Jan 2, 2005

GLEÐILEGT ÁR!
Það gamla er nú liðið og nýtt og skemmtilegt ár framundan. Síðasta ár var mjög skemmtilegt að mörgu leyti. Ætli það sé ekki best að hafa smá upptalningu á árinu sem var að líða:
Janúar - tja hvað gerðist í janúar úff það er svo langt síðan...jú kláraði skólan (að mestu) og lék í leikritinu meistaranum og margaríta með Hafnarfjarðarleikhúsinu. Stóð reyndar fram í apríl.
Febrúar - Venju samkvæmt átti ég afmæli í þessum mánuði og skrapp til Þýskalands á IMWe fund. Leikritið hélt áfram.
Mars - Skátaþing var haldið í þessum mánuði, æsispennandi kostningar til skátahöfðingja og fleirri mála. Leikritið hélt áfram. Undirbúningur fyrir Evrópuþing skáta kominn á fullan skrið.
Apríl - Ég komst að því þegar ég horfði á fréttaannál ársins að ég hafði misst af annsi miklu þennan mánuðinn. En Evrópuþing skáta var haldið þennan mánuðinn, ekkert páskafrí bara vinna vinna vinna vinna aðeins meira og spila í leikritinu.
Maí - Mig minnir nú að þessi mánuður hafi verið tiltölulega rólegur eftir æsinginn mánuðina á undan.
Júní - Fór til Þýskalands og London. Jón Grétar og Bára giftu sig, það var haldið uppá 17. júní. missti af landsmóti Lúðrasveita og tja...
Júlí - Agnes og Sissi giftu sig og við Álfheiður og ég fórum í Interrailferð um Evrópu. Mikið fjör, hittum fullt af skemmtilegu fólki og áttum yndislegan mánuð - Hvar er HVAR?
Ágúst - Kom heim úr Evrópureisu og fór og flatmagaði í hitabylgju á Úlfljótsvatni meðan ég stjórnaði flokksforingjanámskeiði.
September - Úff vann mikið og fór víða. M.a. fór ég með Svaninum á frábært Lúðrasveitamót í Þýskalandi.
Október - Vann aðeins meira og fór norður á Húsabakka í Svarfaðardal, á Gufuskála og á Úlfljótsvatn m.a. og já slóg í gegn í Sing star!
Nóvember - já bíddu við ég skrapp óvænt til Noregs á fund og hitti Ingó bróðir minni og fjölsk.
Desember - Rólegheit og át. Eyddum jólunum fyrir norðan og áramótunum fyrir sunnan.
Jæja þá er þessari upptalningu lokið í bili. Ég er að læra núna þarf að taka síðasta og eina prófið sem ég á eftir til að geta útskrifast á þriðjudaginn...best að læra!

1 comment:

Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Gleðilegt ár kúturinn og takk fyrir gömlu árin og allar pizzurnar! :o)

Njóttu þessara daga sem þú ert á landinu, þeir verða víst ekki svo margar á næstunni. :o)

Kveðja,

Siggi Úlfars.
siggiulfars.blogspot.com