Dec 29, 2004

jæja komin heim í heiðadalin á nýjan leik eftir mikla og góða afslöppun í höfuðstað norðurlands Akureyri. Ég afrekaði svo sem ekkert stórkostlegt þar en þetta var mjög kærkomin slökun. Það tók okkur um 6 tíma að keyra norður og aðra sex að keyra heim ferlega lélegt færi og nb ekki var stoppað að ráði.
Við fórum áðan á Stúdermanner myndina "Í takt við tíman" nokkuð góð sértaklega fer Dúddi á kostum. Mæli með henni lífgar uppá skammdegið :)
Áramótin eru framundan, mikil skipulaggning framunan í að velja heppilega flugelga nei elda til að skjóta og svo hvað maður eigi að gera um kvöldið þar sem kvöldið mun byrja í efri byggðum Kópavogs...spurning það er nefnilega svoleiðis að ég hef aldrei þurft að hafa áhyggjur af þessu yfirleitt fer maður bara í næsta hús í partý...kannski maður ætti bara að banka uppá hjá næsta manni...humm...spáum í því!

No comments: