Dec 2, 2004

Furðuleg umræða síðustu daga í fjölmiðlum. Mér finnst það sérkennilegt þegar landsmenn fara fetta fingur út í það að tónlistarmenn er að taka laun fyrir að vinna vinnuna sína. Ég sæi það í anda að vörubílstjórar færu að gefa vinnu sína svo hægt væri að afla fjár uppá margar miljónir. Mér finnst að það eigi að borga fólki mannsæmandi laun fyrir að vinna vinnuna sína og ekki hægt að ætlast til þess að sama þjóðfélagshópurinn sé sífellt að vinna frítt.

En annars er kominn nýr mánuður, vaknaði upp við þennan vonda draum í gær. Síðasti mánuður ársins, skrítið og það sem er skrítnara í þessu er að þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég er ekki í prófum. Ég ætla að nýta mér þetta til hins ítrasta og njóta lífsins. Á morgun verður farið í klifurhúsið að príla, á laugardaginn er komið að mánaðarlegum Wiskey klúbbnum og sunnudaginn að njóta lífsins :-)

1 comment:

Anonymous said...

Tjahh hvert færi þjóðarbúið ef allir væru sammála um að milljón fyrir nokkra klukkutíma væru mannsæmandi laun. Held að fólk hafi nú aðallega verið að fetta fingur út í stórborgarasyndrómið hjá sumum uppskafningum.