ég fór á snildar tónleika í gær með Beefólk. Helgi Hrafn á básúnu ásamt nokkrum austurríkismönnum. Þeir voru betri en ég þorði að vona, frábært að sjá samsetninguna og frumleikan í bandinu. Hlakkar til að heyra meira frá þeim. Einnig spilaði Wolfgang nokkur á gítar algjör snillingur.
Fór á októberfest á föstudaginn í tjaldi við Háskólan. Það var stappað í tjaldinu og svaka stemming! einnig fór ég á jazzband Eyjólfs sem var ágætt hefði samt kosið að halda áfram í tjaldinu.
Á laugardaginn var farið á stofnfund sambands íslenskra æskulýðsfélaga og aðalfund SÍL. Nokkuð gott allt saman. Um kvöldið hittist Wiskey klúbburinn öðru sinni og svo var haldið í Svanspartý og sungið í singstar, buxur fuku og brjóstahaldarar brendir....segi ekki meir...
Góð helgi, nokkuð strembinn þó!
Oct 4, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment