Jul 7, 2006

Isle of Man

Sumarfríð er hafið! Við byrjuðum á því að heimsækja eyjuna Mön sem er rétt fyrir utan Livarpool, eða mitt á milli englands, skotlands og írlands. Á þessari eyju uðrum við vitni af Víkingabardaga sem Ingó klippari vinur minn tók þátt í og árlegum þingfundi eyjarskeggja. Manverjar segjast vera með elsta samfelda þingið í heiminum þar sem okkar þing tók pásu í 30 ár. En hvað um það ferðin var stórfín, sólbruni og alles. Við erum núna komin til Nottingham og gistum hjá foreldrum hennar Álfheiðar. Munum skoða okkur eitthvað um hér og fara svo til London eftir viku.