Oct 18, 2003

Skúra skrúbba bóna...takið af ykkur skóna! Ég er orðin skúrka í dag - er reyndar að fara að hætta því maður þarf víst að læra eitthvað.

Ég fór á Úlfljótsvatn í gær og aðstoðaði við hópeflisferð hjá Marel, mjög gaman tilbreyting að fá að eyða degi utandyra í stað þess að þeyast á milli skólans og vinnunnar. Í dag er svo meiningin að læra og fara í heimsókn til Ásgeirs í kvöld.

Í dag rakaði ég mig! Orðin fínn og góður samfélagsþegn. Sorry Reynir ég held að það verði ekkert af hormottunni en ég skal setja upp gulu derhúfuna ef þú kaupir hana. Það sem í dag er í dag og það sem á morgun er á morgun...jæja ætli það sé ekki best að hald áfram að læra.

No comments: