Aldrei þessu vant var ég glaðvaknuður í fyrrafallinu á sunnudagsmorgni og ákvað að horfa á Sunnudagsþáttinn á skjá einum (Álfheiður lá uppí rúmmi). Svo sem ekki frásögu færandi að maður horfi á einn umræðuþátt á sunnudagsmorgni nema hvað umræðuefnið vakti athygli mína, frumvarp um bann við reykningum á veitingahúsum og skemmtistöðum. Þetta er mál sem ég er búinn að bíða lengi eftir og styð heilshugar, ég hef aldrei skilið það hvernig 15% þjóðarinnar getur ráðið andrúmsloftinu á skemmtistöðum, þú kemur heim eftir að hafa farið á skemmtistaði og þarf að passa þig á að setja fötin í poka og loka honum til að þú lifir af daginn eftir. Ef maður fer edrú á skemmtistaði að þá er það samt ávísun á hausverk daginn eftir út af reykningum. Í þættinum komu fram þær fullyrðingar að engar rannsóknir sýndu fram á skaðsemi óbeinna reykninga (bull bull bull) það var eins og einn af þáttarstjórnendunum væri að halda í síðasta halmstráið þar sem ein rannsókn sem gerð var gat ekki sýnt fram á tengslin þarna á milli!!! Að banna reykingar á skemmtistöðum er ekki skerðing á persónufrelsi, að sama skapi gæti ég sagt það að leyfa það sé skreðing á mínu persónufrelsi.
Til ykkar sem reykið - sá á kvölina sem á völina!
Dec 11, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Já, það er rétt sá á kvölina sem á völina, þeir sem ekki reykja verða bara að halda sig heima ef þeir þola þetta ekki.
Hjaltipaltistrompastrumpur
Bla bla bla bla
Ef írarnir (sem aldrei fara eftir neinum reglum og hata breytingar meira heldur en sjálfstæðismenn gera) geta bannað reykingar og farið eftir því þá getum við það heima.
Post a Comment