Nov 29, 2006

Ég var í Eisenbach


Ég fór og hitti súpergrúppuna í Eisenbach í þýskalandi um síðustu helgi. Þetta var mega dæmi og hér kemur stutt ferðasaga:
Föstudagur 24.11
Ferðafélaginn minn Ásgeir Einarsson rútubílstjóri með meiru pikkaði mig upp og haldið var út á flugvöll. Allt gekk eins og í sögu og flogið var með IcelandExpress til Frankfurt (middle of...) Hahn. Tókum þaðan rútuna til Frankfurt am main þar sem Christopher, Roland og Thomas tóku á móti okkur með fyrsta bjór ferðarinnar. Það var keyrt beint heim til gestgjafa helgarinnar Günther og Ingrid. Þau framleiða hin "stór"góða snafs Mirabelle. Okkur var að sjálfsögðu boðið í kjallarann til að bragða á þeim veigum úff. Að loknum snitzel og bjór og snafs og heimsókn heim til Thomasar var haldið í háttinn.

Laugardagur 25.11
Við sem héldum að föstudagurinn hefði verið strembinn það reyndist all rangt. Vaknað snemma og þar sem okkar beið mikið morgunverðahlaðborð. Síðan var haldið í skoðunarferð í kastala í nágrenninu og til Mittelberg bæjar þar sem við skoðuðum miðbæinn og klaustur rétt hjá. Næsta máltíð var kaka heima hjá Thomasi ásamt kaffi og bjór. Partýið sem allt snérist um byrjaði svo um sjö og innkoma okkar skömmu síðar. Fólk missti gjörsamlega andlitið þegar það sá okkur og mikið fjör fram á nótt.

Sunnudagur 26.11
Við fengum að sofa út...vaknað um ellefu þar sem úti biðu 50 hljóðfæraleikarar eftir því að fara með okkur í gönguferð. Best að viðra íslendingana. Haldið var á veitingastað þar sem ég "þunnur" beið eftir óætu villisvíni, vissi ekkert hvað ég var að panta þar sem ég var svo "þunnur". Því næst var farið með 10 manna hópi í fjallgöngu í skóginum þar sem vatnið í ferðinni reyndist vera hinn víðsfrægi Mirabelle snafs. Við drukkum svo meiri bjór á fjallaveitingastað, mjög fínn staður, ásamt smá eplavíni og Gluwein. Haldið var svo á localinn og borðuð pizza og drukkið mikið. Á þessum stað vinnur stórvinkona mín hún Renate sem gaf mér dagatal 2006 áritað...say no more...

Mánudagur 27.11
ÉG VAR HANDTEKINN.
keypti smá... og smá...
Komumst á endanum á flugvöllinn sem ég þarf að lýsa betur seinna. Ótrúlegur völlur. Lentum heima um miðnætti ánægðir en þreyttir eftir stórgóða ferð. Myndir væntanlegar um næstu helgi.