Branding prófið gekk ekkert of vel...það var kannski bara sárabót að við fengum Intel casið aftur í dag (það er í Branding líka) og minn hópur fékk 9,5 ég er vel sáttur við það. En til að bæta úr lélegri frammistöðu minni í morgun hef ég ákveðið að setja inn fróðleiksmola hér fyrir næsta próf en það er í International Marketing.
Fróðleiksmoli dagsins: Vissuð þið að 14% jarðarbúa nota 70% af öllum vörum heims og að 86% jarðarbúa (100-14=86) fylgja þeim eftir í hegðun. En hver skildu þessi 14% vera, jú m.a. við á þessu litla skeri hér (Íslandi) og svo er það vestur evrópa, Bandaríkin, Kanada og Japan. Þessi markaður kallast Triad Market.
Er þetta ekki fróðlegt?
Mar 4, 2003
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment