Dec 8, 2003

MÁNUDAGUR en á ný og jón búinn að kúka á kerfið :) Ég er temmilega ánægður með árangur helgarinnar en hefði mátt standa mig betur. Það má eiginlega segja að ég hafi lært eftir opnunartímanum í þjóðarbókhlöðunni sem er skammarlega lítill um helgar.

FYRSTA skátablaðið í minni ritstjórn er að verða klárt, gott að vinna svona í prófunum. Þetta er nú ekkert stórblað fjórblöðungur með dagatalinu fyrir næsta ár inní. Nú það er bara að sjá hvernig fólkinu líkar hvort að það verða fleirri blöð í minni ritstjórn. Annars er þetta nú merkilegt nokk, blað sem hefur komið út í 70 ár alla vega og sá sem ritstýrði flestum blöðum ritstýrði 23. Mikið að stefna á...sérstaklega þegar það komu bara út 2 tbl á þessu ári.

ÆTLI það sé ekki best að fara að læra að stjórna sölumönnunum. Hvernig eigi að umbuna þeim og hvetja áfram í starfi. Ég hef lesið skemmtilegri bækur og er farinn að skilja afhverju kennarinn hafði ekki meiri áhuga á þessu. jæja farinn að lesa...

No comments: