Það er aldeilis nóg að gera þessa dagana. Við erum á fullu að plana tónleika Svansins sem verða 9. apríl nk í Loftkastalanum. Einnig er Svanurinn að ganga frá ráðningu nýs stjórnanda sem tekur til starfa næsta haust en það er Rúnar Óskarsson.
Það var stjórnarfundur í gær hjá svaninum og raddæfing á eftir. Á meðan æfingunni stóð skrappi ég með Villa trompet og sýndi honum salinn sem ég útvegaði honum, eftir æfinguna fór ég með nokkrum svönsurum á pöbb þar sem við fengum okkur ölkollu og spjölluðum heilmikið. Þetta ætti að vera regla eftir æfingu að skella sér og fá sér einn öl eða svo.
Það hefur verið heldur rólegt í skólanum þessa önnina. En við þurfum þó að klára nokkur verkefni fyrir páska sem ganga þokkalega. Á morgun er ég síðan að fara á morgunverðafund hjá VR og um kvöldið verður stórglæsileg árshátíð hjá Svaninum þar sem Öndin mun að sjálfsögðu troða upp ásamt leynigesti.
Mar 27, 2003
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment