Dec 29, 2004

jæja komin heim í heiðadalin á nýjan leik eftir mikla og góða afslöppun í höfuðstað norðurlands Akureyri. Ég afrekaði svo sem ekkert stórkostlegt þar en þetta var mjög kærkomin slökun. Það tók okkur um 6 tíma að keyra norður og aðra sex að keyra heim ferlega lélegt færi og nb ekki var stoppað að ráði.
Við fórum áðan á Stúdermanner myndina "Í takt við tíman" nokkuð góð sértaklega fer Dúddi á kostum. Mæli með henni lífgar uppá skammdegið :)
Áramótin eru framundan, mikil skipulaggning framunan í að velja heppilega flugelga nei elda til að skjóta og svo hvað maður eigi að gera um kvöldið þar sem kvöldið mun byrja í efri byggðum Kópavogs...spurning það er nefnilega svoleiðis að ég hef aldrei þurft að hafa áhyggjur af þessu yfirleitt fer maður bara í næsta hús í partý...kannski maður ætti bara að banka uppá hjá næsta manni...humm...spáum í því!

Dec 24, 2004

Gleðileg jól!

Ég er staddur í vellystingum á Akureyri í miklum snjóbil. Hef það fínt og vona að þið hafið það einnig. Kem aftur heim 28. des.

Dec 18, 2004

úff þunnur...það var stúdentsveisla í gær - Gísli bróðir var að útskrifast og mikilveisla haldinn í Logasölum hjá Mömmu og Pabba. Heppanaðist bara nokkuð vel og nýja húsið stóðst þessa miklu raun. En verra með mig þar sem ég þurfti að vakna í morgun og mæta á Svansæfingu. úff...en þetta er allt að koma. Ég er að fara að spila á eftir fyrir utan Pennan-Eymundsson í Austurstræti í tvisvar sinnu 30 mín. Ætti bara að verða nokkuð gaman held ég. En hvernig sem því líður að þá þarf ég að fara að taka mig til...og jú það eru litlu jólin hjá smá skátaklíkunni í kvöld...eitthvað er mætingin samt léleg en jæja!

Dec 12, 2004

skildi það vera jóla hjól...við fórum í gær og fjárfestum í prentara, Canon iP3000 sem prentar á myndir, báðumeginn og alles. Frábær græja! ég er búinn að eyða smá tíma í að fikta og hef sannfærst um að þetta voru góð kaup.

Dec 11, 2004

jibbý...jón er kominn með netið heima...eftir sex mánaða harða baráttu er það loksins komið í gegn :-) Tja eftir að ég fór að vinna í því tók það ekki nema ca. viku. En það minnir mig reyndar á eitt! ég þarf að uppfæra vírusvörnina. Best að vinda sér í það mál.
Annars er það helst í fréttum að ég hef tekið því rólega síðustu vikur, unnið til fimm og farið að klifra tvisvar í viku í klifurhúsinu. Þarf reyndar að vinna í dag frá tvö til sex.

Dec 2, 2004

Furðuleg umræða síðustu daga í fjölmiðlum. Mér finnst það sérkennilegt þegar landsmenn fara fetta fingur út í það að tónlistarmenn er að taka laun fyrir að vinna vinnuna sína. Ég sæi það í anda að vörubílstjórar færu að gefa vinnu sína svo hægt væri að afla fjár uppá margar miljónir. Mér finnst að það eigi að borga fólki mannsæmandi laun fyrir að vinna vinnuna sína og ekki hægt að ætlast til þess að sama þjóðfélagshópurinn sé sífellt að vinna frítt.

En annars er kominn nýr mánuður, vaknaði upp við þennan vonda draum í gær. Síðasti mánuður ársins, skrítið og það sem er skrítnara í þessu er að þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég er ekki í prófum. Ég ætla að nýta mér þetta til hins ítrasta og njóta lífsins. Á morgun verður farið í klifurhúsið að príla, á laugardaginn er komið að mánaðarlegum Wiskey klúbbnum og sunnudaginn að njóta lífsins :-)

Nov 29, 2004

Þá er aðventan hafin og styttist í jólin! Ég átti rólegheita helgi, fór á tónleika á laugardaginn hjá Lúðrasveit Hafnarfjarðar og var viðstaddur þegar dreifing friðarlogans hófst í gær í kaþólskirkjunni í Hafnarfirði. Ég og Finnur kíktum á Grand Rokk á laugardaginn og tókum í Kotru, frábært spil.
Afrek helgarinnar urðu ekki öllu meiri!

Nov 26, 2004

Síðasta helgi var frábær! Ég fór til Noregs á norrænan skátafund í skátamiðstöðinni Ingelsrud. Það var ekki nema 10 stiga frost en mjög stillt of fallegt verður. Eftir helgina var haldið til Drammen þar sem ég hitti Ingó bróðir minn og fjölskyldu. Á mánudeginum var haldið inní Osló þar sem ég hitti Jostein og nokkra aðra norsara. Jostein er með mér í IMWe team og við gátum spjallað um það fullt annað. Ég hætti svo við að fara heim og fékk gistingu í osló um nóttina. Daginn eftir var haldið í miðbæinn og skoðað í búðir. Fann reyndar ekki skátakontorinn eins og ég hafði ætlað mér en skiptir ekki öllu. Ingó kom svo og sótti mig og keyrði mig út á völl.
Framundan er helgi á nýjan leik. Ég geri ráð fyrir að fara í fjallgöngu á morgun og þarf að mæta í kaþólska messu á sunnudag. Annars er helgin lítið plönuð...

Nov 12, 2004

Það er komin helgi! Hæhó og jibbý jey! Það urðu aldeilis straumhvörf í vikunni - ég er á leiðinni til Noregs eftir viku á fund og að heimsækja Ingó bróðir. Mér bauðst að fara eftir að einn datt út og ákvað að grípa þetta tækifæri, enda hef ég ekki heimsótt hann bróðir minn síðan ég vann hjá honum '97 - spáið í því.
En þessa helgi ætla ég að nýta til hins ýtrasta og ef veður leyfir verður haldið í fjallgöngu.

Nov 4, 2004

Svei mér þá ef þetta er ekki búinn að vera strembin vika. Á mánudaginn var svansæfing sem gekk bara mjög vel, á þriðjudaginn var 92 afmæli skátastarfs á íslandi og við opnuðum nýjan skátavef og héldum félagsforingjafund, í gær fór ég á námskeið um hvernig sækja eigi um styrki og um kvöldið var SíL fundur og í dag hitti ég fólk út af námskeiði sem við erum að skipuleggja með Alþjóðahúsi og í kvöld er málþing um dróttskátastarf. Þetta allt er fyrir utan það sem ég á að vera að gera í vinnunni...eða svona með því. púff...

Framundan er fríhelgi sem ég ætla að nota til góðra hluta, m.a. hitta Wiskey klúbbinn

Nov 1, 2004

Üpp er runninn nýr mánuður, spáíð í því það er kominn nóvember. Það styttist í jólinn og nýtt ár. Svei mér þá! Það hefur heilmikið verið að gerast síðustu vikur hjá mér, sumir myndu segja of mikið. Um þar síðustu helgi fór ég á dróttskátamótið SAMAN á Gufuskálum, þvílík snild, og um síðustu helgi fór ég á Úlfljótsvatn og var með Sveitarforingjanámskeið. Framundan er langþráð FRÍ - sem ég ætla að nota til góðra hluta. En það er best að snúa sér að vinnunni núna!

Oct 20, 2004

miðvikudagur mið vika 20 október...forvitnilegt! Ég er búinn að jafna mig eftir þrekraun helgarinnar - var reyndar fljótur að því. Ég er á fullu að undirbúa næsta áfanga sem er ferða á dróttskátamótið SAMAN á Gufuskálum um helgina. En maður verður sér ekki út um mikið úthald að sitja við tölvuna allan daginn, éta majones og drekka kók. Þetta er allt saman til batnaðar eins og maðurinn sagði. Ég er víst á leiðina í ræktina í næstu viku með Jóni Grétari, ég gerði díl við hann að ef ég mætti í sund alla daga þessarar viku að þá þyrfti ég ekki að fara í ræktina í næstu viku - ég þarf víst að fara í ræktina...

Oct 16, 2004

Skrapp í fjallgöngu áðan á Helgafellið með Gísla bróðir. Stoppuðum í fjallakofanum áður og ég keypti nýja gönguskó enda veitir ekki af fyrir fjallgögnurnar sem eru framundan. Stíft æfingarferli er nú hafið fyrir næsta sumar þegar stefnan er tekin á Laugarveginn á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Í næsta mánuði verður haldið á Esjuna eða Keili veltur á veðri og öðrum aðstæðum. Jæja best að fara að þrífa af sér skítalyktina...

Oct 15, 2004

það er svo skrítið að það er komin helgi en á ný! eftir nokkrar mjög strembnar vikur er komin fríhelgi - spáið í því! Ég veit ekki almennilega hvað ég eigi að gera af mér - ætli ég skelli mér ekki bara í fjallgöngu á morgun ef veðrið er gott.

Oct 4, 2004

ég fór á snildar tónleika í gær með Beefólk. Helgi Hrafn á básúnu ásamt nokkrum austurríkismönnum. Þeir voru betri en ég þorði að vona, frábært að sjá samsetninguna og frumleikan í bandinu. Hlakkar til að heyra meira frá þeim. Einnig spilaði Wolfgang nokkur á gítar algjör snillingur.
Fór á októberfest á föstudaginn í tjaldi við Háskólan. Það var stappað í tjaldinu og svaka stemming! einnig fór ég á jazzband Eyjólfs sem var ágætt hefði samt kosið að halda áfram í tjaldinu.
Á laugardaginn var farið á stofnfund sambands íslenskra æskulýðsfélaga og aðalfund SÍL. Nokkuð gott allt saman. Um kvöldið hittist Wiskey klúbburinn öðru sinni og svo var haldið í Svanspartý og sungið í singstar, buxur fuku og brjóstahaldarar brendir....segi ekki meir...
Góð helgi, nokkuð strembinn þó!

Sep 30, 2004

startaði jazzhátíð í gær með glæsibrag - ég matti og finnur fórum á Kaffi Reykjavík að tvenna tónleika, sá fyrri var með Cold Front sem Björn Thor. leiðir, fanta góðir og seinni með Atlanthafsbandalaginu sem voru einnig mjög góður, svolítið fyndið að bassaleikarinn samdi nokkur lög sem báru heitin, n og p og t hann er sem sagt að vinna sig niður eftir stafrófinu :-) Sem sagt ótrúlega gott kvöld og hlakka til að fara á tónleika á föstudagskvöldið!

Sep 29, 2004

úti er rigning og rok...það er gott að vera inni :-) Jazzhátíð er sett í kvöld :-) og ég er að fara á fullt af tónleikum :-)

Jazzhátíð byrjar í dag og stendur fram á sunnnudagskvöld. Ég er ákveðinn í að fara á tónleika í kvöld, á föstudag og sunnudagskvöld á Broadway. Þessi Jazzhátíð er snildarframtak og ég hvet fólk til að kynna sér dagskrána á www.reykjavikjazz.com

Á föstudaginn verður haldið októberfest í tjaldi einhverstaðar við Hí. Þeir eru búnir að flytja inn Agustiner bjór frá Munchen...ég held að ég kíki þangað á undan jazzinum...októberfest er einhver sú mesta snild sem til er...ég þangað...

Annars er þessi færsla hjá mér afskaplega samhengislaus...ówell svona er þetta bara í...

Sep 22, 2004

í grámyglunni er stundum gott að sjá ljósið! í næstu viku hefst Jazzhátíð í Reykjavík og ég er búinn að kaupa miða á tónleika á föstudagskvöldið og sunnudagskvöldið. Bara snilld!
En meira af grámyglunni sem ásækir okkur þessa dagana, út er rigning - maður veit ekki hvort það sé heitt eða kallt eða bara yfir höfuð hvað er í gangi. svei mér þá! En það er svo sem ekkert slæmt við þetta í sjálfum sér, svona er þetta bara.
Hversu mikið á maður að vellta sér annars uppúr hversdagsleikanum? Yrði maður ekki bara geðveikur á því? sennilega...brostu fram í heiminn og hann brosir framan í þig...piff ekki veit ég hvaða snillingur fann þetta upp!
Ég er að spá i að fara á stórsveitartónleikana í kvöld - humm vonandi verð ég búinn að fundi í tíma...Jæja nóg komið að bulli...

Sep 20, 2004

góðri helgi lokið! Fór austur á Úlfljótsvatn á laugardaginn og fundaði stíft með Fræðsluráði BÍS, gekk vonum framar og við fengum frábæran mat. Á sunndudaginn var farið á námstefnu vegna Vest Norden námskeiðs sem ég skipulagði og kvöldið endaði á Fjörukránni með vestnorden liðinu í Víkinga máltíð.
Framundan er nokkuð stíf vika með miklum fundahöldum. Ég næ vonandi eitthvað kíkja heim til mín, þetta gengur ekki. Á föstudaginn er Endurskoðun hjá Svaninum sem er ágætis viðburður og helgin er svo framundan aftur...jej

Sep 17, 2004

helgin er að renna upp, súr og fögur. Það er ekkert sérlega spennandi spá held ég þannig að ég ætla að taka því rólega í kvöld og fram eftir degi á morgun. Seinnipartin verður haldið á Úlfljótsvatn á smá fundarhöld. Annars er ég búin að láta myndirnar mínar frá því í Bad-Orb inná þessa síðu.

Sep 16, 2004

hvernig er þetta eiginlega...þriðjungur þeirra sem fóru til Bad-Orb liggja veikir heima. Svei mér þá. Vissulega var vessum dreyft þannig að kannski er þetta ekkert skrítið! Ég er búin að vera frekar slappur síðustu tvo daga en ekki getað leyft mér það að leggjast í bælið, það er nóg að gera í vinnunni. En ég þarf víst að fara að drífa mig uppí Vindáshlíð svo ég komist nú einhverntíman heim í kvöld...bis dan...

Sep 15, 2004

Komin heim frá Þýskalandi. Þetta var bara snild...við komum út á fimmtudegi, flugið gekk að óskum nema að ein taska rifnaði og engir simbalar fundust! Hófst þá mikil leit og um síðir fundust þeir á íslandi. Á fimmtudagskvöldið var spilað á stað sem bruggar sinn eigin bjór og framreiðir snildar snitzel.
Föstudagurinn rann um hreinn og fagur! Fórum í náttúrulega laug og spiluðum. Þar hittum við fyrst Króatana sem áttu eftir að koma mikið við sögu síðar í ferðinni. Eftir góðan sundsprett var haldið í Pizzaveislu og þar komu einnig Elfa, Reynir og Rúnar stjórnandi við mikin fögnuð. Um kvöldið var haldið í tjaldið og borðað - þá komu Sævar, íris, Fjalar og Freysi. Freysi kom alla leiðinna frá Bandaríkjunum og var hvað óvæntasti meðlimur svansins um helgina. Þá kom röðin að okkur að ganga uppá svið. Við spiluðum Öxar við ána og El cumbacero uppá sviði. Lýðurinn æstist svo mikið að það var öskrað "meira, meira meira á þýsku". Ekki smá gaman að þessu æðislegt "Kikk".
Laugardagurinn var frekar þunnur! Spiluðum kl. 11 á solplatz og fengum svo pásu. Kl. 16 voru tónleikar í Konzerthalle og ég hélt eftir þá í cokteilboð hjá borgarstjóranum, frekar aumt boð. Um kvöldið voru rosatónleikar með concertina, frábært gamalt rokk popp band. Ella Vala mætti í sínu fínasta pússi og tók þátt í fjörinu með okkur.
Sunnudagurinn var frekar hress, spiluðum í konserthalle um morguninn og svo í stjörnu og göngu eftir hádegi. Dagurinn endaði með spilamennsku á gömlu brautarstöðinni þar sem við slógum en og aftur í gegn. Eftir spilamennskuna var borðað og drukkið, gáfum gjafir og þökkuðum vel fyrir okkur. Eftir það hélt hluti af hópnum á annan stað þar sem fyrir var pólska sveitin og einhverjir þjóðverjar! Einn þjóðverjinn bað okkur um að spila og hann sagðist þá borga bjórinn...sem við að sjálfsögðu þáðum. Tær snild Rúnar og Finnur spiluðu í tvo klukkutíma mikið stuð.
Aftur að tveim árum liðnum held ég að hafi verið samhljómur í restina...frábær ferð! Takk allir sem komu og gerðu þetta að þessari snild.

Sep 8, 2004

þá er komið að því! Á morgun held ég af stað ásamt Svönsurum til Bad-Orb í Þýskalandi á lúðrasveitarmót, kem heim á mánudag. Aldeilis fjörug vika síðan síðasta færsla var skrifuð...fór á laugardaginn á 10 ára endurfundi úr Snælandsskóla, mikið fjör með tecila boðhlaupi uppistandi og myndasýningu. En spáið í því hvað maður er gamall 10 ár frá því maður var í grunnskóla úff! En síðan tók við lestur fór í próf á mánudag og þriðjudag aftur í vinnuna í dag og á morgun sem sagt farinn til Þýskalands í sólina :-)

Sep 2, 2004

Mikið er hef ég verið lélegur að setja inn hér einhverja þankaganga síðustu vikur, en á því eru svo sem ýmsar skýringar. Ætli maður fari ekki að bæta sig í þessu! Það má eiginlega segja að síðan ég kom úr sumarfríi hafi verið nóg um að vera í vinnunni enda starfið allt að komast á fullan skrið auk þess sem maður var á fullu í menningarnótt og undirbúa utanlandsferð með Svaninum. Já svanurinn fer efnir nákvæmlega viku til Bad-Orb í þýskalandi á festival...verður mikið stuð. En jæja hættur í bili og farinn heim enda komin tími til.

Aug 25, 2004

helgin var mögnuð...öndin spilaði á Kaffi Vín sem fyrr við mikin fögnuð, farið var í göngu og spilað þar til við vorum stoppaðir af um fjögur leytið. Ég setti eitthvað af myndum á myndasíðun en klára þetta á eftir vonandi.

Aug 19, 2004

jæjajæjajæja...Jón er komin heim. Það biðu mín að sjálfsögðu staflarnir af verkefnum strax við lendingu en það hefur gengið ótrúlega hratt á búnkan, enda undirbjó ég þetta vel áður en ég fór í frí. Í síðustu viku var ég á Úlfljótsvatni að stjórna flokksforingjanámskeiði - stök snild, frábært veður og vel heppnað í alla staði. Einnig þreytti ég frumraun mína í að leiðbeina á Gilwell sem tókst með ágætum og tók á móti 40 bretum. Sem sagt maður er komin í gírinn enda búin að hlaða batteríin vel.
Ferðin var snild og við áttum yndislega mánuð saman ég og Álfheiður flakkandi um Evrópu. Ég vona að myndirnar fari að komast á netið þannig að það sé hægt að sjá snildina. Ferðasagan er á interrail síðunni okkar.
MENNINGARNÓTT er framundan. Dixiebandið Öndin verður á Kaffi Vín eins og áður að skemmta landanum fram undir morgun. Talið verður í um kl. 22 svo mætið tímanlega.

Jul 5, 2004

Umferðateppa...spáið í þessu ég lenti í umferðateppu á íslandi! En það var svo sem ekki alvarlegt þó maður sé klukkutíma lengur á leiðinni heim að norðan heldur en venjulega. Allt gekk þetta á endanum og ökumenn tiltölulega þægilegir í umgegni.
INTERRAIL 2004 hefst á morgun þegar við stígum uppí flugvél og höldum á vit ævintýrana. Flogið verður til Hamborgar og þaðan haldið niður þýskalands. Dagbók ferðarinnar verður færð samviskusamlega á interrail.blogspot.com og jafnvel eitthvað á þessa síðu.

Jul 3, 2004

nú fór ég laglega að ráði mínu...rauk norður í land í brúðkaup og skyldi jakkafötin eftir heima. En að tilstuðlan bróður míns að þá eru þau að koma fljúgandi norður í land í þessum töluðum orðum svo ég ætti að geta klætt mig almennilega í veislunni á eftir.
Ég er nú ekki alltaf mannglöggur, maður hittir marga og stundum slær úti fyrir mér - ótrúlegt en satt! Ég var í mínum mestu magindum að þrífa drossíuna mína á shellplaninu þegar maðurinn við hliðina á mér nb. sem var að þrífa rúta gargar á mig "hvað er þú að gera á norðurlandi" ég hrekk við og lít á manninn - humm hver skildi þetta vera??? þá segir hann "þekkirðu mig ekki" úff sviti jú loksins átta ég mig á því hann hafði verið í tjaldbúðarstjórn á landsmótinu 2002. Svona er þetta þrátt fyrir góðan ásettning að þá tekur stundum smá stund fyrir fattarann að fara í gang.
En jæja best að fara að ná í fötin út á flugvöll!

Jun 30, 2004

vikan hálfnuð og fólk farið að sætta sig við niðurstöðu síðustu helgar þá kemur eins og hvellur niðurstaða nefndar um þjóðaratkvæðagreiðsluna! Í fyrstalagi skil ég ekki afhverju forsetinn skrifaði ekki undir þessi lög en það er víst búið að ræða það nóg en þessar vangaveltur um atkvæðagreiðsluna skil ég enganvegin. Ég get ekki séð að það sé óréttlátt að setja einhverja takmörkun varðandi þessa atkvæðagreiðslu t.d. um lágmarksþátttöku.
En af öðrum og skemmtilegri málum að þá eru einungis 6 dagar í interrailferðina. Við erum að verða búin að skipuleggja allt og ekkert annað að gera en að pakka í tösku og halda á vit ævintýrana :o)

Jun 28, 2004

Tækifærissinninn Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið kosinn forseti íslands þriðja kjörtímabilið (og vonandi það síðasta). Þetta kom svo sem ekki á óvart en það sem kom mér á óvart afhverju enginn boðlegur gat boðið sig fram á móti honum. Það er hægt að segja að þetta er engin glæsikosining fyrir Ólaf Rangar. Einungis 62,5% drattast á kjörstað, 20% skila auðu og um 10% kjósa aðra frambjóðendur. Segjum sem svo að það hefði verið hefðbundin kjörsókn (um 85%) og flestir þeirra hefðu kosið annan frambjóðanda ásamt auðuseðlunum að þá hefði verið auðvelt að velta honum úr sessi. En svona er þetta við kjósum yfir okkur mann sem hefur ekkert að gera á Bessastöðum. En afhverju kalla ég hann tækifærissinna? nú jú ég held ég geti fullyrt það að hann hefði ekki beitt neitunarvaldinu á fjölmiðlafrumvarpið hefði hann átt í einhverri kosningabaráttu! Ólaf Ragnar kýs ég aldrei og skal það hér með skráð...Já og svo er það svo fyndið að hann vogar sér að kenna mogganum um sýnar ófarir - hey common - vissulega var þetta stórfrétt að skoðanakannanir hafa sýnt fram á það að um fjórðungur myndi skila auðu auðvitað er þetta efni sem á heima á forsíðu. Fólk ætti frekar að líta í eigin barm í stað þess að benta út í loftið...

Jun 24, 2004

þá er sumarið búið - í nótt gránaði í fjöllum og hittinn fór niður úr öllu valdi. Eins gott að maður er að fara af stað í Evrópureysu eftir réttar tvær vikur. Já það styttist óðum í ferðina í gær fórum við og keyptum interrail miðana kostaði litlar 100600 kr þannig að heildarferðakostnaður er um 145 þús. Ég held að það sé ágætlega vel sloppið. Við erum að mixa ferðina en það sem er ákveðið só far er að fljúga til Hamborgar og gista þar fyrstu nóttina fara síðan eitthvað og koma til Stuttgart þar sem við dveljum hjá þeim heiðurshjónum Írisi og Sævari. Þar verður dvalið fram á sunnudag og farið til Kandersteg í Sviss. Meira er nú ekki fast ákveðið en ég geri ráð fyrir að þaðan verði farið til Ítalí og svo slóveníu...kemur í ljós.
Helgi er framundan - við erum á leiðinni norður í höfurstað norðurlands Akureyri. Þar fara fram æfingar fyrir brúðkaupið hjá bróður Álfheiðar og afslöppun.

Jun 21, 2004

þá er nú komið að skirfum á sólríkasta degi ársins! Ég er búinn að fara til London og vera veikur, fór í brúðkaup og útskriftaveislur og skírn. Spilaði í skrúðgöngu og lagðist aftur veikur.
En sólin skín og ég er á leiðinni á Úlfljótsvatn...gott að geta slakað á í sólinni...ef maður fær þá að slaka á...

Jun 11, 2004

upp er runninn föstudagur...ákaflega skýr og fagur...ef ég ætti úti kindur þá myndi ég fara til útlanda...tralla tralla útlandi! Úmbarassa úmbarrassa...
Ég er á leiðinni til London í frí...að mestu. Að sjálfsögðu tóks mér að klúðra fríinu að hluta en ég fer á fund allan morgun daginn í Gilwell Park út af Eurojam, en það ætti nú samt að vera nokkuð áhugavert. Álfheiður tók það hátíðlega loforð af mér í gær að ég myndi ekki versla neitt dót - aldrei má maður neitt. En annars held ég að listisemdir London verði kannaðar þó ég stefni ekki á að slá met Jóns Arnar í þeirri borg síðan '97.
Já það eru komnar myndir frá síðustu helgi inná myndasíðuna mína.

Jun 9, 2004

kominn heim frá útlandinu og fer eftir tvo daga aftur og í þetta sinn til London. Ég mun fara með starfsfólkinu á skrifstofunni þetta er reyndar engin frí ferð þar sem ég fer í Gilwell park á fund á laugardaginn út af EuroJam.
En annars var þýskalandsferðin mjög góð! Ég kom út á miðvikudegi og Christoph pikkaði mig upp, þeir C+C hýstu mig og gáfu mér að eta og ég notaði daginn til að klára ókláruð verkefni. Um helgina var svo fundað um IMWe og kannað hvort Keiler væri í lagi, sem hann var.
Ég fjárfesti í nýrri myndavél af Samsung gerð, ágætis gripur. Set linkinn á myndirnar hér þegar ég hef komist í að setja þær inn...

Jun 1, 2004

Ótrúlegt! Vinnuvikan byrjaði í dag og endaði hjá mér - á morgun um þetta leytið verð ég í Þýskalandi hjá Christof og Christoph að eta steik og dreka bjór, ekki slæmt það!
Það er skemst frá því að segja að ég gerði mest lítið um helgina. Át og drakk í veislu hjá Hemma, setti upp eitt tjald og glápti á imbann. En ætli ég fari ekki að koma mér heim maður þarf víst að fara af stað um hálf fimm til að fá frítt í rútuna...sveim mér þá...Reynir þú verður að fara að passa þig ég er alvega að ná þessu...

May 28, 2004

það er kominn föstudagur spáði í þessu! Vinnuvikan búinn og löng helgi framundan. Ég þarf reyndar að vinna á mánudaginn en jæja so be it...Annar merkilegur áfangi líka mánuðurinn er á enda, hann var skrýtin með meiralagi þessi mánuður. Bland af mikilli vinnu og lestri humm skrýtið. Júní verður hinsvegar mjög skemmtilegur samspil af vinnu, ferðalögum og spilamennskum.

May 26, 2004

Þýskaland - þá er það farið að skýrast varðandi Þýskalandsferðina mína í næstu viku. Ég fer út á miðvikudaginn og Christof og Christoph taka á móti mér. Ég gisti hjá þeim í tvær nætur og fer yfir planið fyrir bad-orb í haust. Þar næst verður haldið á IMWe fund í Rieneck og heim aftur á sunnudegi. GEGGJAÐ dæmi...
búinn...þá er skólagöngu minni vonandi lokið í bili en henni líkur sennilega aldrei að fullu. Allavega er það ljóst að það er komið hlé. Framundan er vinna og aftur vinna.

May 25, 2004

fyrri helmingur afstaðinn og sá seinni að koma...sem sagt ég er einu skrefi nær því að útskirfast og það klárast á morgunn. Ég hef enga trú á öðru (7,9,13).
Hvað sem því líður að þá er komið sumar og ég laus við þennan skóla á morgunn get einbeitt mér 130% að vinnu og ferðast til útlanda. Hvítasunnuhelgin er framundan sem er LÖNG helgi. Ég mæti nú örugglega samt í vinnu á mándaginn til að bæta upp fyrir vinnusvik þessarar viku og einnig reyna að vinna í haginn fyrir næstu viku þar sem ég fer út á miðvikudaginn.
En það er best að fara að lesa til að ná þessu á morgunn...

May 23, 2004

í dag er sunnudagur ég er inni að læra...sluksinn jón...úti var sól ekki núna sem betur fer. Hvað er þetta með sunnudaga, þegar þessi dagur rennur upp fer maður í einhvern ákveðinn gír. Heilinn hættir að fúnkera og maður dormar bara eins og tja ja kannski ég láti það vera að útskýra það (gæti valdið misskilningi). Á morgun er mánudagur og þá vakna heilasellurnar vonandi aftur til lífs, þær geta ekki allar verið dauðar.
Annars var ég að velta því fyrir mér að allt í einu er komið sumar. Veturinn veturinn var á margan hátt sérstakur, tók þátt í leikhússtarfi, kláraði skólann að mestu, byrjaði að vinna 230 % vinnu, tók þátt í Evrópuþingi. Árið er rétt hálfnað og maður búinn að þessu öllu. Sem betur fer verður sumararið ekkert síðra.
Jæja ætli maður hætti ekki þessu ekki og snúi sér að skemmtiatriðunum...

May 21, 2004

mikið hef ég nú verið lélegur bloggari undanfarið, enda nóg að gera. Ég kláraði prófin á föstudag en það vildi ekki betur til en að ég þarf að taka þau aftur á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku svo að þessi helgi fer fyrir lítið...heim að lesa. Síðan kemur langþráð fríhelgi um Hvítasunnuhelgina. Helgina eftir eða á miðvikudeginum eftir verður haldið í langferð til Þýskalands á IMWe fund heim aftur 6. júní og út til London þann 11. Heim aftur þann 14. júní. Síðan tekur við Brúðkaup hjá Jóni Grétari og Báru og Landsmót Lúðrasveita um sömu helgi, erfitt að vera á tveim stöðum í einu!
Þetta er júní í grófum dráttum.

og hvað svo...

May 12, 2004

lesa lesa lesa lesa...lesa lesa lesa! Ég hef lítið gert annað. Jú horfði aðeins á júróvision áðan ágætis skemmtun að hlægja að lélögum lögum. Forvitnilegt að sjá að sömu löndin senda alltaf ellipoppara eða ég veit ekki hvað í keppnina.
En ég er sem sagt að lesa fer í próf á föstudagsmorgun og er svo back in buisness...

May 4, 2004

ÞAÐ stendur ekki á mér! Sólin skín og allt í fúll swingi. Ég er farinn heim að lesa. Próf á laugardaginn og á föstudaginn í næstu viku og þá verð ég frjáls...

Apr 29, 2004

Vikan líður sveimér hratt! Strax lokið. Frágangi eftir Evrópuráðstefnu skáta er að mestu lokið og við taka önnur verkefni enda fjölmörg sem hafa beðið. Maður hefur eiginlega verið í lausu lofti ekki vitað hvar maður eigi að byrja. Engin sérstök pressa og sumarið frekar laust í reypum. En maður er farinn að huga að næsta vetri og undirbúa starfið fyrir hann.
Gaman að ræða sumarið samt! Framundan er fjöldin allur að utanlandsferðum hjá mér. Í byrjun júní er IMWe fundur og ég fer út 2. júní og kem heim þann 6. næsta ferð er 6. júlí - 3. ágúst en þá munum við skötuhjúin gera víðreisn um Evrópu. Þriðja utanlandsferðin er síðan ferð á lúðrasveitamót í bad orb 9.-13. sept. og svo fer ég væntanlega á námskeið í Brussel í okt. Ég held einhvernveginn að ég verði kominn með nóg þá.
Nóg um ferðaplön...best að klára að undirbúa fundinn sem ég er að fara á...

Apr 26, 2004

Back again after the conf...Afsakið enskan hefur verið mitt fyrsta tungumál síðustu dagana en þetta er allt að lagast. Nokkuð ánægður með árangurinn okkur tókst að komast klakklaust í gegnum ráðstefnuna og heim fóru 400 ánægðir útlendingar. Þetta er þvílíkur skóli sem maður fékk þarna á einu bretti.
Ég er svona smátt og smáttt að ná áttum eftir þessa törn og horfa yfir verkefninn sem hafa beðið meðan þessi ráðstefna var í gangi. Markmiðið er að hreinsa borðið í vikunni og fara að læra fyrir próf í næstu...veitir ekki af.

Apr 9, 2004

GRASEKKILL...Álfheiður fór norður yfir páskana og Jón situr einn heima og þarf að vinna alla páskana, með hálsbólgu. Hafið þið heyrt annað eins. Annars verður fjör! Skrýtið að mæta í vinnu á föstudaginn langa, ég held að ég geti fullyrt það að ég hef aldrei á minni lífslöngu æfi eytt þessu degi í vinnu áður. En maður kemur miklu í verk lítið um símatruflanir og þess háttar þar sem allir eru í fríi.
Á morgun ætlum við félagarnir að snúa bökum saman og grilla heima hjá geira túttu. Ætti að verða fjör og góðar umræður. Jæja dagurinn er orðinn langur best að koma sér heim á leið.

Apr 4, 2004

Sunnudagsmorgun, jón nokkuð hress mættur til vinnu. Á föstudaginn var hin árlega árshátíð Svansins haldinn með miklu stuði að venju. Mér tókst nú að komast skammarlaust frá henni held ég, fólk var eitthvað rólegra í ár heldur en í fyrra. Í gær var ég í leikhúsinu. Við þurftum að koma nýjum trommara inní sýninguna, þar sem að Elli trommari slasaði sig. Ótrúlegt en satt að þá gekk þetta upp þrátt fyrir að trommarinn hefði einungis séð eina sýnginu og fengið tilsögn um hvar og hvernær hlutirnir gerðust. Eins einusinni var sagt ÓTRÚLEGT.
Jæjæ best að hætta blaðrinu og snúa sér að vinnunni. Þarf að vinna upp eitthvað sem ég sleppti í gær. og svo ferming á eftir.

Apr 2, 2004

sit hér á skrifstofinni minni og er að klára langan og strembinn vinnudag! Dagurinn hefur verið strembinn en nokkuð góður, tókst að koma nokkuð miklu í verk þó ég segi sjálfur frá. Framundan er vinnujamleikhúshelgi! Ég geri ráð fyrir að þurfa að vinna allahelgina, á morgun er árshátíð Svansins, laugardaginn sýning og á sunnudaginn ferming. Það er sem sagt nóg að gera eins og það á að vera. jæja best að fara að hætta þessari vitleysu...

Mar 26, 2004

Ég sat stórskemmtilega námstefnu í gær - þínar ákvarðanir þinn árangur - marg hafði ég heyrt áður en marg nýtt líka. Ég ætla nú ekkert að fara nánar út í þessa sálma hér.
Netið er að komast í gang - við erum búinn að fá samþykki frá RHÍ veldinu þannig að það hlítur að ganga í kvöld. Jæja best að fara að gera sig kláran fyrir leikhúsið í kvöld...

Mar 24, 2004

Ný björt vika er nú hálfnuð án þess að jón hafi lagt sitt mál á vogaskálarnar. Um helgina var magnþrungið skátaþing og á mánudag og þriðjudag var ég fram á kvöld að vinna í skátablaðinu. Já ritstjórinn Jón stígur fram á ritvöllinn og gefur út sitt annað skátablað. Að þessu sinni er um að ræða 24 síðan blað. Vonum það besta :-)
Þráðlausa netið er ekki en komið í gang. Ég er kominn með búnaðinn en hef ekki haft tíma til að mixa dæmið þannig að þetta virki. Klára það í kvöld.
Á morgun er ég að fara á námstefnu á vegum sau og thí. Mjög spenntur það er að koma fyrirlesarar frá Bandaríkjunum og m.a. Keller sem samdi bókina stratetic brand management. MJÖG góð bók og en betri fyrirlesari...vonandi. jæja best að undirbúa sig fyrir fund sem hefst eftir hálftíma...

Mar 16, 2004

Það styttist óðum í skátaþing 2004, þar sem kosið er í helstu embætti skátahreyfingarinnar. Þar sem það styttist í þingið að þá er eðlilega allt vitlaust að gera, klára skýrslur og undirbúa þingið. Þetta fer að minna á skóladaga þegar maður var á fullu frá morgni til kvölds, mínus viðkomurnar í kaffipásum. Tja jú við fáum einhverjar en ekki eins og í skólanum. Ég segi allavega eitt að ég verð þess fegnastur þegar næsta helgi er afstaðin og maður getur farið að snúa sér að öðrum málum.
Við pöntuðum um daginn þráðlaust net hjá Ogvodafone með tengingu í gegnum Hí netið sem þyðir að við borgum 2500 kall á mánuði og ótakmarkað gagnamagn og 1mb tengingu. nokkuð gott nema að ég er ekki enþá búinn að fá búnaðinn sem átti að vera til á föstudaginn, mánudaginn, þriðjudaginn...kannski á morgun. Ég er enþá temmilega þolinmóður en sú þolinmæði endist ekki mikið lengur.

Mar 15, 2004

Sodavatnsglas...það er ekki til...bjór...það er ekki til...hvað áttu þá..svona byrjar þetta víst. Hitt hljómaði bara miklu betur enda skiptir þetta engu máli.
ég er svolítið þreyttur...þurfti að mæta á fund kl. 8 í morgun í Hallgrímskirkju. En ég fékk að skoða turninn í fyrsta skiptið...nánar síðar

Mar 13, 2004

Skrýtin saga gerðist hér við rætur patríentafjallsins...svona byrjar hið frábæra leikrit Meistarinn og Margarríta. Ef þú átt eftir að sjá það að þá eru einungis eftir 5 sýningar. Kíktu á www.hhh.is og pantaðu miða!
Ég er búin að vera í dag að leiðrétta árskýslu BÍS en hún á að fara í prentun á mánudag. Vika í fjörugt skátaþing.
Jæja ætli þetta sé ekki að verða gott í dag.

Mar 11, 2004

EIN skemmtisaga! Það heyrðist af dreng...sem er "bróðir"...fór í hús í Hafnarfirði og bankar (bank bank) og enginn kemur til dyra. Hann tekur þá upp símann og hringir í viðkomandi og hann segist vera heima og segir honum að koma inn. Eftir smá stund ferð "viðkomandi" að lengja eftir "bróður" og fer út að kanna hvort hann sé á staðnum. jú bíllinn er þarna en enginn "bróðir" ef smá stund sér hann hvar "bróðir" kemur út úr næsta húsi....

Mar 9, 2004

LANGUR dagur á enda runninn! Ég er búinn að taka þrjá langa og stranga fundi í dag og er nú að aðstoða við að klára gögn fyrir skátaþing. Skátaþingið verður einmitt um aðra helgi og það verður nóg að gera fram að því. Þegar því líkur tekur svo strangur undirbúningur fyrir Evrópuþingið í apríl.
HELGIN var nokkuð róleg. Á föstudaginn féll niður sýning þannig að við áttum notarlega kvöldstund heima. Ég fór í vinnuna á laugardaginn og um kvöldið kíkti ég á jazztónleika á kaffi list, hitti þar finn og fjalar. Nokkuð gott. Á sunnudaginn var haldið í brjáluðu veðri austur fyrir fjall á Gilwell námskeið.
ÉG er orðin það þreyttur og lúinn núna að ég hef í sjálfum sér ekkert að segja. Morgundagurinn verður svipaður og þessi en samt styttir vonandi.
EITT gleymdist að segja frá...við skötuhjúin bókuðum flug til Hamborgar á laugardaginn. Farið verður út 6. júlí og komið heim 3. ágúst. Við ætlum að þvælast um Þýskaland, Sviss, Ítalíu, Slóveníu, Tékkland, Slóvakíu, Ungverjaland og Póland. Meira er ekki planað í bili. Við treystum á að fá gistingu hjá vinum og kunningum í flestum þessara landa...kemur í ljós síðar.

Mar 5, 2004

það er kominn föstudagur og ég hef ekkert skrifað síðan á þriðjudag...sveiattan jón! EN sá óvænti atburður átti sér stað að MM sýningin í kvöld féll niður og ég átti að spila. Hvað á jón að gera af sér þá? Sýningin í gær gekk mjög vel og það voru planaðar sex sýningar til viðbótar. Spurning hvað verður.
Jæja farinn að velta fyrir mér hvað ég eigi í ósköpunum að gera af mér...en ætli maður þurfi samt ekki að vinna á morgun og sunnudaginn verður farið á Úlfljótsvatn, sem er vinnudagur þá líka.

Mar 2, 2004

Einn vinnudagurinn að enda kominn! Sit hér í úrhellsrigningu að loknum fræðsluráðsfundi að ganga frá málum dagsins. Það er víst svo að sumir dagar eru lengri en aðrir. En þetta er svo sem að verða ágætt og gott að koma sér heim.
Þeir eru skrýtnir þessir dagar! Úrhellisrigning, eldingu laust niður í fokker, tja ekki vildi ég vera úti á sjái.
JÆJA....sagði maðurinn og fór

Mar 1, 2004

SVEIMÉR viðburðarík helgi. Á föstudaginn var sýning í MM sem var óvenju skemmtileg, það hefur aldrei áður veðið hlegið jafn mikið. Þegar hléið byrjaði og fólk týndist fram heyrðust þessir ógurlegu brestir og allir kíktu fram í sal furðulostnir...ein kona stóð þá hálf uppúr áhorfendapöllunum...hafði sem sagt farið í gegnum þá. En til allrar blessunar var hún heil og málinu var reddað í skyndi. Sýningin hélt svo áfram og gekk bara ljómandi vel.
LAUGARDAGURINN var vinnudagur. Við tókum til í geymslunum í 123, nokkuð gott afrek. Fríi um kvöldið en álfheiður var að spila. Lenti í gestgjafarhlutverki þar sem Sissi bróðir Álfheiðar kom í heimsókn.
SUNNUDAGURINN var tekinn rólega. fór í útskriftarveislu hjá JGS og á fund hjá SÍL og foringjakvöld um kvöldið. Framundan er vika funda, stra í dag, fra á morgun, gilwell í hádeginu á miðvikudag, svanur um kvöldið...sýning á fimmtudag. S.s. nóg að gera.

Feb 26, 2004

LANGUR dagur sem fyrr! Er búinn að eyða kvöldinu í að skipuleggja Ds. gönguna. Á morgun verða svo stíf fundahöld og leikhús. púff. vinna á laugardaginn púff...hvað svo...

Feb 25, 2004

MÁLEFNI dagsins er umræður á spjallþráðum. Þetta er mér hugleikið þessa stundina - hvernig er hægt að halda opnum spjallþráðum þannig að binda hendur manna sem minnst. Um leið og maður setur aðgangsstýringu að þá ertu að hefta aðgang viðkomandi að spjallinu. En því miður er alltaf til fólk sem ekki kann sig og tjáir sig og jafnvel er með aðdróttnanir á aðra í skjóli nafnleyndar.
ÉG er núna þessa stundina á fundi á einhverjum spallþræði út af IMWe...frábært hvað nútímatækni auðveldar manni lífið.

Feb 23, 2004

ÉG átti góða helgi! Frekar fyndið atvik í leikhúsinu á föstudaginn, en þá kom einn af "flensborurunum hlaupandi bak við með buxurnar á hælanum eftir síðasta atriðið. teygjan hafði gefið sig.
ANNARS var þetta nú bara hin rólegasta helgi, var að vinna á laugardaginn og passaði Unni Hlíf. á sunnudaginn bakaði ég köku og fékk nokkra góða skáta í heimsókn. OG endaði jú helgina á boði í tilefni Vetrarhátíðar...
ÉG er ákveðin í að fá mér þráðlaust ADSL þetta verður bara að kosta nokkrar krónur víst...

Feb 20, 2004

SPILAÐI í gær í miðbænum við setningu á Vetrarhátíð með Svaninum. Þetta heppnaðist ágætlega hjá okkur á endanum. En mér fanst hún mjög sérstök þessir laser sýning...allavega höfðaði ekki til mín.
HELGIN er framundan! Ég er að spila í kvöld í MM og svo er Örstefna á morgun. Restinn af helginni er óráðin sem er barasta með ágætum.
VAR að spá í að fá mér adsl tengingu heim. Þetta er nú samt frekar dýrt. Það myndi kosta mig 45000 kall árið...ég held ég geti nú notað þennan pening í eitthvað annað. En maður verður samt að hafa netið. Erfitt mál...humm!

Feb 19, 2004

ÞAKKA hlýjar kveðjur í gær! Ég eyddi afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar, mjög fínt.

VIÐ eru nánast búinn að ganga frá Interrail ferðinni næsta sumar. Veltur núna á vinnu fyrir Álfheiði og þegar það er í höfn munum við bóka miða :-) Íris og Sævar! Vonandi verðið þið eitthvað heima í júlí!

Kjallarinn í Rieneck er staður þar sem bjórinn (Keiler) er drukkinn á kvöldinn. Væntanlega verið vínkjallari áður sem er búið að innrétta og setja hita í gólf, mjög góður staður.

Feb 18, 2004

ÉG á afmæli í dag, ÉG á afmæli í dag, ÉG er 26 ára í dag...fjör fjör! púff djö..er maður að verða gamall!

FERÐASAGA helgarinnar: Ég fór til Þýskalands um síðustu helgi og dvaldi þar í góðu yfirlæti. Farið var af stað á fimmtudegi og flógið var til Frankfurt, þaðan var lestin tekinn til Mainz. Þar sem ég gat ekki hitt gestgjafan minn fyrr en kl. 19 að þá eyddi ég deginum í að skoða þessa borg. Ég hef aldrei vitað til þess að 20 kirkjur gætu verið innan miðborgarinnar. Ég sá Rín, dómkirkjuna og nátttúrugripasafnið svo eitthvað sé nefnt. Þegar mér leiddist allt þetta labb var sest niður á pöb og drukkninn hveitibjór og snætt snidsel. Um kvöldið hitti ég svo Jostein frá Noregi og við drukkum meiri bjór saman. Daginn eftir skoðuðum við restina af borginni og fórum til Rieneck.
Rieneck var að sjálfsögðu á sínum stað og við hetjurnar meikuðum brekkuna upp að kastalanum. Þar tók restin á móti okkur og skipulagsvinnan hófst. Unnið var fram eftir og svo var farið í kjallaran. Laugardagurinn var svipaður eða það var unnið frá níu til miðnættis og svo í kjallarann. Þema næsta árs IMWe verður "The body form inside".
Sunnudagurinn byrjaði á að ég og Jostein voru keyrðir á lestarstöðina, enda enþá að jafna okkur eftir labb föstudagsins. Við biðum eftir lestinni sem átti að koma 9:50, en þá var tilkynnt að henni hefði seinkað um 8 mín. Sem þýddi að við vorum tveimur mín of seinir til Gemunden í lestina til Frankfurt. Næsta lest til Frankfurt fór ekki fyrr en kl. 11:00 sem þýddi geigvænlegt stress fyrir Jón þar sem hann þurfti að ná flugi kl. 13:40 og lestarferðin tekur einn og hálfan tíma. Við komum til Frankfurt kl. 12:33 og þá var hlupið í S-Bahn og kominn út á flugvöll kl. 13, hlaupið í "sky line" og að afgreiðsluborðinu þar sem liðið var að ganga frá - en ég náði að innrita mig og hlaupa að hliðinu í tæka tíð. Ég er enn að ná mér...

Feb 11, 2004

ÞÝSKALAND hér kem ég - ég er á leið til Þýskalands í fyrramálið og kem aftur heim á sunnudag. Tilgangur ferðarinnar að þessu sinni er að fara á fund í Rieneck með böns af liði út af IMWe. Því miður get ég ekki tekið þátt í IMWe í ár en ég fæ þó að taka þátt í undirbúningnum. Þannig eins og ég segi...ekki búast við að ég svari pósti eða síma fyrr en á sunnudag.
EN maður verður víst að drífa sig heim og leggja hönd á plógin áður en maður flýr af hólmi...

Feb 9, 2004

HELGIN búin! Ég eyddi henni nú mest megnis í að aðstoða foreldrana mina við flutning og undirbúning á því og í leikhúsinu. Skrapp reyndar á Þorrablót Svansins á laugardagskvöldið og smjattaði á súrmeti alveg ágætis skemmtun það. Það óvenjulega er að það er engin æfing í kvöld hjá Svaninum - skrýtið það en hún verður á miðvikudaginn í staðinn.
ÉG sé það að ég hef ekki ferðast nóg um heiminn enda mest megnis ferðast um mið evrópu og norðurlöndin. Það setur aukin kraft í mann að kanna hvort ekki sé ráð að fara á Interrail í sumar.
JÆJA ætli það sé ekki best að fara að koma sér heim á leið. Það er beðið eftir manni heima!

Feb 5, 2004

JAHÉRNA ég hef heimsótt 4% af löndum heimsins:

create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
Spáið í því
SÆNSKUR það er nú bara það já! ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri kominn útá svona hættulega braut með að fjárfest í þessum Sænska eðalgrip - hvað gera bændur nú kaupa sér Volvo eða? spurning! En ný þvottavélasaga - vissum betri helming datt í hug í gær að prófa nýja gripinn og setti samviskusamlega í vélina og setti í gang. Eitthvað lét þó vélin illa svo hringt var í hinn helminginn og spurt hvað gengi nú eiginlega að nýja fína gripnum. Hinn helmingurinn var nú fljótur að finna út úr þessu - gleymst hafði að skrúfa frá vatninu.
SVANURINN spilaði í þættinum FóLK í gær við mikinn fögnuð. Ég hef ekki séð þetta en mæli með að FÓLK horfi á endursýninguna ef kostur er.

Feb 3, 2004

ÚPPS! sorrý Íris...ég vissi að ég hefði klikkað á því að setja einhverja inn! Búið að bæta úr því hér með og þið fáið heiðursæti hér. Maður þarf greinilega að passa sig betur.
EN á morgun mun Svanurinn spila í þættinum FÓLK á skjá einum, hvet alla til að fylgjast með allavega seinnihlutanum.
ÞAÐ helsta í fréttum er að ég er á heimleið að taka á móti nýju þvottavélinni og að sjálfsögðu keyptum við asko þvottavél sem ætti að endast okkur næstu 20 árin! vona það allavega annars drepur álfheiður mig.

Feb 1, 2004

VAR að koma heim úr vinnuferðinni. ferðin gekk vonum framar hressir krakkar sem höfðu sitthvað til málana að leggja. En um leið er maður frekar þreyttur en ánægður. Er á heimleið að fara að standstja íbúðina. KATA ég lofa....

Jan 31, 2004

LÍFIÐ í Furugrundinni gengur vel! Við erum að koma okkur fyrir og reyna að ákveða hvað eigi að vera hvar. Ég er á leiðinni á Þingvelli að hitta Starfsráð (nefnd sem ég starfa fyrir í vinnunni). Síðan kem ég heim á morgun um miðjan dag til að komast í gírinn aftur við að standsetja íbúðina.
SÝNINGIN í gær gekk vonum framar, við spiluðum vel og leikararnir mundu sýnar línur. Mér var tjáð í gær að það yrðu sýningar allar helgar næstu tvo mánuði sem er bara mjög fínt.
Comment kerfið er komið inn á nýjan leik svo setjið endilega eitthvað comment þar.

Jan 30, 2004

FÖSTUDAGUR til fjár! ég er fluttur og svaf fyrstu nóttina í nýju íbúðinni í dag. Núna tekur við erfiður tími við að koma öllu draslinu fyrir - púff það á eftir að taka á. Einnig heldur leytin að þvottavél ársins áfram, það eru tvær komnar í lokaumferð annarsvegur AEG og hins vegur ASKO þetta er erfitt dæmi. Kannski ættum við bara að kaupa einhverja ódýra humm...
HELGIN er framundan og margt að gerast - í kvöld er það MM og á morgun verður haldið í vinnuferð að Þingvallavatni með Starfsráði BÍS. Á sunnudaginn er meiningin að halda áfram að standsetja íbúðina.
KATA ég er virkur...hættur að vera óvirkur please...ekki hafa mig í óvirka hlutanum...ég lofa að skrifa meira...og já helv..commentin duttu út ég þarf eitthvað að bæta úr því!

Jan 28, 2004

FLUTNINGAR eru fyrirbæri sem ég ætla að stunda sem sjaldnast á minni ævi! Á morgun mun ég í fyrsta skipti á minni 26 ára löngu ævi flytjast búferlum alla leiðina uppí Furugrund (fyrir þá sem ekki vita að þá er það ca 5 min frá því sem ég bý í dag). Mínir elskulegu foreldrar ákváðu að byggja sér nýtt hús fyrir efri árin og sem sagt selja ofan af mér. Ég sem var farinn að sjá fram á að búa í góðu yfirlæti í kjallaranum þar til að ég gæti skipt við þau.
LEIKRITIÐ er Meistarinn og Margaríta er frábært ef það hefur farið fram hjá einhverjum. Ég get útvegað fólki miða á 1800 kall ef einhver hefur áhuga. Síðasta laugardag var ég einmitt að spila og leika. Þetta varð sögufræg sýning þar sem hún styttist alltíeinu um 20 mín. en það er víst bannað að segja afhverju.
INTERRAIL er eitthvað sem ég er að spá alvarlega í þessa dagana. Ég bý nú svo vel að eiga vini í Þýskalandi, Slóveníu, Danmörku, Noregi, Ítalíu og Austurríki allavega þannig að hugsanlega gæti ég flakkað um evrópu og fengið gistingu hér og þar. Hljómar eins og plott! Ekkert ákveðið en þetta kemur allt í ljós.
ÞVOTTAVÉLAKAUP eru á dagskrá í framhaldi af flutningunum. ég er nokkuð ákveðin eftir að hafa skoðað þvottavélar að ASKO eru bestar. nú er það bara að sannfæra Álfheiði um að eyða nokkrum þúsundköllum meira og kaupa alvöru græju.
EN nóg í bili ég lofa að fara að skrifa reglulegra hér inn...ef einhver saknaði þess!

Jan 21, 2004

Mikið rosalega hef ég verið lélegur að blogga! En á því eru ýmsar skýringar, m.a. mikið að gera í vinnu og síðan stöndum við í flutningum. Á morgun er einmitt stefnan að hefjast handa við að mála nýja slottið og reyna að flytja um helgina. Frekar bjartsýn spá en þetta gengur vonandi eftir. Ég er næ ekki að útskrifast fyrr en í vor en það kemur víst ekki mikið að sök.

Jan 9, 2004

ERFIÐ vika á enda! Ég tók þrjú próf, kláraði æfingar fyrir leikritið og byrjaði að vinna fulla vinnu. Geri aðrir betra. Nú er vikan á enda og við tekur að pakka niður fyrir flutninga sem hefjast í næstu viku og spila á sýningu annað kvöld (nánri upplýsingar á www.hhh.is). Fjör fjör fjör...farinn heim!

Jan 2, 2004

Gleðilegt nýtt ár! Viðburðarríkt ár að baki og spennandi ár framundan. Mér finnst það vera með ólíkindum hvað fólk getur eytt í flugelda...sjálfur eyddi ég ekki krónu þetta árið...þetta er mjög gaman reyndar en common að vera eyða yfir 10 þús krónum! En best að halda áfram...maður þarf að mæta á æfingu í kvöld og alla helgina, finna einhvern tíma til að læra fyrir próf...nóg að gera að venju.