Ég er farinn til Þýskalands og kem aftur mánudaginn 21. april. Ef þið þurfið að ná í mig að þá er síminn 6993642 og einnig er best að senda tölvupóst á jib@islandia.is ég mun reyndar ekki skoða póstin mjög mikið. Ég ætla að drekka þýskan páskabjór, fara helst á tónleika, hitta gamla vini en mottóið með þessari ferð er að æða út í óvissuna.
Ég fór í vísindaferð í gær til Framsóknarflokksins. Alveg ágæt en ég er svo sannarlega ekki framsóknarmaður það get ég sagt. En ég og Svenni ákváðum að mæta til að reyna að réttlæta tilvist flokksins. Ég held að það hafi gengið bærilega því ekki stoppaði bjórflæðið. En þrátt fyrir mikin bjór að þá fundum við ekki réttlætinguna, það gengur bara betur næst.
Apr 13, 2003
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment