Oct 9, 2003

Ég fór á flotta tónleika í gær með Stórsveit Reykjavíkur - endurnærandi að fara á góða tónleika. Eitt fór þó í taugarnar á mér það var einn af Söxunum sem var með "semi" sítt að aftan og GULA derhúfu...hver er með GULA derhúfu á tónleikum. Að öðru leiti var ég ánægður með tónleikana og hlakka til í mars þegar sænski básúnuleikarinn Nils Lundgren kemur hann er geðveikur.

Annars er ég að verða nett geðveikur á þessari fótbolta umræðu. Ég stefni hér með non-sports fan saman til skrafs og ráðagerða hvernig við eigum að breyta þessum þjóðar"stolti" hver segir að við séum frábær útaf því að við stöndum okkur í fótbolta. Ég finn ekki til neins sérstaks stolts með það ég er mun stoltari að eiga Sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða. Ówell ætli jón hafi ekki farið yfir strikið...

No comments: