Oct 7, 2003

Hvernig stendur á því að fólk telur það öruggt að maður fylgist með landsleikjum eða þá hvaða íþrótt sem er? Ég fæ litla sem enga ánægju út úr því að horfa á 22 fullfríska karlmenn eða konur sprikla eftir grasvelli og hvað gera þau þegar þau ná boltanum...sparka honum frá sér...sveiattann! Ég lýsi hér með frati á þessa íþrótt og er ekki að sjá að hún sé að skila okkur meira heldur en nokkuð annað.

Ég ræddi þessi mál eitt sinn við íþróttafræðing há menntaðan mann og hann gat ekki sannfært mig um ágæti keppnisíþrótta. Yfirleitt er fólk að bjóða líkamanum uppá of mikið álag og eftir að þessir menn hafa keppt í þessu í ca 20 ár að þá eru þeir löggilt gamalmenni, ónýttir til alls annars en að lýsa leikjum. Það ber þó að taka fram að hér er átt við flesta en ekki alla.

Þetta eru mínar hugleiðingar um íþróttir...

No comments: