Oct 28, 2005

og þá kom vetur...

Vetur konungur hóf innreið sýna á skerið með stórum hvelli í dag. Flughált á götunum og eitthvað eilítið af snó kyndi niður. Furðulegt nokk að ég ákvað í fyrra dag að setja nagladekkin undir bílinn, sem ég hafði verið með í skottinu í tvær vikur :-) !!!

Af íbúðakaupum er það að frétta að við erum búinn að fá samþykki á öllum stöðum og nú er bara verið að útbúa kaupsamning og afsalið. Það verður gengið frá þessu öllu í næstu viku og þá verðum við orðin stolltir íbúðaeigandendur.

Ég fór á fyrsta námskeiðið mitt hjá Endurmenntun HÍ. Fjölmiðlanámskeið, bara nokkuð gott en furðu mikið hafði ég þó lært í Tækniháskólanum. Ég lærði kannski einna helst að skrifa góðan texta, það er nú víst þarfaþing.

Faramundan er róleg helgi, skoða innréttingar fyrir nýtt baðherbergi osfrv. Annars bara meinhægt!!!

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með nýju íbúðina!

Elfa Dröfn said...

já, tek undir það, til lukku :)