Ég skellti mér á Duran Duran í fyrradag, snildar tónleikar. Mér leyst nú ekkert svakalega vel á þetta því að þegar ég gekk inn að þá var Simon ramm falskur og þetta einhvernveginn virkaði ekki. En í þriðjalaginni klikkaði þetta allt saman og fór að hljóma þokkalega. Þetta er náttúrulega stemmingsband en ekki bestu tónlistarmenn í heimi. Í hnotskurn er hægt að segja að þetta hafi staðið vel undir væntingum og var hin besta skemmtun.
Duran Duran kvöldið byrjaði reyndar ekkert svakalega vel. Hún Anna María vann í einhverjum leik ferð með limmu á tónleikana og út að borða á Rossopomodoro (eða hvernig sem það er nú sagt). Limman kom klukkutíma of seint svo það var étið í miklu hasti. Svo til að kóróna allt mætti ljósmyndari frá séð og heyrt og tók myndir af okkur í matnum og limmunni. Mættum á tónleikana þegar það var verið að spila fyrsta lagið...just in time ;-)
Svona rétt í lokinn er rétt að minnast á flotta jazz tónleika sem ég fór á með Finni og Matta. Nenni ekki að skrifa um þá, það er hægt að lesa allt um þá á www.finnurmagnusson.com Hljómsveitin heitri Tyft...
Jul 2, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment