Þýskalandsferð
Jæja þá er ég komin heim á frónið eftir vel heppnaða ferð til Þýskalands. hér á eftir kemur ferðasagan:
Ferðin hófst með því að ég og Gísli bróðir tókum flugið eldsnemma til Frankfurt. Þaðan tókum við lestina til Wurtsburg og að lokum til Bad Kissingen, þar sem dvalið var næstu daga. Ein versta lífreysla mín var að labba frá lestarstöðinni að gistiskálanum, í 25 stiga hita með bakpoka gengum við niður hlíð yfir dal og upp bratta hlíð uppí 380m hæð með mikilli hækkun. Þessi göngutúr tók okkur ekki nema klukkutíma en ég held að ég sé ekki byggður fyrir svona labb, ég var allavega "aðfram kominn" þegar við loksins komumst upp helv. brekkuna. í Bad Kissingen tóku á móti okkur Chris, Wendy, Gregor og Birgitt. Síðan kom Jostein og Guðrún kom svo á mánudeginum.
Ég sagði skilið við liðið á fimmtudeginum og fór í langa lestarferð til þeirra heiðurshjóna Írisar og Sævars í Stuttgart en þau eru nýflutt þangað ásamt honum Hlyni. Ég fékk höfðinglegar móttökur og við var notaður sem tilraunadýr í skoðunarferðum um borgina. Við skoðuðum sjónvarpsturninn, hallargarðinn og melluhverfið. Á miðvikudagskvöldinu fórum við Sævar í Óperuna að sjá Il travatroi eftir Verdi, mjög gaman og rosalega flott óperuhús.
On the road again á fimmtudaginum en þá fór ég til Bad Orb og heimsótti Cristoana sem tóku á móti Svaninum síðasta haust. Þar fékk ég mjög góðar mótttökur og átti þar góðan seinnipart ásamt öðru hommapari, indverskri stúlku og Astrid. Mjög skemmtilegt í allastaði að loknum góðum kveldverði og spjalli skutlaði Christof mér svo til Rieneck, þar sem ég hitti liðið á nýjan leik.
Í Rieneck komst ég að því að Gísli hafði fengið nýtt nafn "Grisli Bear" og lék á alls oddi. Við eyddum helginni í Rieneck við að spiskruppum til Frankfurt og hittum hana Sólrúnu á laugardeginum.
Og nú er ég komin heim á frónið og byrjaður að vinna og læra fyrir próf...ekki veitir af!
Apr 22, 2003
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment