Dec 29, 2004

jæja komin heim í heiðadalin á nýjan leik eftir mikla og góða afslöppun í höfuðstað norðurlands Akureyri. Ég afrekaði svo sem ekkert stórkostlegt þar en þetta var mjög kærkomin slökun. Það tók okkur um 6 tíma að keyra norður og aðra sex að keyra heim ferlega lélegt færi og nb ekki var stoppað að ráði.
Við fórum áðan á Stúdermanner myndina "Í takt við tíman" nokkuð góð sértaklega fer Dúddi á kostum. Mæli með henni lífgar uppá skammdegið :)
Áramótin eru framundan, mikil skipulaggning framunan í að velja heppilega flugelga nei elda til að skjóta og svo hvað maður eigi að gera um kvöldið þar sem kvöldið mun byrja í efri byggðum Kópavogs...spurning það er nefnilega svoleiðis að ég hef aldrei þurft að hafa áhyggjur af þessu yfirleitt fer maður bara í næsta hús í partý...kannski maður ætti bara að banka uppá hjá næsta manni...humm...spáum í því!

Dec 24, 2004

Gleðileg jól!

Ég er staddur í vellystingum á Akureyri í miklum snjóbil. Hef það fínt og vona að þið hafið það einnig. Kem aftur heim 28. des.

Dec 18, 2004

úff þunnur...það var stúdentsveisla í gær - Gísli bróðir var að útskrifast og mikilveisla haldinn í Logasölum hjá Mömmu og Pabba. Heppanaðist bara nokkuð vel og nýja húsið stóðst þessa miklu raun. En verra með mig þar sem ég þurfti að vakna í morgun og mæta á Svansæfingu. úff...en þetta er allt að koma. Ég er að fara að spila á eftir fyrir utan Pennan-Eymundsson í Austurstræti í tvisvar sinnu 30 mín. Ætti bara að verða nokkuð gaman held ég. En hvernig sem því líður að þá þarf ég að fara að taka mig til...og jú það eru litlu jólin hjá smá skátaklíkunni í kvöld...eitthvað er mætingin samt léleg en jæja!

Dec 12, 2004

skildi það vera jóla hjól...við fórum í gær og fjárfestum í prentara, Canon iP3000 sem prentar á myndir, báðumeginn og alles. Frábær græja! ég er búinn að eyða smá tíma í að fikta og hef sannfærst um að þetta voru góð kaup.

Dec 11, 2004

jibbý...jón er kominn með netið heima...eftir sex mánaða harða baráttu er það loksins komið í gegn :-) Tja eftir að ég fór að vinna í því tók það ekki nema ca. viku. En það minnir mig reyndar á eitt! ég þarf að uppfæra vírusvörnina. Best að vinda sér í það mál.
Annars er það helst í fréttum að ég hef tekið því rólega síðustu vikur, unnið til fimm og farið að klifra tvisvar í viku í klifurhúsinu. Þarf reyndar að vinna í dag frá tvö til sex.

Dec 2, 2004

Furðuleg umræða síðustu daga í fjölmiðlum. Mér finnst það sérkennilegt þegar landsmenn fara fetta fingur út í það að tónlistarmenn er að taka laun fyrir að vinna vinnuna sína. Ég sæi það í anda að vörubílstjórar færu að gefa vinnu sína svo hægt væri að afla fjár uppá margar miljónir. Mér finnst að það eigi að borga fólki mannsæmandi laun fyrir að vinna vinnuna sína og ekki hægt að ætlast til þess að sama þjóðfélagshópurinn sé sífellt að vinna frítt.

En annars er kominn nýr mánuður, vaknaði upp við þennan vonda draum í gær. Síðasti mánuður ársins, skrítið og það sem er skrítnara í þessu er að þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég er ekki í prófum. Ég ætla að nýta mér þetta til hins ítrasta og njóta lífsins. Á morgun verður farið í klifurhúsið að príla, á laugardaginn er komið að mánaðarlegum Wiskey klúbbnum og sunnudaginn að njóta lífsins :-)