ÉG á frí í dag - jibbý...síðustu vikur hafa verið vinna allan sólarhringinn! Í dag losna ég við megnið af útlendingunum og eftir er örfáir sem ætla að ferðast á eigin vegum, maður verður eitthvað fram eftir vikunni að ganga frá Landsmótinu og undirbúa startið næsta haust. Síðan fer maður vonandi í svona eins og viku frí til að safna kröftum fyrir næsta bardaga ;-)
Landsmót skáta gekk mjög vel, það kom ekki dropi úr lofti alla vikuna. Æfingar fyrir menningarnótt eru hafnar og það verður æft stíft næstu vikur, Öndin er að undirbúa nýtt prógram sem á eftir að koma skemmtilega á óvart ;-) Meira um það síðar...
Aug 1, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Djössins að missa af hinum árlegu tónleikum Andarinnar, verð á flakkinu um kúluna.
Post a Comment