Vá maður heill mánuður nánast liðinn. úff hvert fór hann...alveg fór þetta fram hjá mér...þetta gerðist eftir síðustu færslu
Lúðrasveitin Svanur, sem ég er formaður í, hélt uppá 75 ára afmæli þann 19. nóvember með heljareinarveislu eins og sæmir. Það mættu um 80 manns sem var bara þokkalega dreift eftir aldri. Álfheiður sá um að gera pinnamat en ég um áfengið og annað dót. Heppnaðist bara nokkuð vel.
Um síðustu helgi var síðan íbúðin tekin í gegn. Farið í gegnum skólaglósur og miklu hent. Allt annað líf eftir það.
Annars er mikið að gera í vinnunni þessa dagana. Endalaus fundahöld kvöld eftir kvöld og mikil framleiðini þar á milli. Í næstu viku er stefnan á að gefa út skátablað um helgina fer ég norður á Akureyri á fund og á sunnudaginn eru Svanstónleikar. Allir að mæti byrja kl. 20.
Nov 29, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment