Apr 27, 2003

Kosningar
Það eru allir að fara yfirum enda styttist í kosningar. Ég er búin að gera upp hug minn hvað þetta varðar sem kemur kannski ekki svo mikið á óvart. Það er misjafnt hvað fólk er að setja fyrir sig þegar það ákveður hvaða flokk það eigi að kjósa, eitt mál hefur reynst mér erfitt að það er að ég tel að við eigum að ganga í ESB því að við munum fá meira út úr því heldur en við töpum. Eitt mál finnst mér vera leiðinlegt í þessari kosningabaráttu, það er kvótamálið. Það er mér fyrirmunað að skilja hvað fólk getur rifist um aðferðir við að ná fiski úr sjónum. Ég held að það skipti ekki neinu máli hvað fiskveiðistjórnunarkerfið heitir eða hvernig við beitum því helsta málið er að það sé sanngjarnt. Kannski er það ekki sanngjarnt í dag en það hefur skilað okkur heilmiklu, allavega fyrir mína parta að þá er mér slétt sama hvort palli græði meira á því heldur en siggi. Annað mál sem kvabbað er um er aðskilnaður ríkis og kirkju, gott mál. En ég spyr - á meðan 85% þjóðarinnar tilheyrir sömu trú afhverju eigum við þá ekki að hafa þjóðkirkju? Þrátt fyrir að ég sé fylgjandi þessum aðskilnaði að þá sé ég ekki ástæðu fyrir því að það gerist strax, ég tel að það gerist með árunum eftir því sem vægi annara trúa eykst.
Ég held ég ætti bara að stofna flokk. Mín stefnumál er: Göngum í ESB, ríkið hætti að selja áfengi þ.e. leggjum niður ÁTVR, Leggjum niður Lín og gefum bönkunum tækifæri á að lána námsmönnum, lækkum skatta, leggjum niður íbúðalánasjóð...ofl.
Nóg af þessu í bili...

No comments: