HVAÐ á ég að gera? Síðan ég skilaði inn verkefninu mínu á fimmtudaginn hef ég lítið afrekað. Jú kannski smá mætti í vinnuna í gær og á föstudaginn, afrekaði tvo fundi og þar af einn símafund með 10 aðillum í þremur löndum. Í gær var svo tiltekt í 123 fyrir jólaamstrið og ég hélt fyrirlestur á námskeiði í Hafnarfirði. Að öðrileiti hin rólegasta helgi.
PLANIÐ er að fara að lesa í dag og frá og með þriðjudeginum verðru ekkert annað gert en að undirbúa sig fyrir prófin.
FRAMUNDAN er samt sem áður mjög margt! Svanurinn er að spila í leikriti sem heitir "meistarinn og magarítan" sem að mér skilst er mjög skemmtilegt og inniheldur mikla nekt. tja segi ekki orð meira um það! Leikritið verður sennilega frumsýnt 6 janúar.
Nov 23, 2003
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment