LÆRA maður gerir ekkert annað en að læra og fara á æfingar! Ég flutti á bókhlöðuna á þriðjudaginn og er búinn að lesa nokkuð stöðugt síðan þá, miðar vel áfram. maður verður víst að nota tækifærið og nýta sér aðstöðuna þar til að manni verður hent út öfugum þar sem maður er í einhverjum sérskóla, þ.e. ekki í fína Háskólanum. Mér finnst þetta ótrúlegt misræmi að einum skóla sé úthlutað sætum þar fremur en öðrum. Víst svo er afhverju er þá hinum skólunum ekki búin betri aðstaða?
LEIKRITIÐ gengur vel, það er að koma mynd á þetta. Við byrjum væntanlega að æfa með leikurunum um miðjan des, þangað til æfum við okkur og fá kennslu í leiklist - veitir ekki af!
BEST að fara að læra! Það þýðir ekkert hangs...
Nov 27, 2003
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment