heim a sunnudagskvold. Eg er nuna i gomlum namabae sem er mjog flott, nog af snjo! Vid erum ad skipuleggja dagskra fyrir helgi sem verdur um midjan mars i Frakklandi um nyja dagskraramma fyrir aldurinn 16-21 ars i skatastarfi. Spennandi daemi...matarhleid er vist buid svo tad er best ad koma ser aftur ad storfum...

Jan 29, 2005

Þá er ég loksins útskrifaður og ber því nafnbótina Viðskiptafræðingur. Mikil gleði, í dag kom fjölskyldan í kaffi og í kvöld verður framhald á veislunni þegar nokkrir gamlir skólafélagar og vinir koma í heimsókn. Allir dirty díteilarnir verða settir hér fyrr en seinna...

Jan 25, 2005

ég er hýr og ég er glöð, jón er komin heim! ég kom á skerið í gær með látum, haldið þið ekki bara að ég hafi verið böstaður í tollinum út af því að ég var með 200 ml. meira af sterku áfengi heldur en leyfilegt er. En þar sem ég játði brot mín greiðlega þá þurfti ég einungis að greiða einkaleyfisgjald og vsk af umframmagninu, auk þess að lofa að framvegins færi ég í gegnum rauðahliðið ef ég væri með eitthvað aukalega. Þetta gerði heilar 578 kr. og á meðan ég var yfirheyrður var verið að bösta eitthvað lið fyrir að koma ólöglega til landsins, bara svona til að undirstinga alvarleika glæpsins sem ég framdi ;-)
En ég fór í frábæra ferð til Hollands, vel skipulagt og árangursríkt námskeið um viðurkenningu á störfum sjálfboðaliða í atvinnulífinu og í skólakerfinu. Ég er að undirbúa námskeið og þýðingu á gögnum sem við munum reyna að gefa út í kjölfarið...nokkuð gott. Síðan heimsóttum við jónarnir Elfu og Reyni í Lundi svona út af því að við vorum á ferðinni. Sem verra er að við vorum svo þreyttir að við náðum ekki að drekka reyni út á gaddinn...better luck next time!

Jan 16, 2005

að vera veikur er alvarlegt mál og ekki barna leikur. það eru atriðið sem eru ekki fyrir viðkvæmar sálir eða hjartveika! Ef þú telur mikla nauðsyn á að leggjast í veikindi skal því beint til yðar að halda yður innan dyra og umgangast ekki annað fólk. Láta yður vaxa skegg og ekki baðast svo dögum eða vikum skiptir. Þegar fílan, hárið og allar vidíóspólur heimilisins og sjoppunnar eru upprunnar þá tekur þú þig saman í andlitinu og stígur á stokk veraldlega leikritsins á nýjan leik og ferð til Hollands...HA...Hollands...JÁ...Hollands! Hey bíddu nú við átti sagan að enda svona - furðulegt!

Þetta er nú bara svona lýsandi fyrir ástandið á mér þessa síðustu daga. Það eina sem ég er að spá í núna hvort ég nái ekki þessum andsk... úr mér áður en ég fer til Hollands á miðvikudaginn. Við skulum nú vona það. S.s. fimmti dagur í veikindum!

Jan 14, 2005

Er að verða góður af veikindunum, smá kvef eftir. Ég ákvað að vera heima í dag til að ná þessu örugglega úr mér en á morgun bíður hvort sem er vinna. Ferlega leiðinlegt að hanga heima og sofa, horfa á sjónvarp, pikka í tölvuna og sofa aðeins meira, síðan er maður búin að sofa svo mikið yfir daginn að maður sofnar ekki fyrr en um miðja nótt. Svona er þetta víst!

Ég ákvað rétt í þessu að ég væri orðin nógu frískur til að fara út að borða og hitta gamla skólafélaga. Enda er ástæða til að fagna, fékk í gær niðurstöðu úr síðasta prófinu sem ég tók um daginn og náði því. Þar með er ég búin að ljúka öllu í Tækniháskólanum og get því útskrifast þann 29. janúar nk. Temmilega sáttur við að hafa loksins lokið þessu og geta haldið áfram. En hvað tekur við, búin með fyrstu háskólagráðu, er það nóg? á maður að fara í master? hvað á maður eiginlega að gera? Vinna er allavega það sem ég geri næsta árið, hvað tekur við þá hef ég ekki hugmynd um. Kannski að vinna áfram eða mennta sig meira eða bara bæði - bæði gott - eins og í auglýsingunni.

En svona er þetta loksins orðin fullvaxta maður - spáið í því...

Jan 13, 2005

ég sit hérna heima veikur núna - ekkert fjör! Fór heim í gær veikur úr vinnunni, þarf að reyna að ná þessu úr mér þar sem ég er að fara til Hollands næsta miðvikudag. Þetta er svona að láta smita sig...úff en kemur svo sem á skársta tíma sem hægt var en ekki þeim besta.

Jan 2, 2005

GLEÐILEGT ÁR!
Það gamla er nú liðið og nýtt og skemmtilegt ár framundan. Síðasta ár var mjög skemmtilegt að mörgu leyti. Ætli það sé ekki best að hafa smá upptalningu á árinu sem var að líða:
Janúar - tja hvað gerðist í janúar úff það er svo langt síðan...jú kláraði skólan (að mestu) og lék í leikritinu meistaranum og margaríta með Hafnarfjarðarleikhúsinu. Stóð reyndar fram í apríl.
Febrúar - Venju samkvæmt átti ég afmæli í þessum mánuði og skrapp til Þýskalands á IMWe fund. Leikritið hélt áfram.
Mars - Skátaþing var haldið í þessum mánuði, æsispennandi kostningar til skátahöfðingja og fleirri mála. Leikritið hélt áfram. Undirbúningur fyrir Evrópuþing skáta kominn á fullan skrið.
Apríl - Ég komst að því þegar ég horfði á fréttaannál ársins að ég hafði misst af annsi miklu þennan mánuðinn. En Evrópuþing skáta var haldið þennan mánuðinn, ekkert páskafrí bara vinna vinna vinna vinna aðeins meira og spila í leikritinu.
Maí - Mig minnir nú að þessi mánuður hafi verið tiltölulega rólegur eftir æsinginn mánuðina á undan.
Júní - Fór til Þýskalands og London. Jón Grétar og Bára giftu sig, það var haldið uppá 17. júní. missti af landsmóti Lúðrasveita og tja...
Júlí - Agnes og Sissi giftu sig og við Álfheiður og ég fórum í Interrailferð um Evrópu. Mikið fjör, hittum fullt af skemmtilegu fólki og áttum yndislegan mánuð - Hvar er HVAR?
Ágúst - Kom heim úr Evrópureisu og fór og flatmagaði í hitabylgju á Úlfljótsvatni meðan ég stjórnaði flokksforingjanámskeiði.
September - Úff vann mikið og fór víða. M.a. fór ég með Svaninum á frábært Lúðrasveitamót í Þýskalandi.
Október - Vann aðeins meira og fór norður á Húsabakka í Svarfaðardal, á Gufuskála og á Úlfljótsvatn m.a. og já slóg í gegn í Sing star!
Nóvember - já bíddu við ég skrapp óvænt til Noregs á fund og hitti Ingó bróðir minni og fjölsk.
Desember - Rólegheit og át. Eyddum jólunum fyrir norðan og áramótunum fyrir sunnan.
Jæja þá er þessari upptalningu lokið í bili. Ég er að læra núna þarf að taka síðasta og eina prófið sem ég á eftir til að geta útskrifast á þriðjudaginn...best að læra!