GLEÐILEGT ÁR!
Það gamla er nú liðið og nýtt og skemmtilegt ár framundan. Síðasta ár var mjög skemmtilegt að mörgu leyti. Ætli það sé ekki best að hafa smá upptalningu á árinu sem var að líða:
Janúar - tja hvað gerðist í janúar úff það er svo langt síðan...jú kláraði skólan (að mestu) og lék í leikritinu meistaranum og margaríta með Hafnarfjarðarleikhúsinu. Stóð reyndar fram í apríl.
Febrúar - Venju samkvæmt átti ég afmæli í þessum mánuði og skrapp til Þýskalands á IMWe fund. Leikritið hélt áfram.
Mars - Skátaþing var haldið í þessum mánuði, æsispennandi kostningar til skátahöfðingja og fleirri mála. Leikritið hélt áfram. Undirbúningur fyrir Evrópuþing skáta kominn á fullan skrið.
Apríl - Ég komst að því þegar ég horfði á fréttaannál ársins að ég hafði misst af annsi miklu þennan mánuðinn. En Evrópuþing skáta var haldið þennan mánuðinn, ekkert páskafrí bara vinna vinna vinna vinna aðeins meira og spila í leikritinu.
Maí - Mig minnir nú að þessi mánuður hafi verið tiltölulega rólegur eftir æsinginn mánuðina á undan.
Júní - Fór til Þýskalands og London. Jón Grétar og Bára giftu sig, það var haldið uppá 17. júní. missti af landsmóti Lúðrasveita og tja...
Júlí - Agnes og Sissi giftu sig og við Álfheiður og ég fórum í Interrailferð um Evrópu. Mikið fjör, hittum fullt af skemmtilegu fólki og áttum yndislegan mánuð - Hvar er HVAR?
Ágúst - Kom heim úr Evrópureisu og fór og flatmagaði í hitabylgju á Úlfljótsvatni meðan ég stjórnaði flokksforingjanámskeiði.
September - Úff vann mikið og fór víða. M.a. fór ég með Svaninum á frábært Lúðrasveitamót í Þýskalandi.
Október - Vann aðeins meira og fór norður á Húsabakka í Svarfaðardal, á Gufuskála og á Úlfljótsvatn m.a. og já slóg í gegn í Sing star!
Nóvember - já bíddu við ég skrapp óvænt til Noregs á fund og hitti Ingó bróðir minni og fjölsk.
Desember - Rólegheit og át. Eyddum jólunum fyrir norðan og áramótunum fyrir sunnan.
Jæja þá er þessari upptalningu lokið í bili. Ég er að læra núna þarf að taka síðasta og eina prófið sem ég á eftir til að geta útskrifast á þriðjudaginn...best að læra!
Jan 2, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gleðilegt ár kúturinn og takk fyrir gömlu árin og allar pizzurnar! :o)
Njóttu þessara daga sem þú ert á landinu, þeir verða víst ekki svo margar á næstunni. :o)
Kveðja,
Siggi Úlfars.
siggiulfars.blogspot.com
Post a Comment