Gleðilegt sumar
Sumarið gekk víst í garð í gær. Eins og góðri sumarbyrjun sæmir spilaði ég í skrúðgöngu með Svaninum í Vesturbænum, sem gekk bara mjög vel. Maður er óneitanlega farinn að telja dagana þar til að skóla lýkur og maður getur farið að hella sér í vinnu af fullum krafti. Þetta er búið að vera langur vetur og ágætt að fá smá frí frá skólabókum og verkefnum og hella sér í vinnu. Prófin byrja 3. maí og ég er búin 13. maí.
Apr 25, 2003
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment