að vera veikur er alvarlegt mál og ekki barna leikur. það eru atriðið sem eru ekki fyrir viðkvæmar sálir eða hjartveika! Ef þú telur mikla nauðsyn á að leggjast í veikindi skal því beint til yðar að halda yður innan dyra og umgangast ekki annað fólk. Láta yður vaxa skegg og ekki baðast svo dögum eða vikum skiptir. Þegar fílan, hárið og allar vidíóspólur heimilisins og sjoppunnar eru upprunnar þá tekur þú þig saman í andlitinu og stígur á stokk veraldlega leikritsins á nýjan leik og ferð til Hollands...HA...Hollands...JÁ...Hollands! Hey bíddu nú við átti sagan að enda svona - furðulegt!
Þetta er nú bara svona lýsandi fyrir ástandið á mér þessa síðustu daga. Það eina sem ég er að spá í núna hvort ég nái ekki þessum andsk... úr mér áður en ég fer til Hollands á miðvikudaginn. Við skulum nú vona það. S.s. fimmti dagur í veikindum!
Jan 16, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment