furðulegt! Það er svo oft föstudagur þegar ég ákveð að skirfa eitthvað...það er kannski eitthvað tengt helginni. Það eru bara allir að koma sér upp bloggsíðu Jón Grétar, Ásgeir Ó, Anna María...og listinn heldur áfram. Það er ágætt að fólk finnur að þetta er leið þar sem maður getur sagt sína meiningu og allavega eins og ég hugsa þetta að þá er ég að reyna að setja það niður hvað ég er að dunda mér við - einskonar dagbók.
Það sem ég er að gera núna er að klára heimapróf í Relationship management. Frekar leiðinlegt próf en maður verður að klára það. Ég er náttúrulega meiri bjáninn hefði ég byrjað fyrr að þá hefði ég getað skipst á spurningum við aðra. En nei...ekki jón hann er svo heiðarlegur að hann drösslast í geggnum þetta sjálfur...tja..fyrri utan einaspurningu sem ég fann á google. (vondur maður Jón).
Helgin er framundan, í fyrramálið er Örstefna hjá BÍS um fjölgun í hreifingunni. Eitthvað þarf að gera í því máli. Kl. 14 er tónleikar hjá Villa, hann rúllar því upp. Kl. 16 er svanurinn að spila og svo er væntanlega partý um kvöldið hjá Villa. Á sunnudaginn er fundur hjá SIL og SISL. þar svo við tæklum dag lúðrasveitanna og svo er kannski æfing hjá Svaninum. púff. strembin helgi. Og síðan þarf ég að læra líka, case á þriðjudaginn, prof á miðvikudaginn og project á fimmtudaginn.
Ég held ég fari bara og leggi mig...
Apr 4, 2003
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment